Fréttablaðið - 11.03.2020, Qupperneq 11
Aðalfundur Símans hf.
verður haldinn fimmtudaginn 12. mars 2020
kl. 16:00 að Nauthól við Nauthólsvík
Ítarlegri upplýsingar um efni fundarins, þar á meðal skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir fundinn,
eru aðgengilegar á vefsíðu félagsins siminn.is/umsimann/fundir
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi
félagsins á liðnu starfsári.
2. Staðfesting ársreiknings samstæðu
og móðurfélags og tekin ákvörðun
um hvernig fara skuli með hagnað
eða tap félagsins á reikningsárinu.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs.
4. Tillögur til breytinga á samþykktum
félagsins í tengslum við skipun
nefndarmanna í tilnefningarnefnd
og breyting á starfsreglum
tilnefningarnefndar.
5. Kosning einstaklinga
í tilnefningarnefnd.
6. Kosning stjórnar félagsins.
7. Kosning löggilts endurskoðanda
eða endurskoðunarstofu.
8. Ákvörðun um þóknun til stjórnar-
manna félagsins fyrir störf þeirra
sem og þóknun nefndarmanna í
undirnefndum og í tilnefningarnefnd.
9. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu
félagsins.
10. Tillaga um lækkun á hlutafé og
breytingu á samþykktum félagsins.
11. Tillaga um að heimila félaginu
kaup á eigin hlutabréfum skv.
55. gr. hlutafélagalaga.
12. Önnur mál.
Tillaga um breytingar á samþykktum
félagsins varða greinar 10.12, 11.2 og 11.4,
en allar breytingarnar lúta að því að gera
breytingar á skipan tilnefningarnefndar
þannig að allir þrír nefndarmenn verði
kjörnir á hluthafafundi. Þá er lögð til sú
breyting að stjórn tilnefni aðila í nefndina
þegar boðað er til aðalfundar og að
hluthafar geti komið með tilnefningar
eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Enn fremur er lögð til breyting á grein
4.1 vegna lækkunar á hlutafé félagsins.
Þá er lögð til breyting á viðauka við
samþykktir sem tengjast heimild til
kaupa á eigin hlutum félagsins.
Stjórn Símans hf.
Dagskrá
1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FÓTBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið kvaddi æf ingabúðirnar á
Spáni með 1-0 sigri á Úkraínu í gær.
Ísland vann því tvo leiki af þremur á
æfingamótinu sem var hluti af und-
irbúningi liðsins fyrir næstu leiki í
undankeppni EM. Eina mark leiks-
ins kom eftir snarpa sókn þar sem
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir stýrði
fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur
í netið. Líkt og í fyrri leikjum móts-
ins fjaraði undan sóknarleiknum
þegar líða tók á leikinn.
Þetta var tíunda mark Gunnhild-
ar fyrir landsliðið og hennar fyrsta
í tæp tvö ár. Með því varð Gunn-
hildur þrettánda konan sem nær að
skora tíu mörk fyrir A-landsliðið og
deilir 12.-13. sæti á markalistanum
með Katrínu Ómarsdóttur.
„Spilamennska liðsins á mótinu
var kaf laskipt. Það jákvæða er
að við vinnum tvo leiki, höldum
hreinu í þeim báðum, þar fengu
leikmenn fyrstu leiki sína og aðrar
fengu mikilvægar mínútur eftir of
langt hlé frá landsleikjum,“ sagði
Jón Þór Hauksson, þjálfari kvenna-
landsliðsins, um spilamennsku
liðsins á mótinu.
Aðspurður sagði þjálfarinn til-
finninguna blendna eftir mótið og
tók undir að það væri margt sem
betur mætti fara.
„Að sama skapi er það rétt að
við vorum ekki að skora nægilega
mikið og ekki að skapa nógu mörg
færi. Spilamennska liðsins í gær var
sú besta á mótinu en eins og í fyrri
leikjunum vantaði oft lykilsending-
una til að komast í færi. Það skrifast
kannski á skort á leikformi, bæði
eru lykilleikmenn búnir að vera að
glíma við meiðsli og margar á undir-
búningstímabili. Á þessum árstíma
vantar oft aðeins upp á leikformið
hjá okkur og það dró verulega af
okkur undir lok leikjanna.“
Á sama tíma var stúlknalandslið
ið í U19 að gera gott mót og vann
Ítalíu, Þýskaland og Sviss á æfinga-
móti á Spáni. Jón Þór tók undir að
það væri gleðiefni að sjá þessi úrslit.
„Við náðum að sjá tvo leiki hjá
þeim ásamt því að hitta hópinn og
funda með þeim. Það er ljóst að við
eigum gríðarlega efnilega leikmenn
sem eru að vaxa, dafna og þroskast
sem leikmenn í þessum U-19 verk-
efnum. Framtíðin ætti að vera mjög
björt hjá okkur.“ – kpt
Margt sem má betur fara
Jón Þór ásamt Hlín og fyrirliðanum Söru Björk. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Við vorum ekki að
skora nægilega
mikið og ekki að skapa nógu
mörg færi.
Jón Þór Hauksson
FÓTBOLTI „Rúmenar ætla að fjöl-
menna þó einhverjir séu búnir að
af bóka sig. Eins og staðan er mun
þó nokkur fjöldi koma því það er
svakalega mikill áhugi fyrir leikn-
um í landinu. Ég hef fundið fyrir
því,“ segir Jafet Ólafsson, ræðis-
maður Rúmeníu hér á landi.
Jafet er eðlilega í miklu sam-
skiptum við þá Rúmena sem áætla
komu sína til landsins vegna lands-
leiks Íslands og Rúmeníu sem settur
er á þann 26. mars, verði ekki komið
á samkomubann og hann leikinn
fyrir luktum dyrum. Jafet segir að
áhuginn á leiknum sé mikill í Rúm-
eníu. „Ísland er mjög þekkt í Rúm-
eníu vegna þess hvað við erum góð
í handbolta. Rúmenar urðu þrisvar
heimsmeistarar í handbolta og áttu
mjög sterkt landslið. Það fylgdust
allir Rúmenar með EM 2016 þegar
við unnum Englendinga og héldu
með okkur,“ segir hann léttur.
Frekar fá tilfelli af COVID-19 hafa
fundist í Rúmeníu en engu að síður
hafa yfirvöld ákveðið að loka öllum
skólum til 22. mars og fótboltaleikir
verða spilaðir fyrir luktum dyrum.
Jafet segir að staðan breytist ört
og þeir sem hann hefur verið í sam-
skiptum við ætla að taka stöðuna
þegar nær dregur leik. „Það eru
engin takmörk á komu rúmenskra
stuðningsmanna til landsins eins og
er. Ég hef fengið mörg símtöl, meðal
annars frá fólki sem var að spyrjast
fyrir um hvernig staðan væri hér á
landi varðandi þessa veiru.“
Jafet, sem þekkir vel til íþrótta
eftir veru sína í hinum ýmsu stjórn-
um, en hann gegnir nú forseta-
embætti Bridgesambands Íslands
og bauð sig fram til formanns KSÍ
árið 2007, segir að Ísland ætti vinna
þennan leik. „Rúmenar eru að
endurreisa landsliðið og eiga sína
vonarstjörnu í Hagi. Þeim hefur
gengið vel með yngri landsliðin sín
en Ísland er með sterkara lið og á
góðum degi eigum við að vinna þá.“
Á blaðamannafundi almanna-
varnadeildar Ríkislögreglustjóra
var Víðir Reynisson spurður út í
leikinn og hvort hann yrði leik-
inn fyrir luktum dyrum. „Það er
ómögulegt að segja. Rúmenía er
ekki skilgreint áhættusvæði og eins
og staðan er þá getur fólk frá Rúm-
eníu ferðast til Íslands.“
Víðir benti þó á að ef samkomu-
bann yrði sett á hér á landi félli
leikurinn svo sannarlega undir þá
skilgreiningu enda löngu uppselt
og um 10 þúsund manns munu þá
streyma í Laugardalinn.
Á samráðsfundi á mánudag, sem
Víðir og Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir héldu með fulltrúum
Íþrótta- og Ólympíusambands
Íslands og fulltrúum sérsambanda
innan ÍSÍ, kom fram að áhorfendum
væri áfram óhætt að mæta á íþrótta-
leiki hér á landi.
benediktboas@frettabladid.is
Stuðningsmenn Rúmena hætta við
Jafet Ólafsson, ræðismaður Rúmeníu hér á landi, segir að nokkrir stuðningsmenn landsliðsins hafi afbókað ferð sína til Íslands
vegna COVID-19. Rúmenía er ekki skilgreint hættusvæði og allir Rúmenar velkomnir, segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Fjölmargar þjóðir hafa bannað áhorfendur á fótboltaleikjum að undanförnu, meðal annars Rúmenar. Hér á landi er
þó ekkert slíkt við lýði og vonandi fá 10 þúsund manns að syngja í Laugardalnum 26. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM