Fréttablaðið - 11.03.2020, Side 2
Ég leyfi mér að trúa
því, þótt skilaboðin
hafi verið mjög óskýr miðað
við tilefnið, að stjórnvöld
bregðist við með öðrum
hætti en var gert hér í
niðursveiflunni eftir hrun.
Ragnar Þór Ingófsson, formaður VR
Veður
Norðaustan 13-23 m/s, hvassast
NV-til. Talsverð snjókoma N- og
A-lands fram á kvöld en áfram
þurrt að mestu SV-vert. Dregur
úr vindi og ofankomu annað
kvöld og kólnar. SJÁ SÍÐU 16
Styrkja varnirnar
Á dögunum vann vaskur hópur að því að styrkja móttökuvarnir þar sem Magni, hinn nýi dráttarbátur Faxaf lóahafna, leggur að bryggju í Reykja-
víkurhöfn. Magni var smíðaður í Hi Phong í Víetnam og var siglt heim nýlega, en þaðan er ríf lega tíu þúsund sjómílna sigling. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Finndu okkur á
Fermingarskraut í úrvali!
■ Myndaveggir
■ Nammibarir
■ Kortakassar
■ Servíettur
■ Borðrenningar
■ Blöðrur (fyrir loft/helíum)
■ Blöðrubogar/lengjur/hringir
(fyrir loft)
■ Súkkulaðiegg í þemalitum
veislunnar
■ Kerti
■ Og margt fleira
■ Veggborðar þar sem hægt er að raða bókstöfum saman
í hvaða orð sem er, t.d. nafn fermingarbarns,
„Ferming“, „Myndaveggur”, „Kort”, „Nammibar”
Vöruúrvalið er að finna á facebook síðu Partýbúðarinnar
KJARAMÁL Efling samdi við Reykja
víkurborg í fyrrinótt og lauk þar
með rúmlega þriggja vikna verk
falli sem náði til um 1.850 borgar
starfsmanna. Í samningnum felst
hækkun á lágmarkslaunum sem er
umfram hækkanir í svokölluðum
Lífskjarasamningi sem gerður var
í fyrra.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir of snemmt að segja til um
hvort samningur Eflingar hafi áhrif
á Lífskjarasamninginn sem VR á
aðild að.
„En nú er enn mikilvægara að við
náum að vinna að öðrum mark
miðum samningsins með stjórn
völdum,“ segir Ragnar. Hann nefnir
þar hlutdeildarlán, bann við 40 ára
verðtryggðum jafngreiðslulánum
og leiguvernd. Á þessu verði Alþingi
að taka á vorþinginu ef samningar
eigi almennt að halda í haust.
Hlutdeildarlánin snúast að sögn
Ragnars um það að ungt fólk og þeir
sem komu illa út úr hruninu og hafa
ekki fengið fyrirgreiðslu fái greiða
leið inn á húsnæðismarkaðinn.
Samtök atvinnulífsins leggi sömu
leiðis áherslu á þetta.
„Þessi úrræði munu veita mjög
mikilvæga innspýtingu í bygg
ingariðnaðinn. Sá eftirspurnar
hópur sem mun myndast mun ein
göngu beinast að nýju eða nýlegu
húsnæði þannig að það eru nánast
engar líkur á það hafi neikvæð áhrif
á fasteignaverð,“ segir formaður VR.
Þetta verði hvati fyrir verktaka að
byggja hagkvæmt húsnæði og ekki
dýrt húsnæði sem sé ekki að seljast
í dag í miðbæ Reykjavíkur.
Aðspurður kveður Ragnar það
ekki hlutverk VR hafa áhyggjur
af þeim fjölda nýrra íbúða sem nú
standa óseldar. „Ég get ekki leyst
vanda fjárfesta sem veðjuðu á rán
dýrar lúxusíbúðir. Ég vænti þess að
verðið á því húsnæði muni þrýstast
eitthvað niður – sem ég held að sé
bara nauðsynlegt,“ segir formaður
inn. Ekki sé eftirspurn eftir slíku
húsnæði í dag.
„Það er búið að liggja fyrir í mörg
ár að braskarar eru ekki að byggja
það sem markaðurinn er að kalla
eftir. Við erum ekki að skera mark
aðinn úr snörunni með þessum
nýju úrræðum heldur erum við að
kalla eftir að búa til eftirspurnar
hlið þannig að byggingaiðnaðurinn
þurfi ekki að pakka saman eins og
hann gerði 2009 og iðnaðarmanna
stéttin nánast f lutti úr landi eins og
hún lagði sig,“ segir Ragnar.
Aðspurður um útspil ríkisstjórn
arinnar í gær vegna áhrifa kóróna
veirunnar á efnahagslífið segir
Ragnar þau hafa verið mjög óljós.
„En ég leyfi mér að trúa því, þótt
skilaboðin hafi verið mjög óskýr
miðað við tilefnið, að stjórnvöld
bregðist við með öðrum hætti en
var gert hér í niðursveiflunni eftir
hrun,“ segir formaður VR.
gar@frettabladid.is
Eflingarsamingur fellir
vart Lífskjarasamning
Formaður VR segir óljóst hvort nýr samningur Eflingar og Reykjavíkurborgar
hafi áhrif á Lífskjarasamninginn. Mikilvægast sé að Alþingi gangi frá efndum
um húsnæðislán og fleiri úrræði svo Lífskjarasamningurinn falli ekki í haust.
„Braskarar eru ekki að byggja það sem markaðurinn er að kalla eftir,“ segir
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
REYK JANES Síðustu sólarhringa
hefur dregið verulega úr skjálfta
virkni við fjallið Þorbjörn við
Grindavík. „Það mælist enn talsvert
af minni skjálftum en samanborið
við fyrri vikur hefur dregið úr virkn
inni. Að sama skapi hefur ekki mælst
frekara landris undanfarna daga,“
segir Einar Gestsson, náttúruvár
sérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Á vef Veðurstofunnar kemur
fram að líklegasta skýringin sé sú
að kvikuinnflæði á svæðið sé lokið
í bili. Óvissustig er þó enn í gildi
á svæðinu en fundað verður um
stöðu mála næstkomandi fimmtu
dag. – bþ
Kvikuinnflæði
er lokið í bili
Fjallið Þorbjörn við Grindavík.
KJARAMÁL Ef ling og Reykjavíkur
borg skrifuðu undir kjarasamning
í gær eftir mánaðar verkfall. Sólveig
Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar,
segir niðurstöðuna sigur og viður
kenningu á að leiðréttingar var þörf
fyrir verst setta hópinn. Leiðréttingin
er gerð með töflubreytingum og sér
stöku álagi.
„Allir sáu að viðræðurnar gengu illa
en það var þetta langa verkfall sem
skilaði árangri,“ segir Sólveig.
Aðspurð um hvort verkfallið
væri farið að reyna á fólk segir hún
svo vissulega vera. „En það sem
gerði þetta á endanum svo ótrúlega
skemmtilegt, gefandi og merkilegt var
að samninganefndin var samstíga, og
að sjá baráttuanda trúnaðarmanna
sem við hittum á hverjum morgni og
andinn á baráttufundum. Meira að
segja eftir að þetta dróst á langinn og
þrýstingur um að semja jókst.“
Samkvæmt samningunum hækka
byrjunarlaun um 112 þúsund krónur
á samningstímanum og sérgreiðslan
15 þúsund í lægstu f lokkunum. Þá
náðist stytting vinnuvikunnar og
fleiri kjarabætur fram.
Sólveig telur að aðrir nýundirrit
aðir samningar og tilmæli sóttvarna
teymis hafi haft áhrif, sér í lagi samn
ingur Eflingar við ríkið. Sumir hafa
gert athugasemd við að Eflingarfólk
noti orðið sigur í kjaradeilunni. „Það
er fáránlegt að kalla niðurstöðuna
eitthvað annað en sigur fyrir okkur.
Lengst af var okkur aðeins boðin 90
þúsund króna hækkun, sem við hefð
um borgað sjálf með yfirvinnunni, og
aðeins væga styttingu vinnuviku,“
segir hún. – khg
Segir verkfallið
hafa skilað sínu
Það er fáránlegt að
kalla niðurstöðuna
eitthvað annað
en sigur fyrir
okkur.
Sólveig Anna
Jónsdóttir, for-
maður Eflingar
1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð