Hugur og hönd - 2019, Page 26
26 HUGUR OG HÖND 2019
Áhrif og fyrstu hugmyndir
Hildur María Hansdóttir er fædd
árið 1952 og er með vinnustofu í
Kaupvangsstræti á Akureyri.
Hildur hóf að hekla mottur um
1980, þá til heimilis að Aðalstræti
10 á Akureyri. Húsið var byggt árið
1902 af verslunarmönnunum og
bræðrunum Sigvalda og Jóhannesi
Þorsteinssonum sem ráku þar versl-
unina Berlín. Enn í dag er húsið nefnt
því nafni.
Í íbúðinni hvar Hildur bjó var
langur gangur á milli eldhúss og stofu
og hún hefur orð á því að þarna hafi
fyrst kviknað hugmyndin að því að
hekla dregil. Hún var einnig minnug
heimsóknar á heimili þeirra Carls og
Karinar Larson í bænum Sundborn
í Dölunum í Svíþjóð. Sú ríka hefð
skandinavísks heimilisiðnaðar sem
er áberandi í safni þeirra hjóna í
Sundborn vakti áhuga Hildar.
„Líklega datt mér fyrst í hug
að hekla dregil þegar ég horfði á
timburgólfið í Aðalstræti 10. Þarna
fór að kvikna hugmynd að heklaðri
mottu í bláum litaskala. Einnig var
minningin um heimsóknina í safn
Carls og Karinar þá ofarlega í huga
mér.“
Mörg þeirra verka sem Hildur
hefur gert hafa orðið til út frá
einstökum upplifunum og ýmsum
fyrirbærum í náttúrunni sem vekja
hughrif og kalla fram þörf til að raða
saman litum.
„Bláir litatónar eru heillandi og
nefnast þá verkin Kvöldlokkur, Nátt-
bláa, og Næturfjóla.“ Hugann fanga
ýmis kennileiti í náttúrunni eins og
Grundarreitur, Hjáleið, Nafir, Fjöru-
borð og Fjaran. Þá hættir blái liturinn
e.t.v. að vera ríkjandi og verkin fá
annan litaskala, til að mynda ýmsa
jarðliti.
Í fyrstu ætlaði Hildur motturnar á
gólf en síðar urðu til verk á borð við
Malbik, Júpiter og Lágheiði sem eru
fremur hugsuð fyrir veggi en gólf.
Réttur litur og áferð
Undirbúningur að gerð verkanna
hefst með því að Hildur safnar
og velur hin ýmsu efni og plögg á
fatamörkuðum Rauða krossins
og Hjálpræðishersins, Hertex, á
Akureyri. Í fyrirrúmi er að finna
réttu litina sem hæfa í þá mynd
sem höfð er í huga. Hildur þarf að
hafa myndefnið, litinn og áferðina
í huga þegar hún velur efni í
verkin. Undantekningalaust velur
Hildur efni úr bómull, viscos eða
Að mála með heklunál
H ö f u n d u r te xta o g l j ó s m y n d a : Guðmundur Ármann Sigurjónsson
H i l d u r l e i t a r a ð ré t t a l i t n u m .
M y n d i r á h æ g r i s í ð u : M y n d 1. H l u t i ve rk s i n s , A n d a l ú s í a 9 5 x 15 8 s m . M y n d 2 . F j a ra n 6 0 x 4 6 3 s m . M y n d 3 . L á g h e i ð i 7 0 x 210 s m .