Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Page 59

Hugur og hönd - 2019, Page 59
 2019 HUGUR OG HÖND 59 ýmist ólívugrænir eða brúnir með járnfesti. Tin og krómsölt þykja óæskileg efni því þau eru þungmálmar og geta verið hættuleg heilsu manna og eru lítið notuð nú til dags. Það má þó nefna að tinfestir gefur skæra og tæra liti, en fer frekar illa með ull. Krómfestir mýkir ullina og gerir gula og rauða liti sterkari. Skriflegar heimildir eru til um notkun festis frá því á fyrstu öld eftir Krist, en rannsóknir á textíl frá brons- og járnöld benda til þess að menn hafi löngu fyrir þann tíma kunnað að nýta sér eiginleika málmsalta til að festa lit.7 Auðvelt hefur verið að fá járn úr mýrarrauða og vitað er að þannig lituðu íslenskar konur svartan lit snemma á 19. öld.8 Einnig er nokkuð víst að menn fengu koparsölt með því að nota bronspotta við litunina og járn úr járnpottum. Þá er ekki útilokað að menn hafi leyst málma upp í ediki til notkunar við litun.9 Í norður Evrópu er vitað að litunarjafni var notaður á víkingaöld sem festir, en hann inniheldur tiltölu- lega hátt hlutfall af alún. Fundist hafa leifar af litun- arjafna í Jórvík á Englandi frá víkingatíma, en jurtin vex ekki þar, svo nokkuð víst er að hún hefur verið flutt þangað til að nota í litun.10 Mikilvægasta jurtin Án nokkurs vafa er jurtin Reseda luteola ein þriggja mikilvægustu litunarjurta sem ræktaðar voru í Evrópu fyrr á öldum. Hinar eru Isatis tinctoria fyrir bláan lit og Rubia tinctorium fyrir rauðan lit. Jurtin gefur skýran gulan lit sem er mjög fastur. Helsta lit- arefnið í henni er luteolin sem tilheyrir flokki flavóna og er eitt albesta gula litarefnið. Nokkur önnur lit- arefni eins og apigenín er einnig í jurtinni, enda eru litarefnin oftast fjölmörg í hverri jurt. Jurtina er auðvelt að rækta, jafnvel á Íslandi. Hún er tvíær, þannig að hún blómstrar á öðru ári. Fræum er dreifsáð í mold og hulið með þunnu lagi af mold í apríl til maí. Fræplönturnar eru prikklaðar þegar alvöru lauf eru orðin 3-4 og plöntuna má rækta í potti í 6-8 vikur áður en gróðursett er úti. Plönturnar eru G a r n l i t a ð ú r L i t k o l l i . E f s t e r ga r n s e m e k k i h e f u r ve r i ð m e ð h ö n d l a ð m e ð f e s t i . Þ a r f y r i r n e ð a n e r ga r n s e m h e f u r ve r i ð m e ð - h ö n d l a ð m e ð a l ú n i o g s í ð a n l i t a ð . Næ s t e r u p r u f a a f ga r n i s e m va r m e ð h ö n d l a ð m e ð ra b b a r b a ra f e s t i . Þ v í n æ s t e r u p r u f u r s e m h e f u r ve r i ð b re y t t m e ð j á r n i o g k o p a r. S í ð u s t u t v æ r p r u f u r n a r e r u m e ð h ö n d l a ð a r m e ð s ý r u o g s a l m í a k i .

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.