Hugur og hönd - 01.06.1967, Blaðsíða 19
TVÍBANDAVETTLINGAR f
S AUÐALITU M
KVENSTÆRÐ.
Efnisþörf: 40 g ísl. tvinnað band, í að-
allit
30 g ísl. tvinnað band. í mynzturlit
Prjónar nr. 2
Fitjið upp 64 1. í aðallit og prjónið
7 cm stuðlaprjón (2 sl. 2 br.). Aukið
þá 1 1. á hvern prjón og prjónið eina
umferð sl. í viðbót. 35 1. skulu vera á
handarbaki, 33 1. á lófa. Til að byrja
með má ef vill, hafa aðeins 7 1. (byrjun-
arl. á þumaltungu) á öðrum lófaprjón-
inum. Prjónið nú eftir mynztri. Punktar
á uppdráttum af þumaltungu segja til
um íaukningu, sem er gerð þannig, að
prjónað er tvívegis í sömu lykkjuna, þ.
e. prjónað fyrst framan í og síðan aftan
í og báðar lykkjurnar teknar af í einu.
Athugið að íaukning er ekki nákvæm-
lega eins á báðum vettlingum. Á vinstri
handar tungu er íaukning 4 og 6 1. en
á hægri 5 og 5 1. Þegar prjónað er tvi-
bandaprjón, þarf við og við að láta
böndin grípa saman á þeim stöðum, sem
langt bil er á milli lykkna í mynztri, til
þess að koma í veg fyrir að löng, laus
bönd myndist á röngunni. Gætið þess
einnig vel að ekki strengist á böndunum.
Þegar prjónaðar hafa verið 23 umf.
í mynztri og lokið er þumaltungu, sem
á eru 17 1., prjónið þá með mislitum
bandspotta 16 af lykkjunum, tvær og
tvær saman. Yzta I. næst handarbakinu
verður stök, takið hana óprj. upp á
prjóninn. Eru nú alls 35 1. á lófaprjón-
um. Prjónið áfram eftir mynztri.
JJrtaka: Á handarbaki er úrtakan
gerð innan við röndina, sem liggur utan
við aðtalmynztrið. urtaka á lófa er gerð
á yztu lykkjur hvoru megin. Á 1. og 3.
prjóni er 2 1. prjónaður saman sl. Á 2.
og 4. prjóni: Fyrri 1. tekin óprj., seinni
prjónuð og óprj. 1. steypt yfir.
Þurnall: Misl. spoltinn rakinn úr og
Framhald á bls. 23.
HUGUR OG HÖND 15