Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Side 14

Hugur og hönd - 01.06.1986, Side 14
ÍSLENSKA SAUÐFÉÐ OG SÉRKENNI ÞESS Uppruni íslenska sauðfjárins r slenska sauðféð er um margt sér- stætt. Það hefur lítið verið bland- að öðrum fjárkynjum allt frá landnámi og er því frumstætt. Vitneskju um uppruna íslenska fjárins má fá úr fornleifum, fornum skráðum heimildum, og með þvi að bera íslenska féð saman við fjárkyn nágrannalandanna. Fornminjar um sauðfé hafa lítið verið rannsakaðar hér á landi ennþá. Þó rannsakaði danskur sérfræðingur, Magnus Degerböl að nafni, bein úr sauðfé, sem fundust við uppgröftinn að Stöng í Þjórsárdal árið 1939. Talið er, að sú byggð, sem var til forna í Þjórsárdal, hafi farið í eyði í miklu öskugosi frá Heklu árið 1104. Magnus Degerböl gaf jafnframt yfirlit um hús- dýrabein frá Hofsstöðum við Mývatn. Degerböl dró þá ályktun af rann- sókn sinni, að íslenska féð til forna hefði verið til muna sterkbyggðara en miðaldafé frá Boringholm í Dan- mörku, sem hann hafði bein úr til samanburðar. Á Hofsstöðum fannst ein hauskúpa af kollóttri kind, en allar aðrar haus- kúpur, sem fundust þar, voru af hyrndum kindum. I Lundi í Svíþjóð fundust tvær hauskúpur af ferhyrndu fé við uppgröft á mannvistarlögum frá tímabilinu 1020—1400. Aðrar haus- kúpur voru allar af hyrndum kindum af báðum kynjum. Á Grænlandi hafa einnig komið í ljós hauskúpur af sauðfé í uppgreftri, og þar hafa bæði kynin verið hyrnd. Þessir fornleifafundir benda til þess að til forna hafi verið algengt það hornalag, þar sem bæði kynin eru hyrnd. Einnig hafa þá verið til kollótt- ar ær, og ferhyrnt fé hefur verið til á Norðurlöndum skömmu eftir land- nám og gæti vel hafa komið hingað með landnámsmönnum. í fornsögum okkar er getið um ein- kenni á sauðfé á nokkrum stöðum. Hrúturinn Hösmagi, sem Grettir og lllugi hlífðu við slátrun í Drangey forðum, hefur verið grágolsóttur, þ.e. ljós að ofanverðu, en með gráan kvið. I Gull-Þóris sögu og Víga-Styrs sögu er getið um grátt fé, og í Guð- mundar sögu dýra er Guðmundi líkt við kollótta á. Á íslandi hefur forystufé verið þekkt um langan aldur. í fornum lög- um er getið um forystufé og það talið metfé, sem merkti, að ekki var hægt að reikna forystukind til venjulegs verðs. Metfé var metið til verðs af sex mönnum, þremur frá seljanda og þremur frá kaupanda. Oddur Einarsson segir frá kollótt- um hrútum og ferhyrndu fé í íslands- lýsingu sinni frá því um 1590. Irski munkurinn Dicuil lýsti Fær- eyjum í riti sínu „Liber de Mensura Orbis Terrae“ frá því um 825. Þá höfðu írskir einsetumenn dvalist þar í um það bil 100 ár, en hrakist þaðan undan norskum sjóræningjum. Því séu eyjarnar nú óbyggðar, en á þeim sé óteljandi fjöldi fjár. Samkvæmt þessari heimild hefur sauðfé að öllum líkindum borist til Fær- eyja frá Bretlandseyjum. Það er sér- kennandi fyrir færeyska féð, að þar eru hrútar hyrndir, en ær kollóttar. Þetta hornafyrirbæri er líka í göml- um fjárkynjum á Hjaltlandi og Orkn- eyjum, og eins í Merinófé, en er ekki þekkt í Noregi eða Svíþjóð og ekki heldur á íslandi nú á dögum. Þess vegna virðist íslenskt fé ekki hafa borist hingað frá Bretlandseyjum. Að vísu getur Magnús Stephensen þess árið 1808, að það komi fyrir hér á landi, að kollóttar kindur fæðist undan báðum foreldrum hyrndum. Það gæti bent til þess, að hornalag Færeyjafjárins hafi verið til hér á landi áður fyrr, þó sjaldgæft væri, en Magnús gæti einnig hafa fengið þessa reynslu við blöndun sína á Merinófé við íslenska féð. Einnig kemur fyrir, að stórhnýflótt- ir eða sívalhyrndir hrútar verða svo stórhyrndir, að menn telja þá hyrnda, en þeir bera í sér erfðavísi fyrir koll- óttu og geta gefið af sér kollótt af- kvæmi með hyrndum ám. Magnús Stephensen gæti hafa átt við slíka hrúta í riti sínu. Vaðmál voru löglegur gjaldmiðill til forna og mikilvæg verslunarvara. Nöfn á vaðmálum benda til þess, að svart, mórautt og e.t.v. grátt fé hafi ver- ið algengt til forna og jafnvel algeng- ara en nú er. Útflutningsskýrslur um 14 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.