Hugur og hönd - 2019, Page 40
40 HUGUR OG HÖND 2019
Bryndís aðeins liti sem eru fyrir í
kirkjunni. Dúkurinn er í tveimur
hlutum, sá stærri er u.þ.b. 154x85
cm og fellur yfir altarið og niður
á þrjár hliðar en ofan á altarinu
er laust stykki 113x62 cm að
stærð úr sama efni. Hvorutveggja
heilfóðrað með bláu fóðri. Altar-
isdúknum fylgir einnig stólhengi
- lítið stykki sem fest er á bókastól
predikunarstólsins. Stólhengið er
úr sama bláa efninu og útsaumað
með sama munstri og er á dúknum.
Gólfteppin eru átta talsins,
mislöng, öll u.þ.b. 75-80 cm breið.
Lengstur er renningur sem nær
eftir endilangri kirkjunni frá
dyrum að altari. Teppin eru í sama
bláa litnum og altarisdúkurinn og
í rauðum lit sem er í predikunar-
stólnum og pílárum í milligerð.
Teppin eru ofin úr sérlituðu teppa-
bandi frá Ístex. Guðrún Hadda
teiknaði upp munstrið sem er með
sama formi og spjöldin í predik-
unarstólnum. Hún setti vefinn upp
en Inger óf öll teppin.
Óhætt er að segja að vefnað-
urinn hafi verið mikið verk sem
vekur undrun og aðdáun þeirra
sem kirkjuna heimsækja og heyra
af því að gólfteppin séu unnin í
höndunum. Bæði þessi textílverk,
teppin og altarisdúkurinn, falla
vel að innviðum hinnar einföldu
sveitakirkju og bera höfundum
sínum fagurt vitni.
Yfir vetrartímann eru dúk-
urinn og gólfteppin í geymslu en á
sumrin er hægt að skoða kirkjuna
á opnunartíma Smámunasafnsins
í Sólgarði og er þá allt á sínum stað.
Frekari fróðleikur um
Saurbæjarkirkju og
íslenskan útsaum:
Elsa E. Guðjónsson. Hannyrðir Helgu Sigurðar-
dóttur. Árbók hins íslenska fornleifafélags.
1979.
Elsa E. Guðjónsson. Íslenskur útsaumur.
Reykjavík 1982.
Elsa E. Guðjónsson. Íslenzk útsaumsheiti og
útsaumsgerðir á miðöldum. Árbók hins íslenska
fornleifafélags. 1972.
Kirkjur Íslands 10. Reykjavík 2007.
N4. (2019, mars). Ný altarisklæði í Saurbæjar-
kirkju. Þáttur. Sótt af https://www.n4.is/is/
thaettir/file/ny-altarisklaedi-i-saurbaejarkirkju
N4. (2019, mars). Verkefni út frá altarisklæðum
Miklagarðskirkju. Þáttur. Sótt af https://www.
n4.is/is/thaettir/file/verkefni-ut-fra-altariskla-
edum-miklagardskirkju
S a u r b æ j a rk i rk j a .
3 . P re d i k u n a r s t ó l l o g s t ó l h e n g i .S a u r b æ j a rk i rk j a a l t a r i s d ú k u r o g gó l f -
t e p p i .