Hugur og hönd - 01.06.1967, Blaðsíða 24
BALDERUÐ KVÖLDTASKA
Íslenzki þjóðbúningurinn hefur oft verið skreyttur út-
saumi. Aður fyrr voru samfellur prýddar t. d. marglitum
blómstursaum, skatteringu eða mislitum ullarkniplingum.
En eftir að nýja skautið ruddi sér til rúms varð baldering
þ. e. gullsaumur sú saumgerð er oftast var skreytt með. Var
þá balderað kringum hálsmál og niður með börmum og
framaná ermar. Upphlutur, sem var mjög algengur var
skreyttur balderuðum borðum, og oft var mjó knipluð
gullblúnda lögð með flauelisböndum á baki og öxlum.
Baldering var því algeng hér, því meðan íslenzki búning-
urinn var og hét, þótti sjálfsagt að ungar stúlkur balderuðu
sér upphlutsborða. Baldering var því kennd víða í kvenna-
skólum landsins en þó lengst við Kvennaskólann í Reykja-
vík.
Efni til þessa saums er þó ekki fáanlegt lengur nema í
einni verzlun í Reykjavík, Baldursbrá.
Skal nú gerð tilraun til að lýsa vinnuaðferðinni ef
einhver hefði gaman af.
Hér á landi mun aðallega hafa verið saumuð ein gerð
gullsaums, sem nefnist OR GUIPURÉ og lagðar snúrur.
Mynztrinu er að nokkru leyti lyft með undirlagi úr t. d.
skinni, pergamenti, karton eða snúrum.
Bezt er að sauma í útsaumsramma. Hann er samsettur af
2 lengri trélistum sem á eru raufir og tveim styttri sem
falla inn í raufirnar. Á lengri hliðarnar eru festar lérefts-
ræmur. Þegar mynztur og efni til ísaums hefur verið valið,
er byrjað á að þræðaþétt fínt léreft í útsaumsrammann, því
alltaf er balderað í tvöfalt. Fóðurléreftið er þrætt við
léreftsræmurnar á útsaumsrammanum og hann síðan
spenntur eins og þurfa þykir með þar til gerðum fleynum.
Þá er strekkt á styttri hliðarnar með sterkum þræði sem
brugðið er utan um trélistann og stungið gegnum léreftið.
Ef það sem baldera á er stærra en ramminn, er gott að
vefja því upp á skaft við aðra langhliðina.
Nú er léreftið slétt og strekkt í grindinni. Þá er efnið
sem sauma á í lagt ofan á og þrætt fast. Athugið að þræða
alltaf í sömu átt.
Yfirleitt var uppdrátturinn ekki teiknaður á efnið, sem
sauma átti í, heldur dreginn á þunnan pappír og hann
síðan þræddur ofan á efnið í útsaumsrammanum. Þau
form í mynztrinu sem áttu að rísa voru teiknuð á perga-
ment e. a. þ. h. skorin út með beittum hníf og þrædd föst
á viðeigandi stað á uppdrættinum.
Byrjað er á að snúruleggja það sem aðeins er einföld
Framhald á bls. 22.
20 HUGUR OG HÖND