Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Side 32

Hugur og hönd - 2019, Side 32
32 HUGUR OG HÖND 2019 Inngangur Í nokkrum undanförnum ritum Hugar og handar, riti Heimilis- iðnaðarfélags Íslands, hafa verið skrifaðar greinar um skautbúning Alexandrínu drottningar.1 Skrifað hefur verið um konungskomuna 1921, gjöfina sem íslenskar konur færðu drottningunni við það tilefni sem var skautbúningur- inn. Einnig hefur verið skrifað um fólk sem kom að verkinu, blæjuna, skartið og margt fleira sem fróðlegt er að lesa. Í þessari grein verður skrifað um útsaums- munstrið á samfellunni, en sam- fella er pils skautbúningsins.2 Árið 2014 vann ég BA ritgerð í listfræði og fjallaði þar meðal annars um áhrif blómateikninga Sigurðar Guðmundssonar málara (1833- 1874) og tengdi við munstrin á skautbúningi Alexandrínu drottn- ingar.3 Greinin hér er að mestu byggð á rannsóknarvinnunni við BA ritgerðina. Þá ljósmyndaði ég muni tengda rannsóknarvinnunni bæði á Þjóðminjasafni Íslands og á Nationalmuseet í Kaupmanna- höfn sem bæði hafa veitt leyfi til að birta hér myndir af safnmunum sínum. Samfellumunstrið og útsaumurinn Munstrið sem er neðst á samfell- unni er gert úr fjórum munstur- einingum sem tengjast saman (myndir 1a og 1b). Munstrið er af brennisóleyjum sem teygja sig upp Sóleyjarmunstrið á skautbúningi Alexandrínu drottningar Íslands Teikningar og útsaumur H ö f u n d u r : Jófr íður Benediktsdótt ir - L j ó s m y n d i r : Bir tar með leyfi eigenda M y n d 1 b : Ú t s a u m u r s a m f e l l u n n a r. M u n u r ú r s a f n e i g n Na t i o n a l m u s e e t í K a u p m a n n a h ö f n .

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.