Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Síða 56

Hugur og hönd - 2019, Síða 56
56 HUGUR OG HÖND 2019 Síðastliðið sumar fóru sjö þátttakendur frá Íslandi ásamt kennara og fararstjóra í handverksbúðir fyrir ungmenni á aldrinum 16-22 ára í Noregi. Þetta er í fyrsta sinn sem samnorrænar sumarbúðir af þessu tagi eru haldnar á vegum Norrænu Heimilisiðnaðar- félaganna. Norrænar handverksbúðir eru samvinnuverkefni landanna í regnhlífarsamtökunum Nordens husflids- forbund, en búðirnar voru hugsaðar sem tækifæri fyrir ungt fólk með áhuga á handverki, sköpun og umhverfisvænu neyslumynstri. Hugmyndin er að slíkur vettvangur geti verið drifkraftur í varðveislu og endurnýjun á hefðbundnu handverki. Í fimm daga, frá miðvikudegi 8. ágúst fram á sunnudag 12. ágúst, safnaðist ungt fólk frá Norð- urlöndunum saman rétt fyrir utan Ósló og tók þátt í skapandi starfi. Ungmennin voru 40 talsins frá Finn- landi, Eistlandi, Svíþjóð, Íslandi, Danmörku og síðast en ekki síst frá gestgjöfunum í Noregi. Búðirnar voru haldnar í lýðháskólanum í Jessheim í Akershus sem er um 40 km frá Ósló og 7 km frá flugvellinum á Gardermoen. Þetta er heimavistarskóli með tveggja manna herbergjum, einstaklingsherbergjum, eldhúsi, borðstofu og margvíslegum vinnuherbergjum og vinnuaðstöðu. Öll umgjörð og aðstaða var til fyrir- myndar. Umhverfið var vel fallið til útiveru og það var stöðuvatn í nágrenninu þar sem hægt var að baða sig þegar tími gafst til. Á kvöldin var skipulögð afþreying en einnig var frjáls tími. Allt iðaði af lífi og fjöri og allir voru beðnir um að skipuleggja og taka þátt í af- þreyingunni en vinnustofurnar voru líka opnar fyrir þá sem vildu vinna á kvöldin. Ungmennin frá Íslandi stóðu sig með stakri prýði og sungu meðal annars þjóðsönginn og buðu upp á píanókonsert. Frá hverju landi voru, auk ungmennanna, einn kennari og einn farastjóri. Sköpunargleðin var í hámarki þessa daga en þátttakendur gátu valið á milli átta ólíkra vinnustofa í tvo heila daga, auk þess sem hægt var að velja tvær styttri vinnustofur þriðja daginn. Í boði var vistvænt tréverk, mokkalúffur, spjaldvefnaður, gerð Led-lampa, útsaumur, lopa- peysuprjón, að renna í tré, sauma og skreyta lausan vasa eða að sauma pils. Íslensku þátttakendurnir völdu flestir spjaldvefnað, en einn renndi úr tré og annar saumaði pils. Á stuttu vinnustofunum var hægt að sauma handstúkur úr mokkaskinni, knippla, prjóna kaðla, renna úr tré, yfirfæra ljósmyndir á ólík efni, þrykkja á efni eða endurvinna gamla plastpoka. UNGT FÓLK Í HANDVERKI H ö f u n d u r : Ragnheiður Valgerður Sigtryggsdótt ir fararst jóri - L j ó m y n d i r : Anne Guri Gunnerød

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.