Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 2019, Qupperneq 55

Hugur og hönd - 2019, Qupperneq 55
 2019 HUGUR OG HÖND 55 Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Noregur og Ísland hafa haldið þjóðbúningaþing þriðja hvert ár síðan árið 1978. Sumarið 2018 skipulagði Folkedans Danmark Norrænt þjóðbúningaþing í fögru umhverfi í Tisvildeleje á Norður- -Sjálandi. Yfirskrift þingsins var prjón í þjóðbúningum með áherslu á tímabilið 1750 - 1900. Þátttaka á þinginu er í föstum skorðum, tveir fyrirlesarar koma frá hverju landi og þátttökufjöldi takmark- ast við 60 manns. Fluttir voru tíu afar áhugaverðir fyrirlestrar en of langt mál væri að telja upp efni allra. Einnig voru á dagskránni styttri kynningar, haldin voru örnámskeið í mismunandi prjóna- aðferðum, sýning var á gömlum prjónuðum flíkum, tækifæri var til að skiptast á upplýsingum og selja og kaupa smávarning, farin var áhugaverð dagsferð og snæddur hátíðarkvöldverður þar sem allir þátttakendur klæddust þjóðbúningum. Sex fulltrúar fóru frá Íslandi að þessu sinni. Guðrún Hildur Rosenkjær í Annríki hélt fyrirlestur sem bar titilinn „Strik- ketradition i Islandsk nation- aldragt“ þar sem hún sagði frá rannsóknum sínum og endurgerð á prjónuðum kvenpeysum frá 18. og 19. öld. Auk frásagnarinnar voru sjálfar peysurnar til sýnis. Til þess að áhugafólk um íslenska búningahefð hér á landi gæti einnig fræðst um þetta spennandi efni var erindið endurtekið í sal Þjóðminjasafnsins í nóvember. Út er komin vegleg skýrsla þar sem fyrirlesarar birta erindi sín í greinarformi auk þess sem sagt er frá styttri erindum. Það er undirbúningsnefnd Folkedans Danmark sem hefur veg og vanda að útgáfunni 2018 NORDISK DRAGTSEMINAR – Strik i nordiske folkedragter (ISBN: 978-87-982573-4-9). Bókina er að finna í bóksafni HFÍ og eru áhuga- samir hvattir til að kynna sér efni hennar. Það er þjóðbúningasamfélaginu á Íslandi ómetanlegt að eiga aðild að metnaðarfullu norrænu sam- starfi. Norrænt þjóðbúningaþing hefur tvívegis farið fram hér á landi, árið 1980 og 2006 en næsta þing sumarið 2021 verður haldið á Íslandi. Norrænt samstarf á sviði þjóðbúninga er Heimilsiðnaðar- félaginu mikilvægt. Með því að taka þátt í skipulagningu næsta þings mun félagið leggja sitt af mörkum til þess að sá þráður sem slíkt samstarf myndar slitni ekki. Það er einlæg von mín að komandi þjóðbúningaþing hér á landi verði eins metnaðarfullt, árangursríkt og skemmtilegt og það þing sem ég var svo lánsöm að sækja til Dan- merkur síðstliðið sumar. Norrænt þjóðbúningaþing í Danmörku 2018 H ö f u n d u r : Margrét Valdimarsdótt ir - L j ó s m y n d : Carsten Skovgaard H ó p u r i n n s e m t ó k þ á t t í No r r æ n a þ j ó ð b ú n i n ga þ i n g i n u v i ð A n n i s s e K i rk e . Í k i rk j u n n i f ó r u f ra m t ó n l e i k a r e n a ð þ e i m l o k n u m h é l t h ó p u r i n n t i l h á t í ð a rk vö l d ve r ð a r.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.