Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1973, Qupperneq 32

Hugur og hönd - 01.06.1973, Qupperneq 32
Gleraugnah-ús Saumuð gleraugnahús eru einkar skemmtileg vinargjöf. Við gerð þeirra gefst tækifæri til að velja eigin liti, mynzt- ur og vinnuaðferðir og gefa eða eignast með því persónu- lega og smekklega muni. Gleraugnahúsin má vinna á tvo vegu. Stærð þeirra má hafa að vild, með eða án botns, en skal þá ath. að hann gefi nokkurt rými. Snið fylgir fyrir venjuleg gleraugu, en annars má finna hæfilega stærð með því að mæla hæð og breidd þeirra gleraugna, sem sauma skal utanum. Efni: Þéttofið og fremur þunnt ullar-, hör- eða bóm- ullarefni. Fóður í lit, er fer vel við efnið og er ágætt að það sé nokkuð voðfellt og með mattri áferð, svo gler- augun renni síður til. Sem millilag má nota millifóður- striga og verða þá gleraugnahúsin mjúk og létt, eða þunnan bókbandspappa, sem ekki brotnar og verða þau þá hörð og sterkleg. Saumgarn má hafa af ýmsum gerð- um og grófleika, einnig perlur og smáhluti til áherzlu lita og mynzturs. Velja má milli hinna ýmsu saumgerða, sem sýndar eru á bls. 19 og 20 og sauma með mörgum mismunandi aðferðum og fer það eftir mynztri og litavali. Mynztrið má búa til með ýmsu móti, hafa það fíngerðar leikandi línur, ein- föld stór fyllt form, skorninga fyrir bótasaum, eða marga litla fleti, er mynda heild. Ágætt er að teikna mynztrið á efnið með kalkipappír í þeim lit, er hæfir því, t. d. hvítum. Hefur það þann kost, að útlínur hverfa að mestu í útsauminn. Einnig er ágætt að teikna á efnið í gegnum gataða smjörpappírsörk og nota til þess steinolíu og þar til gerðan áteikningarlit. Festist þessi litur mun betur i efnið en litur kalkipappírsins, en er bá um leið erfiðara að fjarlægja hann. Að útsaumi loknum er pressað á mjúku stykki, svo útsaumurinn bælist ekki. Síðan sniðin með 1% sm. saum- fari, stærðin mörkuð með nákvæmri merkiþræðingu og aðgætt að hliðarnar liggi eftir þræði. Sníðið fóðrið örlítið minna. Ágætt er að vinna helm- ingana jafnhliða. Veljið millilagið, annaðhvort þunnan pappa eða tvöfalt millifóður, sem stungið er eða straujað saman. Sveigið brúnirnar inn á við svo stykkin verði svo- lítið íhvolf. Leggið örþunna bómullar- eða vattþynnu á ytri hlið millilagsins, látið eyðast við brúnirnar og límið með þunnu límlagi. Leggið síðan útsaumaða stykkið yfir framhliðina, látið merkiþræðinguna nema við brúnir og límið saumfarið inn á rönguna, eða heftið langsum og þversum með löngum tvinnasporum á röngu og strekk- ið dálítið um leið. Brjótið inn af fóðrinu, hafið það 2 mm. minna en ytra stykkið og þræðið vandlega svo hornin verði ávöl. Staðsetjið fóðrið, nælið og leggið fínlega niður við í höndum með samlitum tvinna. Vinnið botninn á sama hátt og hliðarnar, en hafið fóðrið 4 mm. fyrir innan brúnirnar. Leggið nú helmingana saman, byrjið um 6 sm. frá efstu brún, og saumið með varpspori, eða jaðrið brúnirnar saman þéttum sporum. Staðsetjið botninn og gangið frá á sama hátt. Ganga má frá brúnum gleraugnahúsanna á ýmsa vegu. Snúa, flétta eða hekla snúru úr skreytilit eða ríkjandi garnlit mynztursins, eða hafa hana samlita efni eða fóðri. Einnig má ganga frá með þræðispori, sem látið er liggja að mestu á réttu, svo það hylji tvinnasporin. Mjög heppilegt er einnig að velja eina saumgerð sem saumað var með og taka í brúnir beggja helminganna til styrktar um leið og saumað er. H.Á.

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.