Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Page 38

Hugur og hönd - 2019, Page 38
38 HUGUR OG HÖND 2019 Saurbæjarkirkja í Eyjafjarðarsveit er ein fárra torfkirkna á landinu. Hún var reist árið 1858 og varð því 160 ára árið 2018. Hún er stærst þeirra torfkirkna sem enn standa en þykir einföld og nokkuð forn- leg. Saurbæjarkirkja er sóknar- kirkja í lítilli sókn og ótrúlegt er til þess að hugsa að fyrr á öldum voru þrjár kirkjusóknir þar sem nú er ein. Stóridalur í Djúpadal lagðist af sem kirkjustaður um miðja átj- ándu öld en í Miklagarði var kirkja til 1922 þegar sóknin var lögð til Saurbæjar. Fyrirmyndir sóttar til 16. aldar Saurbæjarkirkja á ekki margt dýrgripa en í apríl 2016 fékk hún afhenta höfðinglega gjöf þegar þær Guðrún Hadda Bjarnadóttir, Bryndís Símonardóttir og Inger Nordahl Jensen færðu kirkjunni altarisdúk og gólfteppi sem þær höfðu unnið frá grunni. Forsaga þess er sú að nokkrum árum áður fór Guðrún Hadda að skoða altarisklæði sem talið er vera úr Miklagarðskirkju í Eyjafirði og er varðveitt á þjóðminjasafni Dana í Kaupmannahöfn. Það er oft nefnt Postulaklæðið vegna myndefnis- ins en í sex kringlóttum flötum eru saumaðar myndir af postulunum tólf og skraut í kring. Klæðið er Munstur úr munstri ofinn altarisdúkur og gólf teppi í Saurbæjarkirkju í Eyjafirði H ö f u n d u r : Katrín Úlfarsdótt ir - L j ó s m y n d i r : Katrín Úlfarsdótt ir, Roberto Fortuna 1. St ó l h e n g i H j a r t a f o r m i ð e r a ð f i n n a í Po s t u l a k l æ ð i n u . H é r e r ú t f æ r s l a B r y n d í s a r á „ t r ú , vo n o g k æ r l e i k a " þ a r s e m g r æ n u l a u f - b l ö ð i n t á k n a vo n i n a . 2 . S k ra u t m á l a ð i r p í l á ra r í m i l l i ge r ð í k i rk j u n n i . 3 . H o r n á a l t a r i s d ú k .

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.