Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 30

Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 30
PRJONAÐUR HOKULL í ÞORLÁKSKIRKJU Sjávarmegin og sunnan við Þor- lákshöfn í Ölfushreppi stendur nýreist guðshús, veglegt en lát- laust, Þorlákskirkja. Þegar hún var vígð í júlí 1985, sex árum eftir að fyrsta skóflustungan var tekin, stóð hún nær fullgerð svo til skuldlaus. Byggingar- saga þessarar kirkju er að mörgu leyti sérstæð. Þorlákshafnarbúar sem eru nú um 1100 (voru 14 1951) hafa með samhug og samstilltu átaki staðið að þessari byggingu, lyft þar grettistaki sem er til fyrirmyndar. Ótaldir ein- staklingar og félög lögðu fram vinnu í margvíslegri mynd, gáfu efni, léðu verkfæri og söfnuðu fé til byggingar- innar, þar til markinu var náð. Þor- lákshafnarbúum er annt um kirkju sína, gefa henni enn góða gripi, en gæta þess þó vandlega að fullt sam- ræmi sé með kirkjumunum, annarri innréttingu og stil hússins. Einn af einlægustu velunnurum Þorlákskirkju er Gunnar Markússon, fyrrverandi skólastjóri á staðnum. Hann sat í byggingarnefnd frá upp- hafi og hefur verið formaður sóknar- nefndar frá 1983. Gunnar er ekki sá sem situr með hendur í skauti í fritím- um sinum. Hann prjónar, hefur gert talsvert að því á seinni árum að prjóna útprjónaða kjóla úr íslensku eingirni og nýtur við það aðstoðar konu sinn- ar, Sigurlaugar A. Stefánsdóttur handavinnukennara. Fyrir nokkrum árum sáu þau hjón myndir í Hug og hönd af handofnum höklum frá Guðrúnu Vigfúsdóttur á ísafirði. Þá datt þeim í hug að eins mætti prjóna hökla og létu ekki þar við sitja. Prjónaður var hökull og stóla fyrir Þorlákskirkju. Þau völdu græna litinn, þann lit sem oftast er notaður við almennar sunnudags- messugjörðir. Efnið er grænt og gult Gefjunarkambgarn ásamt gullþræði sem lagður er með gula garninu. Gunnar prjónaði en Sigurlaug saum- aði. Miðstykkið er prjónað, fyrst með sléttu prjóni, en röndótt hliðarstykkin með garðaprjóni, lykkjur teknar upp við jaðra miðstykkis. Á hökulinn 30 '/MÉ Myndir af höklinum eru teknar í Lang- holtskirkju. Ljósmyndir: Kristján Pétur Guðnason. völdu þau að setja hið kirkjulega tákn akkeri og fiska, töldu það við hæfi á þessum stað, því að eins og Gunnar sagði: „Líf okkar byggist á fiski — við lifum á fiski“. Jes Einar Þorsteinsson arkitekt dró upp táknið að ósk þeirra hjóna. Sigurlaug saumaði það með prjónasaum í miðstykki hökulsins, að aftan og framan. Á stóluna eru saum- aðir fjórir fiskar. Snið og stærð hök- ulsins var miðuð við svuntuhökul í Kotstrandarkirkju. Sigurlaug sneið, fóðraði og annaðist annan frágang á hökli og stólu. Allt er handbragð þeirra hjóna með miklum ágætum, unnið af alúð sem ber vott um hug þeirra til kirkju sinnar. Þorlákskirkja er teiknuð af Jörundi Pálssyni arkitekt, bæði sjálft húsið og allar innréttingar. Altari, predikunar- stóll og skírnarfontur eru unnin úr ís- lenskum steini, grágrýti og gabbrói, einnig eftir teikningum Jörundar. Á gólfinu eru grásteinsflísar. Allur steinn er unninn í Steinsmiðju S. Helgasonar í Kópavogi. Tvöföld kirkjuhurðin er með sex myndum, út- skornum eftir teikningum arkitekts- ins. Það verk vann Erlendur Magnús- son í Hveragerði. Ullaráklæði frá Gefjun er á bekkjum. Altaristaflan er allsérstæð, líklega sú eina sinnar tegundar í landinu, svo- kölluð múrrista. Mótífið minnir enn á líf fiskimannsins og heitir „Herra bjarga þú mér“. Altaristaflan er eftir Gunnstein Gíslason myndlistarmann og má geta þess í lokin að eitt hinna ötulu félaga staðarins, Kvenfélag Þor- lákshafnar, gaf kirkjunni andvirði hennar. Sigríður Halldórsdóttir HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.