Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Síða 66

Hugur og hönd - 2019, Síða 66
66 HUGUR OG HÖND 2019 Uppskrift 2 Seinni uppskriftin er að veggteppi eða rúmá- breiðu sem hægt er að vefa úr Einbandi (tvöföldu), kambgarni, sænskri eða norskri ull sem er tvinnuð og hefur u.þ.b. 2500–6000 m/kg. Lítið sést í uppistöðuna en hún er þó ekki hulin. Mögulegt er að fá einbandið tvinnað sérstaklega fyrir sig hjá Ístex en það er snúð- hart og hentar því betur í uppistöðu fyrir veggstykki en rúmábreiðu. Einnig er hægt að nota tvinnað band frá Uppspuna. Tækni: Íslenskt glit á 4 sköft og 3 skammel. Stærð: Breidd á veggstykki og rúmábreiðu er 120 cm en lengdin getur verið mismunandi. Uppistaða: Eingirni frá Ístex, 5000 m/kg. Ívaf: Sama og í uppistöðunni. Skeið: 45/10, tveir þræðir í hafald og tveir þræðir í tönn, 9 þr/cm. Breidd í skeið: 126 cm en gert er ráð fyrir að voðin rýrni um 5–7% þegar hún er ofin. Þráðafjöldi: 126 x 9 = 1134 + 4 = 1138 þræðir. Glitsporin eru þá 113,8 en þar sem tvö fyrstu og tvö seinustu höföldin eru þrædd með fjórum þráðum þá verða sporin 113 ef dregið er inn samkvæmt bindimunstri 1 D. Ef dregið er inn í höföld samkvæmt bindimunstri 1 A eða E þá eru glitsporin 141. Teppið verður fínlegra í munstri ef notaðir eru færri þræðir í hverju glitspori. Fyrirdragafjöldi á cm: 9–12 þræðir, spólaðir tvö- falt. Um 3 glitumferðir/cm liggja ofan á einskeft- grunninum en vel þarf að gefa upp í og slá þannig að lítið sjáist í uppistöðuna. Ýmist eru höfð 2 eða 3 einskeftufyrirdrög á milli glitumferða hér, allt eftir smekk. Slöngulengd: Eitt veggteppi hér er 185 cm. Gera þarf ráð fyrir 7 cm köntum í byrjun og enda, og 75 cm í framhnýtingar og afvikur: 185 + 14 + 75 = 274 cm eða 2,74 metrar. Þetta er mjög ríflegt í veggteppið og þar sem verið er að vefa eitt veggteppi þá má taka kantana af afganginum sem verður eftir í vefstólnum og sleppa þeim í útreikningum. Ef vefa á fleiri vegg- teppi þá þarf ekki að bæta 75 cm nema einu sinni við uppistöðuna: (185 x 2) + 14 + 14 + 75= 459 cm eða 4,60 metrar. Rúmábreiða þarf að vera 2,10 á lengd og því þarf að taka tillit til þess í útreikningum ef vefa á rúmábreiðu. Efnisþörf í slöngu fyrir eitt veggteppi: 1138 x 2,74 = 3118 metrar eða um 620 gr. af Einbandi. Þegar byrjað er að vefa veggteppið þá er fyrst ofinn 7–10 cm kantur á einskeftuskammelum. Í fyrstu glitsporaumferðinni þarf að setja allar sporasam- stæður í fyrstu munsturlínu niður eins og lýst er hér í umfjöllun um söðuláklæðin gömlu. Þegar munstrið hefur verið ofið er endað á því að gera 7–10 cm kant eins og í byrjun. Það kann að líta út fyrir að vera seinlegt að vefa íslenskt glit en það er frekar fljótlegt þegar vefarinn hefur náð aðferðinni til hlítar og óhætt er að hvetja vefara og nemendur í vefnaði til að spreyta sig á þessari fornu aðferð okkar Íslendinga við að vefa munstur í veggmyndir eða nytjahluti. Þessi uppskrift er úr bókinni ,,Listin að vefa“ sem kemur út á þessu ári og er eftir höfund uppskriftar- innar.

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.