Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.03.2020, Blaðsíða 13
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Undanfarna daga hefur orðið sprenging í heimsendingu á matvöru í Nettó og við finnum að fólk hefur fækkað ferðum sínum í búðirnar en fyllir stærri körfurnar í hverri ferð. Það er gríðarleg ásókn í vefverslunina og í gær var okkar stærsti dagur frá upphafi, og sá stærsti þar á undan var í fyrradag,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Hann mældi áður aðsókn í vefverslun og heimsendingar­ þjónustu Nettó í mánuðum en nú mælist hún í vikum og dögum. „Þetta er bæði vegna kóróna­ veirunnar en líka vegna aukinnar tilhneigingar til netverslunar í þjóðfélaginu. Fólki er ráðlagt að forðast mannmergð og taka óþarfa áhættu og beina verslun sinni frekar í gegnum vefverslanir og heimsendingar. Því höfum við sprengt allt utan af okkur á liðnum dögum, okkur vantar enn fleiri bílstjóra í heimsendingarnar og Aha bætti við fjórum nýjum bílum í síðustu viku en þau kaup eru þegar sprungin,“ upplýsir Gunnar Egill. Allt keyrt út á rafbílum Þegar kemur að heimsendingu matvara er Nettó í samstarfi við markaðstorgið Aha. „Lykill að góðum árangri í heimsendingum er skilvirkni. Því ákváðum við strax í upphafi að efna til samstarfs við Aha því við vildum úthýsa þeim þætti starf­ seminnar frá rekstri vefverslunar. Umhverfisvernd er sömuleiðis leiðarljós okkar í heimsendingum og því eru allar sendingar frá Nettó keyrðar út á raf bílum Aha,“ segir Gunnar Egill, en í raf bílaflota Aha eru nú alls tuttugu bílar og tíu hleðslustöðvar. Vefverslun og heimsendingar­ þjónusta Nettó var opnuð haustið 2017 og var strax tekið fagnandi hjá neytendum. Nú þegar er keyrt með vörur heim á öllu höfuð­ borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri og í skoðun eru nýjar leiðir í dreif býlinu, til dæmis í Eyjafirði og á Suðurlandi. „Við finnum fyrir vaxandi eftirspurn eftir heimsendingu hjá íbúum í dreifðari byggðum landsins en líka hjá aðilum í ferðaþjónustu sem vilja nýta sér þjónustu okkar frekar en stærri birgja í nærsamfélaginu,“ upplýsir Gunnar Egill. Sparnaður í alla staði Heimsendingarþjónusta Nettó er einkar hagstæð fyrir viðskipta­ vini. „Ef keyptar eru vörur fyrir 15 þúsund krónur eða meira kostar ekkert að fá vörurnar sendar heim, og aðeins 1.490 krónur ef keypt er fyrir lægri upphæð. Reynslan sýnir að hver viðskiptavinur fer að meðaltali þrisvar í viku í matvöru­ verslun en séu vikuinnkaupin gerð í vefverslun Nettó sparast bæði akstur, tími og fyrirhöfn ásamt því sem innkaupin verða umhverfis­ vænni og heimsendingin frí,“ útskýrir Gunnar Egill. Hann segir skýr merki um að þessi neysluhegðun sé að breytast hjá landsmönnum. „Með því að versla á netinu er hægt að spara sér 20 kílómetra akstur á viku og fá heimsending­ una fría. Sá skilningur er að verða æ útbreiddari, f lestir vilja versla á sem umhverfisvænastan máta og við sjáum fólk nota netið í æ meiri mæli til að gera stórinnkaup en svo stekkur það eina eða tvær ferðir í búðina til að kaupa eitt­ hvað smálegt sem vantar. Í fram­ tíðinni mun því fólk gera stórar pantanir fyrir heimilið einu sinni í viku og verslunarhúsnæði mun dragast saman.“ Aðgerðir vegna kórónaveiru Nettó hefur gert aðgerðaáætlanir vegna Covid­19 þegar kemur að öllu ferli heimsendingarþjónust­ unnar. „Það á við um starfsfólkið sem tínir til pantanirnar og bílstjórana sem sækja pantanir og fara með heim til viðskiptavina. Því eru allar sendingar Nettó orðnar snerti lausar og við afhendum engar vörur beint í hendur við­ skiptavina heldur skiljum þær eftir fyrir utan á umsömdum tíma. Þá erum við með sóttvarna áætlun í búðunum og bílum Aha, þrífum og sótthreinsum alla álagsfleti, körfur og innkaupakerrur á fjögurra tíma fresti og bílarnir eru sótthreinsaðir á milli sendinga. Við tókum ákvörðun um að setja bílstjórana ekki í hættu við að afhenda vörurnar sjálfir og fólk skrifar einfaldlega í athuga­ semdum við innkaupin á netinu: Ég er í sóttkví. Vinsamlegast skiljið vörurnar eftir fyrir utan,“ útskýrir Gunnar Egill. Er jákvæður að eðlisfari „Ég held, þegar upp er staðið, að kórónaveiran muni breyta neysluhegðun landsmanna. Margir eru vanir því að kaupa sér fatnað, skó og raftæki á netinu en matarkaup eru aðeins f lóknari og þarf þrjú til fimm skipti til að verða vanur netkúnni. Á síðustu tveimur vikum hafa þúsundir viðskiptavina gert matarinn­ kaupin í vefverslun Nettó og það eru miklar líkur á að þeir hætti ekki að gera innkaup sín á netinu þegar faraldurinn gengur yfir. Fyrsti þröskuldurinn er kannski erfiður en ekki sá næsti og eftir fimm pantanir verður leikur einn að panta stóra sendingu,“ segir Gunnar Egill. Hægt er líka að sækja vörur sem pantaðar eru í vefverslun Nettó í læsta skápa í verslun Nettó í Mjódd. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGUR ARI Starfsfólk Nettó leggur alúð við að tína til gæða vörur sem viðskiptavinir Nettó hafa pantað á netinu og býr það til heimsendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Það tekur þrjú til fimm skipti að komast upp á lagið með að panta á netinu. Ég held að kóróna­ veiran muni breyta neysluhegðun landsmanna. Á undan­ förnum tveimur vikum hafa þúsundir gert matarinnkaup í vef­ verslun Nettó og miklar líkur á að þeir hætti því ekki þegar faraldurinn gengur yfir. Framhald af forsíðu ➛ Nú sem fyrr þurfi að passa upp á gæði og þjónustuupplifun við­ skiptavina á netinu. „Fólk er óðum að tileinka sér matarinnkaup á netinu og við fáum mörg skemmtileg ummæli í athugasemdum vefverslunar Nettó, eins og: „Hvar hefur þú verið allt mitt líf?“ og „Ég trúi því ekki hvað þetta er auðvelt og hve gæðin eru góð!“.“ Framtíðin er spennandi Slagorð Nettó er: „Lægra verð. Léttari innkaup.“ „Okkar hugmyndafræði er að létta fólki lífið. Verðið er jafn lágt og áður og ef maður hugsar út í sparnaðinn með því að fara bara einu sinni til tvisvar í viku í búðina er maður strax búinn að spara sér hálftíma á viku. Það gerir tvær klukkustundir á mánuði og heilan sólarhring á ári sem annars færi í búðaráp. Á þessu græða allir; umhverfið, neytandinn og fjöl­ skyldan, við eyðum ekki dýrmæt­ um tíma í að sækja okkur aðföng, við gerum auðveld vikuinnkaup á netinu, fáum matinn sendan frían heim og eignumst f leiri gæðastundir í lífinu og með okkar nánustu,“ segir Gunnar Egill. Hann horfir líka til framtíðar „Nú þegar erum við með raf bíla í heimsendingarþjónustu Nettó en hvað svo? Menn tala um sjálf­ virkar sendingar með róbótum og drónum og í fyrrasumar gerðum við tilraunir með heimsendingu með dróna. Margir hlæja þegar talað er um þetta en samt er þetta raunveruleikinn og alls engin Mat­ rix­umræða úr fjarlægri framtíð. Nú þegar eru til róbótar sem fara með heimsendingar og sjálf­ keyrandi Teslur og því ekki að láta þær keyra matinn heim? Verkefni framtíðarinnar eru spennandi og hvernig skyldi hún verða eftir fimm ár? Ég efast um að þá verði 100 bílar frá Domino’s eða Nettó á ferðinni en hver lausnin verður er enn ómögulegt að segja.“ Heimsendingarþjónusta og vef- verslun Nettó er á netto.is. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . M A R S 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.