Hugur og hönd - 2019, Page 64
64 HUGUR OG HÖND 2019
Eins og fram hefur komið hér í umfjöllun um söðulá-
klæðin gömlu, er glitmunstur unnið á rúðustrikaðan
pappír, ýmist er hægt að gera sín eigin munstur eða
velja munstur, t.d. úr Íslenskri sjónabók, prjóna-
munstur eða hvað það munstur sem unnið er inn í
rúðustrikaðan flöt. Áður en rakið er í slöngu þarf að
ákveða hversu margir þræðir eiga að vera í einni rúðu
eða spori í munstri. Hér eru tekin dæmi af tveimur
uppskriftum og tvær aðferðir notaðar. Sú fyrri er
fyrir púða, litla veggmynd eða borðdregil þar sem
uppistaðan er alveg hulin og fjórir þræðir hafðir í
hverju glitspori, bindimunstur 1 eða E inndráttur.
Seinni uppskriftin ber keim af gömlu hefðinni og
þeim aðferðum sem voru notaðar við vefnað á söð-
uláklæðum og rúmábreiðum. Þar er uppistaðan ullar-
þráður og er nánast hulin en samt greinanleg. Fimm
þræðir eru hafðir í hverju glitspori, bindimunstur 1
D, og 9 þræðir af eingirni í uppistöðunni á cm en áður
fyrr voru gjarnan hafðir sex þræðir í glitspori og 6–9
togþræðir hafðir á cm í gömlu söðuláklæðunum. Til
að fá fínlegri glitspor má einnig hafa fjórða hvern
þráð glitþráð og draga inn í höföld og binda upp eins
og sýnt er á bindimunstri 1 A eða E.
Uppskrift að íslensku gliti
sem hægt er að nota í púða,
veggstykki eða annað
H ö f u n d u r te xta o g l j ó s m y n d a : Ragnheiður Björk Þórsdóttir