Fréttablaðið - 16.04.2020, Page 25

Fréttablaðið - 16.04.2020, Page 25
Ekki hefur farið fram hjá neinum að mikið mæðir á heilbrigðisstarfsfólki sem ber hitann og þungann af COVID-19 veirufaraldrinum sem nú geisar um allan heim. Heilbrigðisstarfs- menn hætta jafnvel lífi sínu á degi hverjum með því að mæta til vinnu. Fjallað hefur verið um okkar her heilbrigðisstarfsmanna, við Íslend- ingar berjumst ekki við aðrar þjóðir heldur berjumst við illskeyttar veirur og sjúkdóma, með framúr- skarandi vel menntuðum og þjálf- uðum heilbrigðishermönnum. Hætta er á að vaxandi streita auk vanmats í launum geti leitt til kulnunar í starfi. Margar heil- brigðisstéttir eru í sérstakri áhættu því álag og streita er vissulega fylgi- fiskur þess að vera heilbrigðisher- maður. Handleiðsla er gagnreynd forvörn gegn streitu og kulnun en jafnframt mikilvægt brýningar- tæki fyrir fagfólk sem stuðlar að fagþróun. Handleiðsla ætti að vera sjálfsögð sem hluti af starfsskilyrð- um okkar heilbrigðishers en víða er óljóst hvort handleiðsla sé hluti af stuðningúrræðum. Sumar fagstéttir (s.s. félagsráðgjafar, hjúkrunar- fræðingar, sálfræðingar) eru með handleiðsluákvæði í sínum kjara- samningum, mismunandi orðað, en þessar stéttir gera sér grein fyrir að handleiðsla getur skipt sköpum. Já, heilbrigðisherinn okkar þarf handleiðslu og það þarf að huga að starfsskilyrðum þeirra í víðu samhengi þannig að við séum ekki að missa okkar hermenn í ótíma- bæra örorku sökum álags í vinnu og skorts á stuðningi eða að þeir hætti sökum þess að þeir geti ekki framleitt sér eða fjölskylu sinni. Laun heilbrigðisstarfsmanna ættu að endurspegla þá ábyrgð og helgun sem starfinu fylgir og tryggja þarf að starfsskilyrði verndi heilbrigðis- hermennina okkar ásamt því að stuðla að auknum gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustu. Handleiðsla og heilbrigðisher Sveindís Anna Jóhannsdóttir félagsráðgjafi/ handleiðari Af mikilli aðdáun hef ég fylgst með skólafólki takast á við f lókinn veruleika COVID- 19 faraldursins, þar sem hvert nýja úrlausnarefnið rekur annað. Leik- og grunnskólar halda sjó með nýju skipulagi þar sem hver starfsmaður er mikilvægur hlekkur í heildar- keðjunni og framhaldsskólar hafa haldið úti fjarnámi þar sem kapp- kostað er að halda unga fólkinu við efnið og reynt eftir fremsta megni að missa engan frá borði. Tæknin kemur sannarlega við sögu í skólahaldi grunn- og fram- haldsskólanna, nú þegar lögð er áhersla á f jarkennslu með alls konar sniði. Kennarar ná að funda með nemendahópunum sínum í gegnum fjarfundabúnað og geta þannig haldið utan um sitt fólk þótt enginn mæti í hefðbundna skóla- stofu. Ég fylgdist með grunnskóla færa allt sitt starf frá 1. og upp í 10. bekk yfir í fjarkennslu. Sú vinna skilaði um leið mikilli þekkingu, sem á eftir að nýtast öllu skólasam- félaginu til lengri tíma. Ég fylgdist líka með unglingaskólum þar sem leikur einn var að halda uppi hefð- bundnu skólastarfi því tæknin hafði þegar verið innleidd sem eðli- legur hluti námsins. Allt menntakerfið hefur brugð- ist mjög hratt við áður óþekktum aðstæðum. Margir voru reiðubúnir að leita tæknilausna í skólastarfinu, hver og einn lagði sitt af mörkum til að sú vinna skilaði árangri, allir voru reiðubúnir að bæta við sig þekkingu og tryggja að tæknin nýttist sem allra best. Mennta- kerfið mun búa að þeirri þekkingu og reynslu til frambúðar. Fyrir nokkrum vikum hefðu sumir e.t.v. freistast til að segja að tæknin fælist í framtíðinni. Núna getur enginn neitað því að tæknin hefur ruðst á ógnarhraða um allt skólakerfið, eins og samfélagið allt, sem leitar allra leiða til fram- fara og betri þjónustu, öf lugri og öruggari upplýsinga. Til að tæknin nýtist samfélaginu sem best þarf hins vegar að tryggja aðgengi allra að tækni til daglegra nota. Það er mikilvægt jafnréttismál á slíkum umbreytingatímum, auk þess að styrkja hvern og einn til lýð- ræðislegrar þátttöku í stafrænu umhverfi. Menntakerfið hefur beitt sér fyrir vagn stafrænna umbreytinga og hefur alla burði til að draga hann áfram inn í framtíðina. Allir hljóta að gera sér grein fyrir mikilvægi þeirra breytinga, sem við höfum tileinkað okkur af áður óþekktum hraða. Við erum fjórða iðnbyltingin og stafrænar lausnir hluti af hvers- dagslífi okkar. Hikum ekki við að tileinka okkur alla kosti tækninnar, en gætum þess jafnframt að allir sitji við sama borð. Tækifærið er núna. Fögnum þvinguðum framförum Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Garða­ bæjarlistans í Garðabæ Mikið er rætt og ritað um nauðsyn sterkra fjölmiðla þessa dagana og f lestir á því máli að einkamiðlarnir standi höllum fæti. Því miður er það þó svo að einhverjir stjórnmálamenn hall- ast að þeirri leið að auka opinberar fjárveitingar til geirans án þess að hyggja að undirliggjandi vanda, ójöfnum leikvelli þegar kemur að samkeppni við bæði erlenda miðla og ríkið sjálft. Umsvif ríkisins á samkeppnismarkaði Byrjum á stöðu Ríkisútvarpsins. Strax árið 1996 skilaði starfshópur skipaður af ráðherra til að undirbúa ný útvarpslög þeirri niðurstöðu að eðlilegast væri að ríkisfjölmiðillinn hyrfi alfarið af auglýsingamarkaði. Hver einasti starfshópur sem skoðað hefur rekstur stofnunarinnar síðan hefur komist að sömu niðurstöðu, nú síðast árið 2018 þegar svokölluð Björgvinsnefnd skilaði þeirri niður- stöðu að „… Ríkisútvarpið fari hið fyrsta af auglýsingamarkaði. Þar með verði horfið frá samkeppnis- rekstri ríkisins í auglýsingasölu, bæði í sjónvarpi og útvarpi.“ Starfshópar og nefndir eru þó ekki ein um þessa skoðun. Sam- keppniseftirlitið skrifaði álit um umsvif Ríkisútvarpsins árið 2008 og sagði þar telja að „… þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði í sjónvarpi sé veigamikil ástæða þess að ekki eru fleiri öflugar sjónvarpsstöðvar hér á landi …“ Í álitinu er þeim tilmælum beint til menntamálaráðherra að draga Ríkisútvarpið hið fyrsta af samkeppnismarkaði og að lágmarki takmarka verulega umsvif auglýs- ingasölu þar til svo megi verða. Ekk- ert gerðist og í umsögn Samkeppnis- eftirlitsins frá 2012 um frumvarp til laga um Ríkisútvarp segir enn: „Samkeppniseftirlitinu hafa reglu- lega borist ábendingar um að félagið viðhafi enn háttsemi sem sé skaðleg samkeppni og nánar er útskýrð í framangreindu áliti.“ Síðan þá hefur hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýs- ingatekjum á innlendum markaði haldið áfram að aukast. Nágranna- löndin hafa farið allt aðra leið og tak- marka verulega eða jafnvel banna ríkismiðlum að sækja sér auglýsinga- tekjur ofan á hina beinu ríkisstyrki. Ríkisendurskoðun hefur nýverið skilað skýrslu um rekstur Ríkisút- varpsins og fjallar m.a. um lögbrot í auglýsingasölu. Segir orðrétt í skýrslunni að „Ríkisendurskoð- andi bendir á að ekki sé valkvætt að fara að lögum. Það er skylda RÚV ohf. að fara eftir þeim.“ Meira að segja fjölmiðlanefnd sem oft fer silkihönskum um systurstofnun sína, Ríkisútvarpið, hefur á síðustu fjórum árum þurft að senda frá sér 12 álit eða ákvarðanir um brotlega hegðun stofnunarinnar á sam- keppnismarkaði. Ójafn leikur gagnvart erlendum miðlum Íslenskum fjölmiðlum er meinað að hafa tekjur af auglýsingum sem f læða þó allt í kringum íslenska neytendur. Það myndi strax bæta samkeppnisstöðu margra smærri aðila verulega ef létt yrði á höftum af auglýsingum sem tengjast veðmál- um og áfengi. Þetta eru vöruflokkar sem birtast allt í kringum okkur. Sem dæmi má nefna að helmingur allra liða í ensku úrvalsdeildinni ber merki veðmálafyrirtækja á treyjum sínum. Ég leyfi mér að fullyrða að íþróttamiðlar á borð við fotbolti. net þyrftu engan ríkisstuðning ef þeim væri heimilt að auglýsa veð- málasíður og sú fjármögnun væri mun eðlilegri en að setja slíka miðla á framfærslu skattborgara. Hvað varðar áfengið mætti jafnvel tak- marka birtingar við léttvín og bjór og gætu þá allir hætt #léttöl skrípa- leiknum sem nú tíðkast. Auðvitað vilja allir halda börnum og öðrum viðkvæmum frá þessum vörum, en þegar internetið, erlendir miðlar og alþjóðleg átrúnaðargoð koma þeim á framfæri nótt sem nýtan dag, er engin lausn fólgin í að setja veikburða innlenda fjölmiðla eina í sóttkví. Menntun og fræðsla eru miklu vænlegri og uppbyggilegri leiðir að lýðheilsu. Erlendir miðlar hafa einnig for- skot á innlenda þegar kemur að gjaldheimtu þar sem þeir inn- heimta engan virðisaukaskatt af sölu. Munar um minna en þá pró- sentu eins og landsmenn þekkja vel af eigin skinni. Hér er stjórnvöldum í lófa lagið að auka tekjur í stað gjalda. Óskilvirkur ríkisrekstur Í hvert sinn sem stöðu ríkisútvarps á auglýsingamarkaði ber á góma er rætt hvernig eigi að bæta stofnun- inni tekjumissinn en hann yrði um það bil 2,5 milljarðar árlega. Það eru um tvö prómill af ríkisútgjöldum og getur því varla verið grunnfyrir- staðan gegn því að sjálfstæðir miðlar fái að keppa í heilbrigðu umhverfi. Að mati undirritaðs er reyndar engin þörf á að hækka ríkisstuðning við stofnunina enda mætti hugsa sér að minnka samkeppnistekjurnar á fimm ára tímabili niður í ekki neitt. Þessi skoðun er studd af nokkrum staðreyndum: n Ríkisútvarpið hefur til fjölda ára búið við mun minni kröfur um hagræðingu en aðrir miðlar landsins og því er nægt svigrúm til að gera betur í rekstri. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá nóv­ ember 2019 sýnir þetta svart á hvítu. n Kostnaður stofnunarinnar við að sækja auglýsingatekjurnar er verulegur, líklega um 500 mill­ jónir á ári þegar tekin eru saman laun og bónusar starfsmanna, umboðsþóknanir, áhorfsmæl­ ingar o.fl. n Stofnunin hefur stöðugt tekið sér aukið hlutverk. Þurfum við tvær sjónvarpsrásir, þrjár út­ varpsstöðvar, netspilara og fréttavef? Væri útgáfa dagblaðs kannski eðlileg næsta vöruþróun hjá ríkisfjölmiðli? n Nauðsynlegt er að endurskoða rekstur dýrasta dreifikerfis landsins sem er borið uppi af ríkinu. Kerfið er barn síns tíma og svo dýrt að keppinautar sjá sér ekki lengur fært að dreifa efni sínu um það. Betra ríkisútvarp En aftur að innihaldinu, hvernig búum við til gróskumesta umhverfi fjölmiðla á Íslandi? Það er bjarg- föst skoðun mín að skattfé, í formi styrkja sem yrði útdeilt af starfs- mönnum hins opinbera, væri sóun á peningum enda ekkert sem segir að allir fjölmiðlar eigi rétt á að lifa á samkeppnismarkaði. Heilbrigður leikvöllur væri hugsaður þannig að vel reknir miðlar, sem fólk hefur áhuga á, eigi möguleika á að lifa á eigin verðleikum. Það er eitthvað rangt við það að ríkið setji sjálft sig í miðju atburðarásarinnar, tappi fyrst auglýsingafé af samkeppnis- markaðinum, en taki svo lítinn hluta þess fjár og skammti öllum miðlum fé sem uppfylla vissar opinberar kröfur, óháð rekstrargrundvelli við- komandi miðils. Þess utan má óttast að lýðræðinu stafi hætta af því, að sjálfstæðir fjölmiðlar þurfi að segja sig til sveitar. Ánægjuleg afleiðing þess að hið opinbera fari af samkeppnismarkaði verður svo miklu betra ríkisútvarp. Ríkisútvarp þar sem dagskrár- ákvarðanir verða teknar af dagskrár- stjóra en ekki auglýsingadeild. Ríkis- útvarp sem leggur rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð í stað þess að gefa pitsur í beinum útsendingum frá verslunarklösum. Þannig ríkis- útvarp gæti orðið RÚV okkar allra. Höfundur hefur verið í samkeppni við Ríkisútvarpið síðan 2003. Vandi einkarekinna fjölmiðla liggur í samkeppnisumhverfinu Magnús Ragnarsson framkvæmda­ stjóri sölusviðs Símans Handleiðsla er gagnreynd forvörn gegn streitu og kulnun en jafnframt mikil- vægt brýningartæki fyrir fagfólk sem stuðlar að fag- þróun. Hikum ekki við að tileinka okkur alla kosti tækninnar, en gætum þess jafnframt að allir sitji við sama borð. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17F I M M T U D A G U R 1 6 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.