Hugur og hönd - 2019, Qupperneq 48
48 HUGUR OG HÖND 2019
Tafla 1. Sýnishorn af aðfangaskráningu (sjá
má bókfræðileg flokkunarnúmer fremst, þá aðfanga-
númer (1287 til 1294), höfundar og loks titlar með
útgáfurári, blaðsíðum o.fl.):
Í þessu litla sýnishorni má sjá nokkur áhugaverð rit
sem flokkast í þrjá efnisflokka (746.4222 = Macramé
eða hnýtingar, 746.0463 = Filt (flóki) eða handbækur
um filtvinnu og loks 709 = Listasaga). Eitt ritið hefur
rauða merkingu sem skýrir sig sjálf.
Þegar horft er á þetta einfalda form skráningar
er ekki nema eðlilegt að spurt sé hvort ekki ætti að
skrá safnkostinn inn í Gegni, landskerfi bókasafna.
Það hefur vissulega verið rætt og kostnaðarhliðin
athuguð. Í ljós kom að safnið flokkast sem lítið safn
(með 1300 titla) og eiga slík bókasöfn kost á lægra
árgjaldi en stóru söfnin. Ýmsar hliðar eru á því að
tengjast landskerfinu, eins og sú að fá úthlutað ein-
kvæmum strikamerkjum fyrir safnið og vegna þeirra
þarf sérstakan prentara sem prentar þau út á litla
límmiða til þess að líma á hvert rit, svo dæmi sé tekið
um faglegar kröfur sem taka verður tillit til.
Í þessu sambandi er vert að nefna aðra hlið á skrán-
ingu safnsins. Safnanefnd hefur sent tilboð til Háskóla
Íslands um að bjóða nemanda eða nemendum í upplýs-
ingafræði (áður bókasafns- og upplýsingafræði) til að
taka að sér að vinna námsverkefni við safnið. Þar er
um marga möguleika að ræða við bæði bækurnar og
tímaritin. Framtíðin mun leiða í ljós hvaða leið verður
farin og hvenær, en núna er full ástæða til að fagna því
að fyrir liggur listi yfir safnefnið.
Flokkun og röðun handbókasafnsins
Eftir því sem aðfangalistinn lengdist var hafist handa
við að flokka safnefnið í bókfræðilega efnisflokka.
Til þess var notað flokkunarkerfi Deweys (Dewey
Decimal Classification), en það er staðlað númerakerfi
sem notað er í bókasöfnum um allan heim. Ekkert
minna dugar fyrir handbókasafn HFÍ. Til hægðar-
auka við flokkunina var hægt að fletta upp í Gegni til
að finna flokksnúmer fyrir sameiginlega titla, sem
reyndust allmargir. Þó þurfti að leita fanga víðar og
jafnvel þurfti að frumflokka fjölda rita. Efnisflokkun
getur verið snúið verkefni en eitt megin markmið
flokkunarinnar er að rit sama efnis raðist saman.
Til þess að geta raðað flokkuðu bókasafni upp þarf
tákn eða merkingu á hvert rit til nota við röðunina. Til
þess eru notaðir svokallaðir kjalmiðar, sem gegna því
hlutverki, en þeir eru festir neðst á hvern kjöl. Kjal-
miðarnir sýna flokkunarnúmerið og þrjá fyrstu stafi í
nafni höfundar eða titli eftir því sem við á. Röðun eftir
íslenskum nöfnum lýtur íslenskum nafnavenjum en
erlendum nöfnum er raðað eftir eftirnöfnum.
Í mörgum söfnum er valið að einfalda flokkunina
því sum flokkunarnúmerin geta orðið mjög löng og
þess vegna eru þau stytt (helst þannig að það komi
ekki að sök). Sama má segja um efnisflokka sem mjög
Flokk. Aðf. Höf. Titill (ártal, blaðsíðutal o.fl.)
746.4222 1287 Smith, Karol Macramé for today’s beginner. 1978 (23 s)
746.4222 1288 Houk, Pam Macramé a merry Christmas. 1979 (22 s) JÓLA
746.0463 1289 McGavock, Deborah, CL Feltmaking. 2003 (96 s)
746.0463 1290 Aspelund, Liv Ull på nytt: Genbruk av ull. 2002 (71 s)
746.0463 1291x2 (Japanskar) Handmade felt. (Kennslubækur á japönsku). 1999, 2001 (79, 86 s)
746.0463 1292 Galle, Eva & Kari Olsen Form i ull. Toving på nye måter. 2004, 5. útg. (64 s)
746.0463 1293 Buch, Charlotte Arberjdshæfte til beklædningsfilt. 1999 (29 s)
709 1294 Broby-Johansen, Rudolf Heimslist - heimalist (Þýð. Björn Th. Björnsson). 1977 (200 s)
Tafla 1