Hugur og hönd - 2019, Síða 55
2019 HUGUR OG HÖND 55
Danmörk, Finnland, Svíþjóð,
Noregur og Ísland hafa haldið
þjóðbúningaþing þriðja hvert ár
síðan árið 1978. Sumarið 2018
skipulagði Folkedans Danmark
Norrænt þjóðbúningaþing í fögru
umhverfi í Tisvildeleje á Norður-
-Sjálandi. Yfirskrift þingsins var
prjón í þjóðbúningum með áherslu
á tímabilið 1750 - 1900. Þátttaka
á þinginu er í föstum skorðum,
tveir fyrirlesarar koma frá hverju
landi og þátttökufjöldi takmark-
ast við 60 manns. Fluttir voru tíu
afar áhugaverðir fyrirlestrar en
of langt mál væri að telja upp efni
allra. Einnig voru á dagskránni
styttri kynningar, haldin voru
örnámskeið í mismunandi prjóna-
aðferðum, sýning var á gömlum
prjónuðum flíkum, tækifæri var
til að skiptast á upplýsingum
og selja og kaupa smávarning,
farin var áhugaverð dagsferð og
snæddur hátíðarkvöldverður þar
sem allir þátttakendur klæddust
þjóðbúningum. Sex fulltrúar fóru
frá Íslandi að þessu sinni. Guðrún
Hildur Rosenkjær í Annríki hélt
fyrirlestur sem bar titilinn „Strik-
ketradition i Islandsk nation-
aldragt“ þar sem hún sagði frá
rannsóknum sínum og endurgerð
á prjónuðum kvenpeysum frá 18.
og 19. öld. Auk frásagnarinnar
voru sjálfar peysurnar til sýnis.
Til þess að áhugafólk um íslenska
búningahefð hér á landi gæti
einnig fræðst um þetta spennandi
efni var erindið endurtekið í sal
Þjóðminjasafnsins í nóvember.
Út er komin vegleg skýrsla
þar sem fyrirlesarar birta erindi
sín í greinarformi auk þess sem
sagt er frá styttri erindum. Það
er undirbúningsnefnd Folkedans
Danmark sem hefur veg og vanda
að útgáfunni 2018 NORDISK
DRAGTSEMINAR – Strik i
nordiske folkedragter (ISBN:
978-87-982573-4-9). Bókina er að
finna í bóksafni HFÍ og eru áhuga-
samir hvattir til að kynna sér efni
hennar.
Það er þjóðbúningasamfélaginu
á Íslandi ómetanlegt að eiga aðild
að metnaðarfullu norrænu sam-
starfi. Norrænt þjóðbúningaþing
hefur tvívegis farið fram hér á
landi, árið 1980 og 2006 en næsta
þing sumarið 2021 verður haldið á
Íslandi. Norrænt samstarf á sviði
þjóðbúninga er Heimilsiðnaðar-
félaginu mikilvægt. Með því að
taka þátt í skipulagningu næsta
þings mun félagið leggja sitt af
mörkum til þess að sá þráður sem
slíkt samstarf myndar slitni ekki.
Það er einlæg von mín að komandi
þjóðbúningaþing hér á landi verði
eins metnaðarfullt, árangursríkt
og skemmtilegt og það þing sem
ég var svo lánsöm að sækja til Dan-
merkur síðstliðið sumar.
Norrænt þjóðbúningaþing í
Danmörku 2018
H ö f u n d u r : Margrét Valdimarsdótt ir - L j ó s m y n d : Carsten Skovgaard
H ó p u r i n n s e m t ó k þ á t t í No r r æ n a þ j ó ð b ú n i n ga þ i n g i n u v i ð A n n i s s e K i rk e .
Í k i rk j u n n i f ó r u f ra m t ó n l e i k a r e n a ð þ e i m l o k n u m h é l t h ó p u r i n n t i l h á t í ð a rk vö l d ve r ð a r.