Hugur og hönd - 01.06.1973, Blaðsíða 25
Barnateppi
Barnateppi
Barnateppið á þessari mynd er
prjónað úr einföldum plötulopa með
vöffluprjóni á prjóna nr. 3%—4.
Kanturinn í kring er um 5 cm breið-
ur. Hann er prjónaður með perlu-
prjóni um leið og vöffluprjónið. Þetta
teppi er um 70x80 cm, fitjaðar upp
100 lykkjur. Heklað er í kring með
takkahekli.
Perluprjón er þannig, að í hverri
umf er prj 1 sl og 1 br, pr á enda
og sama 1 ævinlega prj eins frá báð-
um hliðum.
Vöffluprjón
Lykkjufjöldi deilist með 2.
Vöffluprjón er aðeins hægt að prjóna
fram og aftur.
1. umf: 1 sl, bregðið bandinu um
prjóninn, farið ofan í næstu I (eins
og brugðna 1) og takið hana fram af
óprjónaða. Látið lausa bandið liggja
yfir lykkjuna. Endurtakið frá byrjun.
Prjónið þannig alla umf. A prjónin-
um eru nú til skiptis einfaldar og tvö-
faldar lykkjur.
2. umf: Einfalda lykkjan er nú
prjónuð slétt ásamt þeirri lykkju sem
liggur undir lausa bandinu. Lausa
bandið er því næst flutt yfir á hægri
handar prjón.
3. umf (raunverulegt klukkuprjón):
Tvöföldu lykkjurnar eru prjónaðar
sléttar (teknar saman), einföldu
lykkjurnar eru teknar fram af óprjón-
aðar, eftir að bandinu hefur verið
brugðið um prjóninn. Farið alltaf of-
an í lykkjuna þegar hún er tekin
fram af.
Prjónið áfram til skiptis 2. og 3. umf.
A réttunni vöffluprjón, á röngunni
klukkuprjón.
HUGUR OG HÖND
25