Hugur og hönd - 01.06.1973, Side 35
6. Þá er prjónuð önnur umferð rjett. Þá er tekið úr á
oddinum á hælprjónunum, þangað til að jafnt er orðið
á þeim og ristarprjónunum. (Tekið saman í fyrra skiftið,
en steypt yfir í seinna skiftið). 2 umferðir prjónaðar
á milli.
7. Þá er prjónaður framleisturinn, og er hann jafn-
margar umferðir, frá tungunni, og lykkjurnar, sem upp
eru fitjaðar á 3 prjónum, að frádregnum 2 umferðum.
8. Totan. Þá er tekið úr á hliðunum í annari hvorri
umferð, og höfð ein lykkja fyrir utan hvoru megin. Steypt
yfir í fyrra skiftið, en tekið saman í seinna skiftið. -—
Prjónað yfir síðast. Dregið upp úr, þegar tvær lykkjur
eru á prjón.
9. Háleistana skal pressa vel með blautu stykki, láta
þá taka sig vel og klippa síðan allar illhærur alt í kring.
10. Festa leistana sarnan með bandenda með lítilli
slaufu í tá og að ofan (innri borðin), þegar framleitt
er til sölu.
11. Merkja leistana annaðhvort með merkimiðum, ef
til eru, eða með ræmu úr stífu brjefi, og stinga hana þá
með samfestingu að ofan, svo það detti ekki af. A rjett-
unni er nr. háleistanna, en á bakinu nr. konunnar, sem
prjónar.
12. Fara hreinlega með prjónlesið, þareð ekkert er
þvegið.
13. Prjóna aldrei hnúta með, en sauma á misvíxl endana.
14. Búnta saman 12 og 12 pör, binda saman á tveim
stöðum.
15. Lengd á framleist:
nr. 7 og 8: 18 og 20 sm.
nr. 9 og 10: 22 og 24 sm.
nr. 11 og 12: 26 og 28 sm.
16. Leistarnir þurfa að hafa vissa þyngd til þess að
vera góð verzlunarvara.
Af nr. 7 og 8 má fá 8 pör úr kg.
•— -— 9 og 10 má fá 6 pör úr kg.
-----11 og 12 má fá 4 pör úr kg.
Ef leistarnir ná ekki þessari þyngd, eru þeir ónýtir
og ónothæf verzlunarvara.
17. Prjónar úr bambusreir eru hentugastir á leistana,
þeir eru ljettir, ekki brothættir, góðir fyrir hendurnar.
Laghentur maður tálgar þá með vasahníf sínum.
Vargakjaftar
Nú á tímum dralons, nylons og
annarra gerfiefna eru viðgerðir á
sokkum svo til úr sögunni. En sokka-
plögg verða alla jafna fyrir mestu
sliti við notkun og þvotta. Þó reyndi
enn meir á slitþol meðan notaðir
voru heimaunnir sokkar og skór. Yar
þá gripið til ýmissa ráða svo sokk-
arnir mættu duga sem lengst, því
hirðing þeiri'a og viðgerð var tíma-
frek og seinleg.
Algengt var að prjóna nýja tá og
hæl á gamla sokka, eða alveg nýjan
framleist. Ein aðferð er e.t.v. ekki
eins þekkt, en það eru svokallaðir
„vargakjaftar“ sem hér birtist mynd
af.
Fitjaðar eru upp jafnmargar lykkj-
ur og eru á sokkbolnum, og prjónað
slétt sem svarar til hæðar á hæl. Þá
er prjónaður í mislitur aukaþráður.
Prjónið áfram framleistinn að tá-
úrtöku, þar er prjónaður aukaþráður
í helming lykkja. Nú er fyrri tátotan
prjónuð. Þá er aukaþráðurinn við
tána tekinn úr og lykkjurnar teknar
upp á 4 prjóna og önnur tá prjónuð
eins og sú fyrri.
Næst er að pi'jóna hæltoturnar.
Aukaþráður er dreginn úr helming af
lykkjunum, þær teknar upp á 4
prjóna og fyrri hællinn prjónaður. Þá
er aukaþráðurinn tekinn alveg burt,
lykkjurnar teknar upp og seinni hæl-
totan prjónuð eins og sú fyrri.
Þegar sóla átti sokka með þessum
„vargakjöftum“ var klippt upp úr
hliðunum lykkjað sundur milli tánna
og fékkst þá nýr hæll, sóli og tá á
eitt par af sokkum. V.P.
HUGUR OG HÖND
35