Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Síða 9

Hugur og hönd - 01.06.1986, Síða 9
arfagran blómavasa á miðju borði í stofunni á heimili þeirra hjóna. „Þetta er kertastjaki, upphaflega smíðaður fyrir kirkju“ Sumir gripir Jens eru nýtir á fleiri en einn veg eins og þessi. Jens er að sjálfsögðu fyrirrennari þeirra þremenninga á verkstæðinu í gerð skúlptúra. í fyrstunni smárra en síðan stækkandi. Nú síðari árin eru iðulega pöntuð hjá þeim slík mynd- verk, t.d. til gjafa við sérstök tækifæri og vann Jens við smíði Menningar- verðlauna DV árið 1984. Þessir gripir eru veittir 7 einstaklingum sem þykja skara fram úr hver á sínu listasviði. Jón Snorri Sigurðsson er fæddur árið 1950. Hann nam hjá Jens og hefur starfað með honum í rétta tvo áratugi. Tvisvar sinnum hefur hann verið á námskeiðum í Gull- smiðaháskólanum í Kaupmannahöfn. Árið 1982 hlaut hann viðurkenningar fyrir tvo gripi sem hann sendi í sam- keppni Sparisjóðs Reykjavikur og ná- grennis um iðnhönnun. Á síðastliðnu ári hlaut hann styrk úr Islensk- ameríska listiðnaðarsjóðnum til þátt- töku í sumarnámskeiðum listiðnaðar- skólans í Haystack í Maine, Banda- ríkjunum. Þar lagði hann stund á gerð málmskúlptúra, enda áhugi mikill á að vinna á því sviði. Því var honum mikil hvatning að fá það verkefni að gera menningarverðlaunagripina sjö fyrir DV á þessu ári (1986). Þeir mynd- uðu allir lífræn form, hamraðir úr eiri og með mismunandi áferð og litblæ, sumir bryddaðir silfri eða með inn- lögðum steini. Jón Snorri segir vinnuna við fagið vera besta skólann, svo og þátttöku í sýningum. Enda hefur hann tekið þátt í allmörgum sýningum á undanförn- um árum hér á landi og erlendis. Á Kirkjulistarsýn 'mgu á Kjarvalsstöðum vorið 1983 átti hann meðal annars stóran kross úr kopar og gleri og sér- stæðan skírnarfont, sem vakti athygli. „Maður þroskast á því að takast á við verkefninþ eru orð hans sjálfs. „Skúlptúrinn höfðar meira og meira til mínþ heldur hann áfram, „og það 4. Hálsmen úr gulli eftir Jens. 5. Silfurvasi/skúlptúr eftir Jens. 6. Myndverk úr stáli og mislitu gleri eftir Jens. 7. Myndverk úr kopar eftir Jón Snorra. 7. frá 1969 þar sem segir frá því að Jens hafi teiknað og smíðað „tunglskeið- ar“ í tilefni af ferð fyrstu manna til tunglsins. Skeiðarnar sendi hann bandarísku geimförunum Armstrong, Aldrin og Collins til minningar um tunglferð þeirra. Hann setti svo þessar skeiðar á markað ásamt bókahnífum með sams konar skreytingu: Mynd af tunglflaug á skaftinu, en efst mynd af tveimur mönnum á tunglinu. Ártal og dagsetningar letrað á gripina ásamt orðunum: Fyrsta tunglgangan. Jens lýsir tilfinningum sínum, þegar hann gat i fyrsta sinn leyft sér að nota silfur án þess að þurfa að fara mjög sparlega með efnið: „Ég átti heila plötu af-silfri og hélt á henni og hugs- aði með mér að nú gæti ég loksins leyft mér að gera stóran hlut. Það var stórkostlegt“ Hann bendir á forkunn- höfn árið 1947 og lauk tveggja ára námi í Gullsmiðaháskólanum árið 1959. Sérstaka viðurkenningu hlaut hann frá Alþjóðasambandi listiðnað- ar FIA. Verðlaun FIA undir nafninu I MORI DI VENEZIA voru í fyrsta skipti afhent i Feneyjum í desember 1981 sjö listiðnaðarmönnum úr ýms- um greinum víðs vegar að úr heimin- um og var Jens einn þeirra. Hann er heiðursfélagi í Félagi íslenskra gull- smiða frá 1984. Jens hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar aðrar fyrir hin listrænu og frumlegu verk sín og viðtökur og umfjallanir almennt hafa verið mjög góðar. Jens hefur iðulega hugkvæmst eitt- hvað sem engum öðrum hefur dottið i hug. í nýlegu tölublaði Gullsmiða- félagsins, riti Félags íslenskra gull- smiða, er rifjuð upp grein úr dagblaði HUGUR OG HÖND 9

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.