Hugur og hönd - 01.06.1967, Blaðsíða 23
Á ÍSLENZKA skautbúningnum voru og eru
pilsin skreytt með breiðum mynztur-
bekkjum að neðan. Þessir bekkir voru
gjarnan einhver blómamynztur og þá
saumaðir með skatteringu, saumaðferð
sem er mjög falleg til að fylla með
stóra fleti eins og blöð og blóm. Helzt
var skatterað í ullarklæði með ullar-
eða silkigarni. í nútíma útsaum er þessi
saumgerð mikið notuð, en meiri fjöl-
breytni í efnisvali t. d. mikið skatterað
í hörefni með hör eða bómullargarni.
Skatterað er á þennan hátt: Þegar
mynztrið hefur verið teiknað á efnið
er það strekkt í saumhring eða útsaums-
ramma. Þá er byrjað að fylla í mynztrið
við ytri brún með sléttum sporum, sem
saumast alltaf ýmist stutt eða löng.
Saumið eitt langt spor og stingið nál-
inni upp aftur alveg við þar sem stungið
var niður, þannig að á röngu verða að-
eins örsmá spor en á réttu löng. I
fyrstu umferð fylgja sporin útlínu
mynztursins en verða ójöfn að neðan.
Sporin í næstu umferð ganga síðan upp
í fyrri umferð og þá oft stungið upp í
þræðina úr fyrri umferð og þeir klofnir
í sundur, verður uppfyllingin jafnari
með því. Þannig er haldið áfram að
fylla mynztrið með þessum mislöngu
sporum. Sé æð í blaði, er fyllt með slétt-
um sporum sem liggja á ská út frá
miðju. Leggi og æðar í blöðum skal
sauma með breiðum varplegg. Ef um er
að ræða að fylla upp blöð eða blóm er
litaskifting látin vera greinileg, t. d. skift
um lit eða litbrigði við nýja umferð.
I kringum síðustu aldamót var saumað
í íslenzku búningana með flatsaum undir
nafninu skattering. Var ávalt þrætt þunnt
léreft undir mynztrið efninu til styrktar.
Þessi kvöldtaska sem hér er sýnd er
saumuð úr svörtu þéttu ullarefni, notað
tvöfalt stíft millifóður, sem stangað er
þétt á iy2 sm breiðum kafla í botni.
Gaflar eru líka stangaðir. Bandið sem
lokar henni er skreytt með skatteringu.
Möguleiki er að útbúa fleiri gerðir af
böndum, þá með öðrum saumaðferð-
um og breyta töskunni þannig. Taskan
er 24 sm löng, 11 sm há. Breidd á bandi
er 4 sm endinn sem dreginn er í gegn
um hringinn breikkar í 7-8 sm.
HUGUR OG HÖND 19