Hugur og hönd - 2019, Side 7
2019 HUGUR OG HÖND 7
Á safni Viktoríu & Alberts
Íslendingar hafa löngum lagt leið sína til Lundúna,
ekki síst til að reika um fjölfarnar verslunargötur og
kaupa tískuvarning. Á síðustu árum hefur hins vegar
brugðið svo við að nokkrir þeirra hafa sýnt glysi
miðborgarinnar lítinn áhuga en hafa lagt leið sína í
eitt úthverfi borgarinnar, Suður Kensington. Þar er
hið mikla safn sem kennt er við Viktoríu og Albert
(V&A). Sýningarsali er vert að skoða en áhuginn hefur
þó beinst að því að fara í geymslur safnsins og fá að
sjá gamla, íslenska faldbúninginn sem þar er. Heim-
sókn í geymslur V&A safnsins verður að undirbúa og
panta með góðum fyrirvara. Gestir þurfa að mæta á
tilskildum tíma og skrá sig í móttöku. Þeim er síðan
fylgt inn í einn sal geymsluhússins þar sem eru miklir
skápar með veggjum. Búningurinn og allt hans skraut
liggur umvafinn silkipappír í stórum skúffum í einum
skápnum. Safnvörður leggur búningahlutana á borð í
salnum og gestir mega berja búninginn augum, taka
af honum myndir án leifturljósa en ekkert snerta.
Safnvörður einn, hanskaklæddur, snertir góssið.
Myndir sínar má gesturinn ekki birta opinberlega.
Þegar ég stóð klökk yfir faldbúningnum haustið
2013 sagði ég starfsmönnum í salnum það sem ég
vissi um sögu hans. Ég var þá beðin um að endurtaka
hana fyrir bekk af meistaranemum í safnafræðum
sem voru í húsinu. Kennari þeirra hafði á orði að þetta
fólk væri að undirbúa störf í söfnum Bretlands þar
sem væru hlutir víðs vegar að úr heiminum. Mikil-
vægt væri að starfsmenn safna áttuðu sig á að munir
í þeirra vörslu gætu verið einstakir og skipt verulegu
máli fyrir aðrar þjóðir, væru oft mikilvægir hlekkir í
menningarsögu þeirra, þótt breska safnafólkið gerði
sér það ekki ljóst. Líklega hefur kennaranum fundist
það ágæt lexía fyrir nemendur sína að horfa á mig
segja frá íslenska búningnum svo hrærða og hrifna að
tárin runnu niður kinnarnar! Starfsfólk V&A vissi að
búningurinn væri óendanlega merkilegur og mikil-
vægur en þannig hafði það ekki alltaf verið.
Búningurinn fluttur utan,
Elsa finnur hann
Sá sem flutti búninginn og allt sem honum fylgdi
til Englands árið 1809 hét William Jackson Hooker
(1785-1865).1 Ólíkur flestum öðrum sem til landsins
komu til landkönnunar á þessum tíma þá var Hooker
ekki ríkur glaumgosi að leita ævintýra heldur hafði
hann unnið sig upp til virðingar innan breska vísinda-
samfélagsins vegna hæfileika sinna. Forseti Vísinda-
félagsins var sir Joseph Banks. Hann hafði mikinn
áhuga á Íslandi eftir ferð þangað árið 1772 og hvatti
og studdi Hooker til Íslandsferðar. Hooker kom til
Faldbúningurinn fagri og
koffrið sem honum fylgdi
H ö f u n d u r : Sigrún Helgadótt ir - L j ó s m y n d i r : S já myndaskrá