Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1973, Side 14

Hugur og hönd - 01.06.1973, Side 14
Vestfirzkir laufaviharvettlingar Fitjaðar eru upp 20 lykkjur á prjón og prjónuð brugðn- ing 8 umferðir, 2 1 sléttar og 1 brugðin. Hér er fitjað upp með rauðu, síðan prjónaðar 5 umf svartar og 3 umf bláar. Þá er tekinn aðalliturinn, sem hér er mórauður, breytt í slétt prjón og aukið í um leið einni lykkju á hvern prjón (211). Prjónaðar 7 umf. í þessa braut voru vettlingarnir síðan merktir með fangamarki eigandans. Næst eru 2 umf svartar og síðan kemur taflborð, blátt og rautt. I byrjun þess er aukið í 2 1 á prjón (23 1). Prjón- aðar 6 umf og þá aftur 2 umf svartar. Næst koma tungur, gular og rauðar, 5 umf alls, byrjað á 1 umf gulri og endað á 1 umf rauðri. A henni stendur svo laufaviðurinn, blár á svörtum grunni. Um leið og hann byrjar er aukið í 1 1 á prjón svo þær verði 24. Laufaviðurinn er 14 umf og eftir hann koma aftur tungur, rauðar og gular, byrjað á rauðu, endað á gulu. Síðan er 1 umf svört og þá tafl- borð eins og áður, blátt og rautt. I byrjun þess er aukið 1 1 á prjón (251). Eftir taflborðið er 1 svört umf og upp úr henni svört lauf í mórauðu, 6 umf. I byrjun þeirra og endi er aukið í 1 1 á prjón (27 1). Nú er stofninn búinn og er þá prjónað í fyrir þumlum. 20 1 eru prjónaðar með mislitu bandi á 1. og 3. prjóni, en 7 fyrstu lykkjurnar á þeim eru færðar óprjónaðar. Þetta er hægri handar vettlingur. Á vinstri hendi er prjónað í á 2. og 4. prjóni og þá eru það síðustu lykkj- urnar 7, sem ekki eru prjónaðar. Hér tekur gripinn við, einlitur mórauður 62 umferðir. Þá byrjar aftur útprjón með svörtum laufum eins og stofninn endaði á. Búið er að fækka á um 1 1 á prjóni 6 umf áður, svo 26 1 eru á prjóni á laufunum. Á eftir laufunum er 1 umf svört, síðan koma 4 umf taflborð, blátt og rautt og eru í því 25 1 á prjóni. Á eftir því kemur 1 umf svört, síðan koma 2 umf gular, þá 1 rauð og síðan kemur 8 umferða laufaviður, blár á svörtum grunni með 22 1 á prjóni. Þá er fækkað 14 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.