Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 36

Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 36
36 HUGUR OG HÖND 2019 anna. Sóleyjar eru paraðar saman, blómkrónur sýndar og blóm á hlið, blómahnappar beygjast niður, laufblöðin sveigjast öll á svipaðan hátt og eitt þeirra en nákvæmlega eins á samfellunni og baldýrings- borðunum. Sameiginleg einkenni á munstri blæjunnar má einnig sjá á teikingunni fyrir samfellu- mustrið, á útsaumi samfellunar og á baldýringu skautreyjunnar. Blómahnapparnir þrír sem sveigjast til og rísa hæst í miðju blómaklas- ans á blæjunni og blómhnapparnir beggja vegna hans sem sveigjast að honum mynda sama form og blómsveigarnir í samfellumunstr- inu. Faldblæjumunstrið líkist bal- dýrings munstrinu á skauttreyjunni á þann hátt að laufblöð og blóm eitt og tvö saman liggja meðfram kanti faldblæjunnar á einum stöngli eins og á balderingsborðunum. Lokaorð Hér hefur verið farið yfir þau atriði sem fyrir liggja með teikningu og útsaum á skautbúningssamfell- unni fyrir Alexandrínu drottningu. Kristinn Andrésson málarameistari teiknaði brennisóleyjarmunstrið fyrir samfelluna og Elín Andrés- dóttir handavinnukennari hafði veg og vanda af útsaumnum. Leiddar eru líkur að því að sami teiknari eða Kristinn Andrésson hafi teiknað fleiri munstur fyrir skautbúning Alexandrínu drottningar en á samfelluna þar sem baldýrings- munstið á treyjunni og munstrið á faldblæjunni bera sömu einkenni. Á skautbúningi Alexandrínu drottn- ingar er útsaumur allur og einnig skart hans með sóleyjarmunstri og blómamunstur prýða einnig treyju- brjóstið og ilmpokann sem fylgdi skautbúningnum. Tilvísanir 1. Hugur og hönd, rit Heimilisiðnarðarféalgs Íslands: 2014, 2015, 2016 og 2017. 2. Samfella er pils og kemur orðið frá því að svuntan var felld inn í pils faldbúningsins. 3. Jófríður Benediktsdóttir, ritgerð til BA prófs í listfræði, Blómateikningar Sigurðar Guðmundssonar málara. Fyrirmyndir, útfærslur og áhrif, október 2014. 4. Flatsaumur er útsaumur með sléttri áferð. Mislöng spor er kúnstbroderí eða listsaumur. 5. Ólafur Þ. Kristjánsson, „Elín Andrésdóttir,“ Kennaratal á Íslandi I (1. bindi), Prent- smiðjan Oddi, Reykjavík, 1958, bls. 122. 6. Sigríður Jónsdóttir Magnússon, „Brostnir hlekkir.“ 19.júní, 14. árg., 1. tbl., 1964, bls. 31. 7. Eiríkur Sigursson, „Minning, Sólveig Eiríksdóttir,“ Íslendingaþættir Tímans, 5. árg.10. tbl., 1972, bls. 7. 8. Elín Andrésdóttir, „Útsaumssýnishorn,“ 1921, 1975/173. Þjóðminjasafn Íslands. 9. Snúrusilki er s-tvinnað. Flokksilki er snúðlaust. Elsa E. Guðjónsson, „Tveir rósaðir riðsprangsdúkar“, Árbók hins íslenzka fornleifafélags, 76.árg.,1979, 157. 10. Listsaumur, mislöng spor eða kúnstbroderí. 11. Kristinn Andrésson, „Útsaumsuppdráttur,“ 1921. 1975/171, Þjóðminjasafn Íslands. 12. Gísli Jónsson, „Fáni“ Saga Iðnaðarmanna- félgsins í Reykjavík, Iðnaðarmannafélgið í Reykjavík, 1967, bls. 316. 13. Jón Björnsson, „Kristinn Arndrésson, minning,“ Morgunblaðið, 35. tbl.,12. febrúar 1960, bls. 16. E l í n A n d ré s d ó t t i r. M y n d i n e r l j ó s m y n d u ð a f J ó f r í ð i B e n e d i k t s d ó t t u r ú r b ó k i n n i K e n n a ra t a l á Í s l a n d i I , e f t i r Ó l a f Þ . K r i s t j á n s s o n , 19 5 8 . K r i s t i n n A n d ré s s o n . M y n d i n e r l j ó s m y n d - u ð ú r b ó k i n n i S a ga I ð n a ð a r m a n n a f l a g s - i n s í R e y k j a v í k , e f t i r G í s l a J ó n s s o n , 19 67. Leiðréttingar Þau leiðu mistök urðu í síða- sta blaði að nafn höfundar greinarinnar „Dagarnir eru aldrei nógu langir“ misritaðist. Hið rétta er að höfundur heitir Anna Guðmundsdóttir. Í myndatexta á bls. 36 átti myndatexti við neðstu mynd að vera Ýfingarvél en ekki vef- stóll. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.