Fréttablaðið - 11.03.2020, Qupperneq 9
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is,
Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hvorki er
unnið að
uppbygg-
ingu trausts
hjá ríkis-
stjórn eða
Alþingi.
Landsréttur
er í tilvistar-
kreppu og
Hæstiréttur
í sóttkví.
Um þriðjung-
ur þeirra sem
greiða af
náms lánum
skuldar
meira meira
en sex millj-
ónir króna og
um fimmt-
ungur meira
en átta
milljónir.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur
@frettabladid.is
Þórunn
Sveinbjarnard.
formaður BHM
Segja má að fólk sem leggur fyrir sig langskólanám fórni dýrmætum árum á vinnumarkaði samanbor-ið við þau sem byrja fyrr að vinna. Háskólanemar
hafa almennt ekki tekjur né ávinna sér lífeyrisréttindi
meðan á námi stendur og þurfa flestir að taka námslán
til að fjármagna framfærslu sína. Eftir að námi lýkur
þarf fólk svo að greiða um fjögur prósent af launum
sínum í afborganir af lánunum. Þetta getur verið þung
byrði á sama tíma og fólk er að fóta sig á vinnumarkaði,
stofna fjölskyldu og koma sér þaki yfir höfuðið.
BHM hefur lengi barist fyrir því að dregið verði úr
endurgreiðslubyrði námslána og að eftirstöðvar slíkra
lána falli niður þegar lífeyristökualdri er náð eða
greitt hefur verið af láni í 40 ár. Eins og staðan er nú
eru námslán ótímabundin og fyrnast ekki.
Í viðhorfskönnun sem BHM lét nýlega gera meðal
félagsmanna aðildarfélaga sögðust 40 prósent svarenda
sem skulda námslán finna mikið fyrir greiðslubyrðinni
eða telja hana verulega íþyngjandi fyrir heimilið. Tæp-
lega helmingur sagðist finna nokkuð fyrir henni og um
eitt prósent sagðist ekki ráða við að greiða af náms-
lánum sínum. Einungis 12 prósent sögðust finna lítið
fyrir greiðslubyrðinni. Niðurstöðurnar undirstrika enn
frekar mikilvægi þess að stjórnvöld komi til móts við
greiðendur námslána með ráðstöfunum til að minnka
greiðslubyrði þeirra. Rétt er að minna á tillögur sem
starfshópur á vegum forsætisráðherra skilaði á síðasta
ári. Þær fela m.a. í sér að endurgreiðsluhlutfall námslána,
þ.e. það hlutfall af launum sem lánþegi greiðir í afborg-
anir, verði lækkað og vextirnir sömuleiðis. BHM treystir
að þessum tillögum verði hrint í framkvæmd hið fyrsta.
Í áðurnefndri könnun kom einnig fram að stór hluti
lántakenda skuldar háar fjárhæðir. Um þriðjungur
þeirra sem greiða af námslánum skuldar meira meira
en sex milljónir króna og um fimmtungur meira en átta
milljónir. Þetta þýðir að margir núverandi lántakendur
munu ekki ná að greiða upp námslán sín áður en þeir
ná lífeyristökualdri. Mikilvægt er að reglum verði
breytt þannig að eftirstöðvar falli niður ef lántaki hefur
ekki náð að greiða upp lán sín þegar starfsævi hans eða
hennar lýkur.
Greiðslubyrðin er of þung
Lopapeysum fækkar
Loksins er Handprjónasam-
bandið búið að fá viður-
kennt hvað telst vera íslensk
lopapeysa. Ullin þarf að vera
af íslenskri sauðkind, hand-
prjónuð á Íslandi, úr nýull
og prjónuð í hring án sauma
en má vera opin eða heil. Nú
þegar þetta liggur fyrir er ljóst
að íslenskum lopapeysum
hefur stórfækkað í landinu,
því margar þeirra sem áður
töldust íslenskar eru það ekki
lengur því þær voru prjón-
aðar erlendis, og ekki í hring.
Enn er óljóst hvort peysa
sem prjónuð er af íslenskum
höndum en á erlendri grund
telst íslensk. Úr því þarf að
skera sem fyrst.
Fínafólksveiran
Það er mildi að afstýra tókst
áformum um að kenna Covid-
19 við Wuhan og Ítalíu, hér
á Íslandi allavega, þótt verst
þokkuðu þjóðarleiðtogar
heims keppist enn við að sverja
hana af sjálfum sér. Fólkið
á götunni hefur fyrir löngu
fundið veirunni nafn. Það
kennir hana við fína fólkið sem
hefur ráð á að skreppa á skíði
í Ölpunum í miðju skamm-
deginu. Þótt verkfallsaðgerðum
Sólveigu Önnu hafi verið
kennt um útbreiðslu veirunnar
er staðreyndin sú að hún er
mest á heldrimannaheimilum
landsins.
kristinnhaukur@frettabladid.is
ára
Á morgun er eitt ár síðan Mannréttinda-dómstóll Evrópu kvað upp dóm í Lands-réttarmálinu. Við vitum enn ekki hvaða áhrif niðurstaðan hefur fyrir dóms-kerfið. Við bíðum endanlegrar niður-stöðu frá yfirdeild dómsins.
Áhrif þeirrar biðar eru öllum ljós.
Fjölmargir bíða í óvissu um endanlega úrlausn sinna
mála. Þriðjungur dómara við Landsrétt er með tíma-
bundna skipun og dómstóllinn á mörkum þess að upp-
fylla skilyrði um sjálfstæðan og óháðan dómstól. Að
auki gekk hann svo lengi á skertum mannafla að málin
hafa hrannast upp.
Ríkisstjórnin óskaði eftir endurskoðun yfirdeildar
með vísan til mikilsverðra hagsmuna en þeir hagsmunir
eru óljósir í augum flestra borgara landsins. Það er
langsótt að telja dómarastöður og valdsvið ráðherra til
mannréttinda á pari við réttindi sakaðra manna og enn
lengra sótt að það sé göfugt hlutverk íslenskra stjórn-
valda að styðja dómstólafúsk í Póllandi og Ungverja-
landi. Yfirlýsingar valdhafa hafa litlu bætt við traustið á
þessari vegferð. Ráðherrar í sömu ríkisstjórn hafa ýmist
ítrekað mikilvægi þess að ríkið virði dóma MDE eða lýst
því yfir að Ísland sé ekki bundið af niðurstöðum hans.
Landsmenn verða að umbera niðurstöður kosninga.
Alþingi er misvel skipað og af því leiða misgóðar ríkis-
stjórnir. Lýðræðið er illskást, eins og Churchill sagði.
Til mótvægis við hið pólitíska vald gerir stjórnskip-
unin hins vegar ráð fyrir að borgararnir geti reitt sig á
stöðugt dómsvald sem haggast ekki þótt misvitrir taki
við pólitískum stjórnartaumum; sjálfstæðu dómsvaldi
sem er útvörður réttinda borgaranna og stendur eins
og klettur þótt ríkisstjórnir komi og fari.
En Mannréttindadómstóllinn hefur ekki látið sitja
við skipun Landsréttar, því ofan í þá óvissu eru stjórn-
völd gerð afturreka með uppgjör hrunsins í hverju
málinu á eftir öðru. Og enn fleiri endurupptökubeiðnir
refsidóma hrannast upp sem bætast við halann sem
Landsréttarmálið skapaði.
Og þar sem ríkisstjórnin hættir að rækta óvissu taka
dómstólarnir við. Hæstiréttur hefur þegar vísað endur-
upptöku eins máls frá dómi, þrátt fyrir niðurstöðu
MDE um brot á banni við tvöfaldri refsimeðferð. Frá-
vísunarkröfur í tveimur málum um vanhæfi dómara
bíða meðferðar. Í húfi er raunveruleg þýðing aðildar að
Mannréttindadómstólnum fyrir borgarana.
Undirbúningur nýs millidómsstigs tók áratug. Mark-
miðið var aukin mannréttindavernd og réttlát máls-
meðferð í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu.
En borgarar landsins fá ekki lausn sinna mála í kjölfar
sigurs í Strassborg. Meginreglur um skipun dómsvalds-
ins riða á brauðfótum og samsæriskenningar grassera.
Traust á dómstólum fer minnkandi, og var ekki af
miklu af taka. Af hálfu valdhafa stígur enginn fram til
að slá á óvissuna. Hvorki virðist unnið að uppbyggingu
trausts hjá ríkisstjórn eða sökudólgnum Alþingi, né af
hálfu dómstólanna sjálfra nema síður sé. Landsréttur
er í tilvistarkreppu og Hæstiréttur í sóttkví.
Ár í óvissu
1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN