Hugur og hönd - 01.06.1973, Síða 15
um 2 1 á 1. og 3. prjóni, þegar komnar eru 6 umf af
laufviðnum, þannig að það verði 7 1 bláar sarnan í síðustu
2 umf í staðinn fyrir 8 1 þá kemur 1 umf rauð 1 gul og
2 svartar. Næst eru stuðlar, rauðir og bláir með 18 1 á
prjóni, síðan 1 umf svört og síðan stuðlar svartir og mó-
rauðir með 15 1 á. Þá eru prjónaðar 6 umf mórauðar, í lok
þeirra eru 10 1 á prjóni. Þá koma 2 umf bláar og síðast 5
umf svartar. Að lokum er dregið í gegnum síðustu lykkj-
urnar 2 á hv. prjóni. Úrtökurnar eru aðallega í byrjun
1. og 3. prjóns og við endi 2. prjóns og 4., 2 1 eru fyrir
utan úrtökurnar á hverjum prjóni.
A þumlinum eru 40 1 (20 1 á hlið). Þegar komnar eru
14 umf mórauðar eru prjónaðir stuðlar, svartir og mó-
rauðir 2 umferðir, síðan 1 umf svört, þá bláir og rauðir
stuðlar 2 umf, síðan 1 umf svört og síðast aftur mórauðir
og svartir stuðlar. Eftir það eru prjónaðar 14 mórauðar
umf undir úrtökur. Teknar eru úr 4 1 í umferð: 1 1 á
hvorum jaðri og 2 neðan á fingurgómnum, þar eru 4 1
á milli úrtaka. Prjónaðar eru yfir einu sinni 3 umf, einu
sinni 2 og einu sinni 1 umferð. Totan er svört, 4 síðustu
umferðirnar á þumlinum.
Þessir vettlingar voru prjónaðir á smáa prjóna, líklega
nr. lj/2- í þá var notað smátt tvinnað band úr góðu þeli,
fallega mórauðu. Hér var alltaf talað um smátt band og
stórt, en ekki fínt og gi'óft. í mynstrið í vettlingunum
var litað hvítt þelband. í þcssum vettlingum eru mynst-
urlitirnir samt ullargarn, nema sá svarti. Ingileif Ólafs-
dóttir, amma mín, prjónaði þá á gamals aldri, en hún var
fædd 1841 og dó 1937. Hún fitjaði stundum upp með
öðrum lit heldur en hún hafði svo í brugðninguna, og
hér hefur hún fitjað upp á rauðu. Hún sagðist gera það
til að nota afganga, sem til féllu. Þegar ekki þurfti að
vera svona mai'gt á vettlingunum, annað hvort af því,
að þeir áttu að fara á minni hendi eða þá af því að bandið
í þeirn var ekki eins smátt, þá voru hafðir í þá laufaviðir,
sem færri lykkjur eru á. Nokkur tilbreytni var líka höfð
í litum og öðru útprjóni, t. d. var stundum snar í staðinn
fyrir taflborð, tungur eða stuðla. Stundum var gripinn
hafður hvítur og jafnvel sást hann prjónaður með tafl-
borðsprjóni, mórauður og svartur eða mórauður og hvít-
ur. Þegar vettlingarnir voru búnir, voru þeir lóaðir eða
þæfðir og sléttaðir með því að sitja á þeim, meðan þeir
þornuðu úr þófinu.
Jóhanna Kristjánsdóttir, Kirkjubóli.
HUGUR OG HOND
15