Fréttablaðið - 16.04.2020, Síða 22
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Til eru dæmi um stígvél af þessu tagi á málverkum frá miðöldum en líkt og með
hælaskó, voru lærahá stígvél upp-
haflega fyrst og fremst hönnuð
fyrir karlmenn. Riddarar, sjó-
ræningjar og skyttur eru meðal
þeirra sem sagðir voru klæðast
slíkum stígvélum en þau þóttu
til að mynda afar hentug á hest-
baki og í stríði þar sem þau veittu
aukna vernd. Það kemur því
kannski ýmsum á óvart að lærahá
stígvél voru raunar lengi vel talin
afar karlmannleg. Reiðstígvél ná
enn þann dag í dag oft upp að eða
yfir hné, þó hið síðarnefnda sé nú
sjaldgæfara.
Talið er að orðið „bootleg“ sem
notað er yfir ýmsan ólöglegan
varning eigi uppruna sinn að rekja
til karlmanna á öldum áður sem
földu vínflöskur í stígvélunum
sem þeir klæddust.
Ný og erótísk tenging
Á 19. öld fóru konur að sjást í
læraháum stígvélum í leikhúsi þar
sem þær léku gjarnan unga drengi
og er talið að erótíska tengingin
hafi sprottið þaðan. Út frá því
og yfir Viktoríutímabilið urðu
reimuð lærahá leðurstígvél vinsæl
meðal kvenna og þá ekki síst
vændiskvenna en stígvélin höfð-
uðu til dæmis mjög til karlmanna
með fótablæti. Stígvélin þykja
enn samofin hugmyndum um
kynþokka og blæti en svokallaðar
„dómínur“ (e. dominatrix) klæðast
þeim gjarnan. Þá muna margir
Fáguð og
lokkandi
Lærahá stígvél hafa löngum þótt
afar erótísk en í seinni tíð hafa þau
þó orðið æ algengari og njóta mikilla
vinsælda eins og sjá má á myndum. Camila Cabillo er glæsileg í svörtum
lærastígvélum. NORDICPHOTOS/AFP
Seiðandi Miley Cyrus í silfurlituðum
lærastígvélum. NORDICPHOTOS/AFP
Michelle Obama klæðist hér gullfallegum og glitrandi lærastígvélum frá
Balenciaga en skórnir kostuðu heila 3.900 dollara. NORDICPHOTOS/AFP
Taylor Swift er einstaklega leggjalöng og klæðist oft læraháum stígvélum.
Hérna er hún í silfurlituðum stígvélum í stíl við silfurlitaðan kjól. MYND/GETTY
Ariana Grande á sviði í hvítum læraháum stígvélum. MYND/GETTY
eftir Juliu Roberts í kvikmyndinni
Pretty Woman þar sem hún lék
vændiskonu sem klæddist læra-
háum stígvélum.
Stígvélin urðu svo aftur vinsæl
upp úr sjöunda áratugnum og voru
þau þá oft, og eru enn, notuð við
stutta kjóla og pils. Á níunda ára-
tugnum urðu þau svo aftur vinsæl
þegar tónlistarkonan Madonna
skartaði þeim bæði í myndbönd-
um og á tónleikum. Lærahá stígvél
hafa svo verið áberandi undan-
farin ár og eru meðal annars vin-
sæl meðal tónlistarkvenna á borð
við Taylor Swift, Camila Cabelo,
Ariana Grande og Miley Cyrus.
Almennar vinsældir stígvélanna
eru raunar orðnar svo miklar að
sjálf Michelle Obama, hefur meira
að segja dregið slík yfir hné sér.
Sjón er sögu ríkari.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . A P R Í L 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R