Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 46

Hugur og hönd - 2019, Blaðsíða 46
46 HUGUR OG HÖND 2019 H ö f u n d u r te xta o g l j ó s m y n d a : Þórunn Erla Sighvats Handbókasafn Heimil is iðnaðarfélags Ís lands Inngangur Menningar- og hugsjónafélag eins og Heimilisiðnað- arfélag Íslands, hefur eignast smátt og smátt ýmsa muni, gripi eða heimildir til afnota á sínu langa æviskeiði. Sem ríflega aldargamalt félag hefur það í gegnum tíðina notið þess að félagsmenn og ekki síst fjölmargir velunnarar hafa verið örlátir og gefið gjafir og lagt fram eitt og annað til þess að efla starfsemina. Nefna má alls konar bækur, tímarit, blöð, uppskriftir, úrklippur, prufur, sýnishorn, ljósmyndir og jafnvel heilu skólaverkefnin í upprunalegu formi. Félagið hefur til langs tíma lagt metnað sinn í að sýna þessari ræktarsemi virðingu og haldið til haga gjöfum og öðrum heimildum sem nýtast og geta stutt við starfsemina með beinum eða óbeinum hætti. Þar á meðal eru fjölmargar gjafir í formi bóka- og tímarita, bæði nýjar eða nýlegar heimildir og ekki síður eldra efni sem fólk vill gefa lengri lífdaga og bjarga þannig oft á tíðum verðmætum sem annars færu forgörðum. Félagið hefur einnig keypt inn handbækur eftir föngum og ekki má gleyma að nefna útgáfustarfsemi sem fastan lið í félagsstarfinu. Megin ástæðan fyrir þessari samantekt um hand- bókasafnið er sú að á árinu 2018 náðist sá áfangi að skrá allt handbókasafnið í aðfangalista. Þá sá fyrir endann á nokkurra ára verkefni sem Safnanefnd félagsins hafði unnið að í íhlaupavinnu. Í ljós kom að safnið inniheldur um 1500 titla og jafnframt var því markmiði náð að vita um og kynnast innihaldi þess. Það er því full ástæða til að fagna þessum tímamótum og birta samantekt um handbókasafnið í fyrsta sinn. Í greininni verður safnið skoðað út frá nokkrum sjónarhornum og aðeins drepið á sérstöðu þess. Hand- bókasafninu má skipta í handbækur og tímarit, en í þessari grein verður aðeins fjallað um bækurnar. Handbókasafnið - fyrir hverja? Umönnun handbóka- og tímaritasafnsins er í höndum Safnanefndar félagsins. Skal nefndin annast safnið þar sem það er staðsett í húsnæði félagsins, halda utan um safnkostinn, útlán úr safninu, viðgerðir, móttöku safnefnis og annað sem því við kemur (samkvæmt erindisbréfi frá 2016 og starfslýsingu nefndarinnar). Vegna þess að nefndarmenn eru ekki stöðugt til staðar við bókahillurnar í húsnæði félags- ins við Nethyl, þá er þörf á aðstoð frá þeim sem þar eru til staðar á afgreiðslutíma, þeim sem afgreiða í versluninni og jafnvel formanni félagsins sem á sína starfsstöð við hlið safnins. Handbókasafnið er staðsett við millivegg á milli verslunar og skrifstofu félagsins sem auðveldar mjög alla umgengni og þjón- ustu við notendur. Fyrirkomulag útlána úr safninu er hugsað þannig að kennarar og leiðbeinendur á námskeiðum geta afgreitt sig sjálfir (það kallast sjálfbeini). Í einni bóka- hillunni er askja fyrir útlánaspjöldin og svo skilabakki til að skila bókum í. Lánþeginn velur sér bók, tekur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.