Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Síða 29

Hugur og hönd - 2019, Síða 29
 2019 HUGUR OG HÖND 29 Óvíst er hvort sápa hefur almennt verið búin til á heimilum fyrr en í upphafi 20. aldar, en þá virðist áhugi á þessum einfalda heimilisiðnaði hafa vaknað. Uppskrift að sápu birtist fyrst í tímaritinu Hlín árið 1918. Í sápuna þurfti 15 lítra af vatni, 5 pund af fitu og 3 pund af sóda ásamt leskjuðu kalki og salti. Fylgdi sögunni að ekki væru öll efnin auðfengin, en ef til vill byggju einhverjir svo vel að geta nýtt sér hana. Uppskriftin mun eiga rætur að rekja til iðnsýningar sem haldin var á Akureyri sama ár og er hennar getið í nokkrum viðtölum Þjóðminjasafnsins frá 1986 sem finna má á www.sarpur.is. Þar segir einn viðmælandi: „Svo man ég eftir sápu sem búin var til heima á fyrri stríðsárunum, mig minnir að hún væri kölluð "kalk- sápa". Mig minnir að notað væri í hana fita og kalk. Ég man hvernig hún leit út, hún var grá og hálfsundur- laus... Svo kom önnur sápugerð til sem ég álít að hafi um langt árabil verið mest notaða sápan hér um slóðir. Í hana var notaður eitursóti og síðar vítissóti sem enn fæst þó sennilega séu allir hættir að búa til sápu. Mig minnir að ætti að hafa jafnþungt vatnið og fituna, þá var engu floti hent, öllu var safnað í sápugerð, brætt oftar en einu sinni og hreinsað vel.“ Líklegt er að seinni uppskriftin sé sú sem birtist á vítissódadósum af tegundinni Red Seal Lye sem seld var hér í verslunum um árabil. Þessi sápugerð virðist hafa notið nokkurra vinsælda á kreppuárunum, enda var hægt að nota afgangsfitu til sápugerðarinnar og kostnaður við hana því lítill. Uppskriftin var birt þrisvar í Hlín, árið 1928, 1935 og 1959 nokkuð svipuð í öll skiptin. Í sápuna ætti að nota 1 bauk af vítissóda sem mun hafa innihaldið 400 grömm, 2-2,5 kíló af hreinsaðri fitu og 1,75 lítra af vatni. Nú til dags þætti þessi uppskrift að sápu ekki sérlega góð því hún inni- heldur of mikinn vítissóda og er því allt of sterk til notkunar á húð. Vítissódi er nauðsynlegur til að búa til fastar sápur, en hann er sterkt efni sem þarf að fara mjög varlega með. Vítissódi var þó til á velflestum heimilum, enda notaður sem stíflueyðir. Sápa verður til við efnahvarf þar sem fitusýrur hvarfast við basa (lút) og úr verður nýtt efni, sápa. Án þess að fara ítarlega í efnafræði sápugerðar þá er mikilvægt að nota nægilega mikið af olíu til þess að öll mólikúlin í lútnum geti bundist við olíumólikúlin og orðið að sápumólikúlum. Annars inniheldur sápan Sápugerð H ö f u n d u r te xta o g l j ó s m y n d a : Brynhildur Bergþórsdótt ir

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.