Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 2019, Qupperneq 49

Hugur og hönd - 2019, Qupperneq 49
 2019 HUGUR OG HÖND 49 mikill fjöldi rita flokkast í en það á einkum við um svokölluð sérsöfn. Þannig safn er einmitt handbóka- safn HFÍ. Handbókasafnið er það eina sinnar tegundar hér á landi með sérhæfðan safnkost fyrir starfsemi félagsins, langmestur hluti safnkostsins flokkast í yfirflokkinn 700 Listir – Skemmtanir – Íþróttir. Hver yfirflokkur hefur fjölmarga undirflokka og eru stærstu flokkarnir undir nr. 746 Skreytilist – Hönnun – Nytjalist og 747 Textílar – Vefjarlist. Þetta eru efnisflokkarnir sem notendur safnsins hafa mesta úrvalið til að velja úr. Hvað röðun á bókasafni viðkemur þarf að vera hægt að finna rit eftir nöfnum höfunda og einnig eftir titlum. Þess vegna var settur saman einn sameigin- legur stafrófsraðaður listi (aðgengilegur í möppu í safninu en gæti orðið aðgengilegur rafrænt síðar). Tafla 2. Dæmi úr stafrófsröðuðum lista eftir nöfnum höfunda og titlum (dæmið er tekið úr H-inu eins og sést á titlaröðinni, sömu línur má svo finna á sínum stöðum eftir nöfnum höfunda (nöfn í svigum eru ekki raðorð). Í stafrófsraðaða listanum eru raðorðin undirstrikuð). Það sem helst vekur athygli augans er aldur ritanna í töflu 2. Tvær færslur eru feitletraðar en það er vegna aldurs ritanna. Allar færslur yfir rit sem eru eldri en frá 1930 eru feitletraðar og einnig þau rit sem HFÍ hefur gefið út eða komið að. Glöggur lesandi getur séð hvaða flokksnúmer útsaumur hefur (746.44) og einnig heklið (746.432). Svona má lengi skemmta sér yfir þeim upplýsingum sem blasa við í handbókasafni HFÍ. Lokaorð Í þessari samantekt um handbókasafn HFÍ hefur í stuttu máli verið reynt að kynna það til sögunnar sem safn heimilda sem félagið og félagsmenn geta verið stoltir af. Mikil vinna liggur í skráningu, merk- ingum og frágangi og raunar á ennþá margt eftir að fullvinna eins og merkingar, viðgerðir, plöstun og skipulag varðveislusafns. Það síðast nefnda á við um þau rit sem tengjast félaginu og þarf að varðveita sér- staklega, því að við skráninguna kom í ljós að nokkur þannig rit, sem til eru í safninu, hafa ekki öll skilað sér til Landsbókasafns í prentskil eins og lögbundið er. Einnig er að finna í safninu rit sem gætu talist fágæti, það eru rit sem ekki finnast á öðrum söfnum (eða í Gegni) og eru jafnvel einu eintökin hér á landi. Handbókasafn, sem einnig er sérsafn, verður alltaf eins og lifandi vera sem þarf að hlúa að, halda vel utan um og gæta af alúð. Lánþegar og notendur safnsins eiga líka skyldum að gegna að ganga vel um það, gæta að því að skila ritum og hugsa um það eins og sína eign. Safnið er líka arfleifð fyrri kynslóða, eins og meðfylgjandi dæmi sýna. Gamlar útsaumsbækur og annað eldra efni gengur ekki svo glatt úr sér, margt af því er sígilt og síungt. Hollt er að spyrja sig hvernig félagið og Heimilisiðnarskólinn kæmist af ef ekkert bóka- og tímaritasafn væri til afnota. Flokk. Aðf. Höf. Titill (ártal, blaðsíðutal o.fl.) 746.44 723,827 Permin, Carl Hedebo, dansk almuearbejde. 1955? (14 s) 746.44 602a-b (Clara Wæver) Hedebogrunde. 1918 (12 s) 746.44 605 Hedebosyning, hefte I. 1950? (38 s) 746 1183 Jón G. Sigurðsson Heimilisiðnaðarmál. Fyrirlestur. 1923 (45 s) 709 1294 Broby-Johansen, Rudolf Heimslist - heimalist.. (Þýð. Björn Th. Björnsson). 1977 (200 s) 746.43 1256a-b (Anna J. Jónsdóttir þýð.) Hekl og orkering – valin munstur m leiðbeiningum. 1952 (142 s) 746.432 1189 (Minningarsj. Elínar Briem) Heklbókin. 1960? (10 s) 746.432 1193 Neuenkirchen, Ragnhild Heklemønster I. 1955? (16 s) Tafla 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.