Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Side 58

Hugur og hönd - 2019, Side 58
58 HUGUR OG HÖND 2019 Þegar við lítum í kringum okkur í náttúrunni sjáum við mest af grænum lit. Hann kemur af litarefninu Chlorophyl sem gegnir stóru hlutverki í ljóstillífun plantna. Grænan lit er hins vegar erfitt að fá með jurtalitun, því Chlorophyll er alls ekki gott litarefni og því þarf að lita bæði með bláum og gulum lit til að fá grænt. Undir Chlorophyl litarefninu í flestum plöntum leynast hins vegar önnur litarefni sem oftast eru gul, en það sjáum við vel í haustlaufunum þegar græni liturinn hverfur. Gulur litur er nefnilega einn algengasti liturinn í náttúrunni og fjöldinn allur af gulum litarefnum er í jurtum, sem oftast eru falin af græna litnum. Efna- fræðilega tilheyra flest gulu litarefnin hópi flavonóða (e. flavonoids) eða um 90%.1 Nafnið er dregið af latneska orðinu Flavus sem þýðir gulur. Fjöldi þekktra flavonóða er um 8000 nú um stundir og mun fjölga enn með frekari rannsóknum.2 Hundruð jurta geta gefið gula, gullna, gulgræna, rauðgula og gulbrúna liti, en litarefnin eru mismun- andi litföst og þess vegna getur verið áhugavert að skoða aðeins nánar þau litarefni sem þarna eru á ferðinni. Flavonóða (e. favonoid) litarefni eiga það sameigin- legt að það þarf festi til að gera þá litfasta og jafnvel þá komast þau ekki nálægt því að vera jafn litföst og bláir litir indigós og rauðir litir möðrurótar og kaktu- slúsar. Gulir jurtalitir eru einfaldlega ekki vel fastir3 sem sést oft vel í gömlum textíl þar sem gulur litur hefur horfið og skilið eftir sig bláan lit þar sem áður var grænn. Flavonóðar er fjölbreyttur hópur litarefna sem er í jurtum. Þeim er oft skipt í 12 undirflokka, en af þeim eru þrír áhugaverðastir fyrir jurtalitun, flavón, flavonól og antósýanín. Algengustu gulu litarefnin tilheyra undirflokk- unum flavón og flavonól sem saman eru þekkt sem antoxanthin sem þýðir gulu litarefnin, en þau eru hvít til ljósgul.4 Flavónól eru dekkri á litinn en flavón, en flavón gefa föstustu litina. Eitt aðallitarefnið í jurtinni Reseda luteola, Litkoll, sem hefur hvað mest verið notuð til að lita gult, er einmitt flavónið lúteólin sem er hefur besta festu í hópi flavonóða. Þau flavonóðalitarefni sem lita rauða, bláa og fjólu- bláa liti tilheyra undirflokki sem kallast antósýaníne en nafnið kemur af grísku orðunum anthos=blóm og kyanos=blár.5 Þessi litarefni eru rúmlega 400 tals- ins og eiga það sameiginlegt að vera mjög viðkvæm fyrir útfjólubláu ljósi og breytingum á sýrustigi og hafa því lítið eða ekkert verið notuð til litunar meðal evrópskra litunarmeistara fyrri tíma enda dofna litirnir óhjákvæmilega fljótt.6 Auðvelt er að þekkja antósýanín litarefni því þau taka á sig rauðan lit í súru umhverfi, en bláan í basísku umhverfi. Festar til notkunar við jurtalitun Flestar jurtir sem vaxa á Íslandi innihalda litarefni af gerðinni flavón eða flavonól og þurfa því festi til að gefa góðan lit. Það eitt að sjóða jurtir í vatni með textíl, hvort sem er ullargarni eða efnisbút, gefur lítinn lit og alls ekki varanlegan. Festar (e. mordant) geta verið tannín úr jurtum, eða málmsölt eins og t.d. alún, tin, króm, kopar og járn. Alún var og er mikil- vægasti festirinn, enda breytir hann ekki litnum eins og kopar- eða járnsölt gera. Gulir litir verða ólívugrænir með koparfesti og Af gulum lit jurta H ö f u n d u r te xta o g l j ó s m y n d a : Brynhildur Bergþórsdótt ir

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.