Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Page 28

Hugur og hönd - 2019, Page 28
28 HUGUR OG HÖND 2019 silki vegna áferðar og liti velur hún sem hæfa myndefninu. Hvert verk er lengi í vinnslu eða allt upp undir ár, enda eru þau stór- vaxin, oft um 156 x 115 sm. Eitt það lengsta er Fjöruborð, 60 x 463 sm. Skyrtubolur verður Júpiter eða Náttbláa Strax um 1980 kom fram það sem hefur einkennt hekl Hildar allar götur síðan; að hugsa verkið ávallt út frá því sem hún sér í umhverfi sínu og hafa litinn í fyrirrúmi. Verkið Nafir einkenna jarðlitir, grænt, umbra og síenna, Náttbláa ber með sér skarpa sýn á bláa tóna og verkið Júpiter er byggt upp á gráum og dröppuðum litum. Heklið sem Hildur notar kallast fastahekl eða fastapinni. Bandið er fundið efni sem hún rífur niður í lengjur, um 1 sm á breidd eða eftir hvaða nál er notuð, hvort það er stærð 7 eða 8. Efnið er dregið í gegnum lykkju með heklunálinni, rönd fyrir rönd, eða línu eftir línu. Oftast er hver lína í einum lit en stundum er skipt um lit í miðri línu eða tveimur þriðju af línu. Það er ekki gert til að skapa munstur heldur til að fá fram litfleti sem hafa lóðréttar útlínur eða skálínur milli litflata. Þannig urðu til stórar mottur/myndverk sem voru 200 x 180 sm. Það er góð tilfinning að ganga berfættur á grófheklaðri mottu. Það örvar jarðsambandið þegar iljarnar snerta grófhekluðu mottuna og minnir svolítið á það þegar gengið er á grasi. Tvennir þættir, eining ein Samruni hugmyndar og handverks er kjarninn í verkum Hildar. Við verðum vitni að því hvernig hand- verkið býr í hugmyndinni og öfugt. Handverk felst ekki bara í því að nota hendurnar til að búa eitthvað til, sem er í sjálfu sér mikilvægt, heldur þarf einnig til þekkingu, reynslu og kunnáttu á þeim miðli sem hugmyndina á að klæða. Hér er um að ræða heklaðar mottur sem venjulegast er að hugsa sem gólfmottur, til að hlífa gólfefninu en einnig til að skapa hlýlegra and- rúm í híbýlin. Oft má greina í umræðu um hand- verk og listir, þessa tvo mikilvægu þætti lista, að annað sé æðra hinu og þá er það ekki ósjaldan á kostnað handverksins eða nytjahlutarins. Eru þetta tveir óskyldir hlutar sem geta verið til hvor um sig án hins? Umræðan um muninn á milli þessara þátta er áhugaverð. Er þetta ekki aðeins „eining ein“ sem saman stendur af tveimur þáttum sem hvor um sig getur ekki verið án hins? Best fer á því að þessir tveir þættir, hand- verk og list, séu saman sem ein eining í nytjahlutnum, myndverkinu og mál- verkinu. Vissulega er nytjahluturinn hugsaður til brúks, svo sem reipi til að binda bagga, glas til drykkjar eða motta til að hafa undir fótum. En þegar best tekst til er fagurfræðilegi og hinn listræni þáttur samofinn nytjahlutnum: Reipið er e.t.v. fléttað úr meira en einum lit til að skapa munstur og litur eða lögun drykkjar- ílátsins skiptir máli. Sama er að segja um myndverkið þar sem litur, form og bygging eru mikilvægir þættir til að skapa fegurð sem ekki eingöngu hefur með notagildið að gera. Ekki er ætlun mín að brjóta þetta mál til mergjar hér í stuttri umfjöllun um textílverk Hildar, heldur er þessu einungis velt upp sem eins konar ofurlitlu andsvari við ríkjandi orð- ræðu sem gerir oft og tíðum of mikið úr muninum á list og handverki, listaverki og nytjahlut. Vor við austurgluggann Skjannahvíta birtan við samspil sólar og snæviþaktrar jarðar, magnar upp bestu aðstæðurnar. Litirnir brjótast fram í efninu við birtu dagsljóss og sólar. Hugurinn uppörvast, hugmyndir brjótast fram. Litirnir eru í sólarljósinu. Verkið sem er á lokastigi heitir Linditrén, tileinkað linditrjá- göngunum í Grundarreit í Eyja- firði. Hekl Meginaðferðin í hekli eru loft- lykkja, keðjulykkja, fastapinni/ fastahekl, hálfstuðull og stuð- ull. Talið er að aðferðin sé yngri en prjón. Hekl í dag er rakið til aðferðar sem kölluð er taburerin en þá er átt við þegar heklað er í ofinn dúk. Segja má að hekl hafi borist til Íslands með skóla sem Þóra Grímsdóttir og Ágústa Grímsdóttir ráku um 1851 til 1853 í Dillonshúsi að Suðurgötu 3 í Reykjavík. Gögn: Viðtal við Hildi Maríu í febrúar 2019 Wikipedia, 19.2.19, slóð : https://is.wikipedia. org/wiki/Hekl H i l d u r v i ð a u s t u rgl u g ga n n , k l i p p i r n i ð u r e f n i ð .

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.