Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 2019, Qupperneq 60

Hugur og hönd - 2019, Qupperneq 60
60 HUGUR OG HÖND 2019 settar út þegar öll hætta á frosti er liðin hjá. Oftast er það um mánaðamót maí, júní. Lítið þarf að hugsa um plönturnar á vaxtartímanum, en þegar laufin eru orðin sæmilega stór er hægt að taka þau ystu og nota til litunar. Oftast er hægt að taka aðra uppskeru síð- sumars. Vel má þurrka laufin og geyma þannig. Litur- inn er ekki síðri af þurrkuðum laufum. Þegar plantan blómstrar á öðru ári, er hægt að safna fræi og sá aftur. Guli liturinn frá Litkoll er ákaflega skær og hreinn. Eiginlega hentar hann best til yfirlitunar og gefur virkilega fallega græna liti með indígó og appel- sínugula með möðrurót. Helstu íslenskar jurtir sem lita gult Árið 1919 kom út lítið rit sem Heimilisiðnaðarfélag Íslands hafði kostað, Jurtalitir eftir Þórdísi Stef- ánsdóttur. Félagið hafði þá ekki bolmagn til að gefa ritið út sjálft og var það því gefið út sem fylgirit við 2. árgang af tímaritinu 19. júní. Í ritinu er gefið yfirlit yfir íslenskar jurtir sem nota má til litunar. Þær gefa allar mismunandi gula liti og eru sumar hverjar vel listfastar. Þær helstu sem hún nefnir eru birkilauf, beytilyng, elftingar, fjallagrös, heimulanjóli, gul- og hvítmaðra, hreindýramosi, litunarmosi, maríu- stakkur, rabarbari, sortulyng, og túnsúra.11 Gulir litir sem ekki eru flavonóðar Til eru margir flokkar gulra litarefna í náttúrunni. Þrír óskyldir flokkar gulra litarefna eru karótenóðar, kúrkúmin og alkalóíðar sem eiga það sameiginlegt að geta litað textíl án aðstoðar festa, ólíkt flavonóðum. Þau gefa einnig sérlega sterka gula liti og hafa víða verið notuð til litunar þrátt fyrir að vera ekki sérlega litföst.14 Fyrst er að nefna karótenóða, sem gefa gulan, rauð- gulan og rauðan lit sem eru í mjög mörgum blómum, ávöxtum og rótum jurta. Um 400 þekkt efni tilheyra þessum flokki, en við þekkjum litina úr blómum eins og t.d. hóffífli, flauelsblómi, ávöxtum tómatplöntunnar og gula lit gulrótarinnar. Þekktasta litunarefnið innan þessa flokks er líklega Annatto fræið ásamt Saffron (e. crocetin) sem er notað sem krydd í austurlenskri mat- argerð, en einnig sem litarefni. Það gefur mjög sterkan lit og góða lykt. Það var notað í austurlöndum og síðar Evrópu m.a. til að lita silki- og hörundirfatnað kvenna en var alltaf dýrt litarefni og ekki sérlega litfast. Kúrkúmín er í rót túrmerikplöntunnar og er líka mjög sterkt litarefni, en ákaflega óstöðugt í sólarjósi og basísku umhverfi. Það hefur þrátt fyrir það verið notað mikið í Austurlöndum til litunar, en var lítið sem ekkert notað af evrópskum litunarmeisturum vegna þess hve fljótt það dofnaði. Síðasti guli flokkurinn, alkalóíðar, sem fást fyrst og fremst úr jurtum af tegundinni berberis og mahóní voru lítið notaðir í Evrópu, en þeim mun meira í Asíu, Ame- ríku og Afríku. Litur þess er einnig mjög sterkur og ólíkt hinum tveimur, þá er hann vel fastur. L i t k o l l u r. L a u f a f L i t k o l l i .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.