Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 8

Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 8
8 HUGUR OG HÖND 2019 landsins til að skoða og lýsa náttúru landsins en hann sýndi klæðnaði fólks strax líka mikinn áhuga. Sérsvið Hookers var grasafræði en þau fræði krefjast góðrar athyglisgáfu og hæfni til að greina og lýsa hlutum og fyrirbærum svo að ekki þarf að efast um getu Hookers og vandvirkni þótt hann væri aðeins 24 ára gamall. Í kjölfar ferðarinnar um Ísland gaf Hooker út dagbók sína og niðurstöður.2 Þar lýsti hann ekki aðeins landi og þjóð heldur líka íslenskum kvenbúningi sem hann sagði frábrugðinn fatnaði í öðrum löndum og skrifaði að sér væri hægt um vik að lýsa slíkum búningi: „... þar sem ég var svo lánsamur að fá einn fínasta búninginn á eynni óskaddaðan með mér til Englands.“3 Í bókinni lýsti Hooker í löngu máli einstökum búningahlutum; faldi, upphluti, millipilsi, svuntu, treyju, kraga, klútum og hempu og ýmiss konar og miklu skarti, svo sem millum, belti, hnöppum og stórum hempuskjöldum með fangamarkinu SMD. Hooker nefndi að til að klæðnaðurinn yrði brúðarklæði þá þyrfti að bæta við hann tveim hlutum, koffri utan um höfuðbúnaðinn og herðafesti og báðum þessum hlutum lýsti hann. Hann sagði reyndar að svo erfitt væri að lýsa höfuð- fatinu, faldinum, að hann léti teikningu fylgja með lýsingunni. Á teikningu Hookers er greinilega fíngert koffur. Elsa E. Guðjónsson (1924-2010) sagði oft frá því þegar hún fann þennan gamla faldbúning á V&A safninu er hún var að kanna íslenska gripi þar árið 1963.4 Í gamalli aðfangaskrá á safninu rakst hún á lýsingu á búningi sem hafði komið til safnsins í mars 1869. Lýsingin kom í flestu heim við greinargerðina í bók Hookers en hana þekkti Elsa. Samkvæmt skránni hafði safnið keypt búninginn af „Dr. Hooker“ og Elsa ályktaði að hann væri Joseph D. Hooker, elsti sonur Williams J. Hooker, og hefði hann ákveðið að búningurinn yrði varðveittur á safni eftir að faðir hans lést. Þótt búningurinn væri skráður á safninu var hann ekki auðfundinn. Loks fannst hann í útibúi V&A sem sérhæfir sig í hlutum sem tengjast börnum og barnamenningu.5 Þar hékk búningurinn á gínu í kjallarageymslu og þegar Elsa hafði dustað og blásið mesta rykið af honum leyndi sér ekki að þarna var kominn sá ríkmannlegi klæðnaður íslenskrar hefðar- konu sem Hooker hafði lýst, með forkunnarfögrum útsaumi og miklu og vönduðu kvensilfri. Eftir að Elsa fann búninginn var hann fluttur til höfuðstöðva V&A og lagfærður og hefur síðan verið varðveittur þar. Hempan sem hafði fylgt búningnum fannst ekki þarna. Í ljós kom að hún var í öðru útibúi safnsins, Horni- mansafninu.6 Það státar bæði af náttúrugripum og menningarminjum og á heilmikið safn af hljóðfærum og einkennisbúningum. Hempan var líka fljótlega flutt á aðalsafnið. Haustið 1968 fékk Þjóðminjasafn Íslands faldbúninginn og hempuna lánaða til eins árs. Þá gat starfsfólk safnsins skoðað búninginn rækilega og myndað. Ekki var vafi að þetta væri búningurinn sem Hooker hafði flutt utan árið 1809. Allt passaði við lýsingu hans. Þó vantaði faldinn og það sem honum fylgdi, þar á meðal koffrið. Haustið 1969 var búning- urinn til sýnis í Bogasal Þjóðminjasafns áður en hann var aftur fluttur utan. Uppruna leitað Spurningar vöknuðu. Hvaðan komu fötin og silfrið? Hver saumaði búninginn og á hvaða konu? Undar- legt er að sá glöggi maður Hooker skyldi ekki hafa skráð það í bók sinni. Fljótlega þekktist hempan. Myndlistamenn í Íslandsleiðangri Josephs Banks árið 1772 höfðu teiknað myndir af skjöldum hennar og krækjum þegar þeir heimsóttu amtmannshjónin Sigríði Magnúsdóttur (1734-1807) og Ólaf Stefánsson (1731-1812) sem þá bjuggu í Sviðholti á Álftanesi.7 Skildirnir voru eign Sigríðar og báru fangamark hennar Sigríður MagnúsDóttir. Hempan var því aug- ljóslega komin frá fjölskyldu þeirra Sigríðar og Ólafs og þá líklegast búningurinn allur. Það kom ekki á óvart. Hooker hafði mikil samskipti við fjölskylduna þegar hann var á landinu. Í upphafi dvalar sinnar fór hann í eftirminnilega veislu til Ólafs sem þá bjó í Viðey og hreifst af búningunum sem konur þar báru. Síðar var Hooker í nokkra daga með Magnúsi Stephensen (1762-1833) elsta syni Ólafs og Sigríðar sem bjó að Innrihólmi undir Akrafjalli. Þeir fóru þaðan í ferð um Borgarfjörð og heimsóttu systkini Magnúsar, Stefán sem bjó á Hvanneyri og Ragnheiði sem bjó á Leirá. Í Sviðholti höfðu leiðangursmenn Banks líka Fa l d u r, t e i k n i n g W i l l i a m s J . H o o k e r. Um f a l d i n n s ý n i s t ve ra f í n ge r t k o f f u r. My d 1. Faldur, teikning Williams J. Hooker. Á faldinum sýnist vera fíngert koffur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.