Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 2019, Qupperneq 56

Hugur og hönd - 2019, Qupperneq 56
56 HUGUR OG HÖND 2019 Síðastliðið sumar fóru sjö þátttakendur frá Íslandi ásamt kennara og fararstjóra í handverksbúðir fyrir ungmenni á aldrinum 16-22 ára í Noregi. Þetta er í fyrsta sinn sem samnorrænar sumarbúðir af þessu tagi eru haldnar á vegum Norrænu Heimilisiðnaðar- félaganna. Norrænar handverksbúðir eru samvinnuverkefni landanna í regnhlífarsamtökunum Nordens husflids- forbund, en búðirnar voru hugsaðar sem tækifæri fyrir ungt fólk með áhuga á handverki, sköpun og umhverfisvænu neyslumynstri. Hugmyndin er að slíkur vettvangur geti verið drifkraftur í varðveislu og endurnýjun á hefðbundnu handverki. Í fimm daga, frá miðvikudegi 8. ágúst fram á sunnudag 12. ágúst, safnaðist ungt fólk frá Norð- urlöndunum saman rétt fyrir utan Ósló og tók þátt í skapandi starfi. Ungmennin voru 40 talsins frá Finn- landi, Eistlandi, Svíþjóð, Íslandi, Danmörku og síðast en ekki síst frá gestgjöfunum í Noregi. Búðirnar voru haldnar í lýðháskólanum í Jessheim í Akershus sem er um 40 km frá Ósló og 7 km frá flugvellinum á Gardermoen. Þetta er heimavistarskóli með tveggja manna herbergjum, einstaklingsherbergjum, eldhúsi, borðstofu og margvíslegum vinnuherbergjum og vinnuaðstöðu. Öll umgjörð og aðstaða var til fyrir- myndar. Umhverfið var vel fallið til útiveru og það var stöðuvatn í nágrenninu þar sem hægt var að baða sig þegar tími gafst til. Á kvöldin var skipulögð afþreying en einnig var frjáls tími. Allt iðaði af lífi og fjöri og allir voru beðnir um að skipuleggja og taka þátt í af- þreyingunni en vinnustofurnar voru líka opnar fyrir þá sem vildu vinna á kvöldin. Ungmennin frá Íslandi stóðu sig með stakri prýði og sungu meðal annars þjóðsönginn og buðu upp á píanókonsert. Frá hverju landi voru, auk ungmennanna, einn kennari og einn farastjóri. Sköpunargleðin var í hámarki þessa daga en þátttakendur gátu valið á milli átta ólíkra vinnustofa í tvo heila daga, auk þess sem hægt var að velja tvær styttri vinnustofur þriðja daginn. Í boði var vistvænt tréverk, mokkalúffur, spjaldvefnaður, gerð Led-lampa, útsaumur, lopa- peysuprjón, að renna í tré, sauma og skreyta lausan vasa eða að sauma pils. Íslensku þátttakendurnir völdu flestir spjaldvefnað, en einn renndi úr tré og annar saumaði pils. Á stuttu vinnustofunum var hægt að sauma handstúkur úr mokkaskinni, knippla, prjóna kaðla, renna úr tré, yfirfæra ljósmyndir á ólík efni, þrykkja á efni eða endurvinna gamla plastpoka. UNGT FÓLK Í HANDVERKI H ö f u n d u r : Ragnheiður Valgerður Sigtryggsdótt ir fararst jóri - L j ó m y n d i r : Anne Guri Gunnerød
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.