Hugur og hönd - 2019, Page 57
2019 HUGUR OG HÖND 57
Einnig voru uppsettir vefstólar fyrir utan kennslu-
stofurnar þannig að allir sem vildu gátu prófað að
vefa þegar stund gafst.
Eitt af aðalmarkmiðum með þessum fyrstu hand-
verksbúðum var að ungt fólk kenndi ungu fólki. Af
þeim sökum voru flestir kennararnir sjálfir ungir
en miðað var við að þeir væru undir þrítugu. Auður
Björt Skúladóttir hönnuður og höfundur bókarinnar
Lopapeysuprjón var fulltrúi Íslands og kenndi hún
undirstöðuatriðin í lopapeysuprjóni á tveggja daga
námskeiðinu. Auk þess var hún með stutt námskeið
í kaðlaprjóni þar sem hún kenndi prjón sem er eins á
báðum hliðum.
Það iðaði allt af lífi og gleði í skólahúsunum í
Jessheim þessa fallegu ágústdaga. Ungmennin
lærðu nýjar aðferðir og tækni og eignuðst nýja vini.
Verkstæðin voru full af einbeittum og vinnusömum
ungmennum sem bjuggu til ótrúlega margt fallegt og
spennandi, og miðluðu þekkingu sinni.
Allt skipulag og utanumhald af hendi Norðmanna
var til fyrirmyndar, maturinn var góður og allt gert
til þess að mæta ólíkum þörfum allra þátttakanda.
Íslensku ungmennin á vegum Heimilisiðnaðarfélags
Íslands voru á allan hátt til fyrirmyndar og unnu
hörðum höndum á sínum vinnustofum við það að læra
nýja tækni og aðferðir.
Gaman er að segja frá því að í framhaldi af ferðinni
ákvað hópurinn að hittast mánaðarlega yfir vetrar-
tímann undir yfirskriftinni; Ungt fólk í handverki.
Á meðal þess sem boðið hefur verið upp á er kennsla
í íslenskum krosssaumi, undirstöðuatriði í hekli,
fyrirlestur um prjónahönnun o.fl. auk þess sem nýir
eintaklingar hafa verið boðnir velkomnir í hópinn.
Í s l e n s k i h ó p u r i n n á s a m t A u ð i B j ö r t S k ú l a d ó t t u r k e n n a ra í
p r j ó n i o g R a g n h e i ð i Va l ge r ð i S i g t r yg g s d ó t t u r f a ra r s t j ó ra .
Ve l v i ð ra ð i t i l ú t i k e n n s l u e n h é r e r u n e m e n d u r á n á m s k e i ð i í
k a ð l a p r j ó n i .
No k k r i r í s l e n s k u þ á t t t a k e n d a n n a m e ð a f ra k s t u r v i n n u s t o f u í s p j a l d ve f n a ð i h j á e i s t n e s k u m k e n n a ra .