Fréttablaðið - 16.04.2020, Side 29
BÍLAR
Á dögunum fluttum við fréttir af væntanlegum rafjepp-lingi frá Dacia sem yrði sá
ódýrasti á Evrópumarkaði. Nú hafa
yfirmenn Dacia staðfest að bíllinn
sé á leiðinni og komi í sýningarsali
á næsta ári.
Bíllinn er byggður á grunni til-
raunabílsins Dacia Spring Electric,
sem frumsýndur var í mars. Bíllinn
er bylting að mati Dacia og mun
verða ódýrari en VW-Up rafbíllinn,
sem hérlendis kostar 2.990.000 kr. Í
raun og veru er um Renault K-ZE að
ræða en hann er framleiddur fyrir
Kínamarkað og er Dacia-raf bíllinn
einfölduð útgáfa hans. Bílinn er lítið
stærri en VW-Up en situr hærra og
hefur meira jepplingsútlit. Drægi
bílsins verður 200 km samkvæmt
WLTP-staðlinum. Þótt Dacia hafi
ekki gefið upp meira er líklegt að
um sama raf búnað sé að ræða og í
K-ZE en hann notar 26,8 kWh raf-
hlöðu við 44 hestaf la rafmótor
sem drífur framöxulinn. Stærri
rafmótor gæti þó verið líklegur til
að bíllinn verði samkeppnishæfur.
Umboðsaðili Dacia á Íslandi er BL
og þar á bæ hafa menn ekki fengið
miklar upplýsingar um bílinn eins
og er. Að sögn Knúts Steins Kára-
sonar, merkjastjóra hjá BL, kemur
bíllinn þó líklega seinni hluta næsta
árs til landsins.
Dacia-rafjeppinn kemur á næsta ári
Markið var sett h á t t þ e g a r hönnunardeild L e x u s f é k k skipun um að hanna nýjan LC
blæjubíl. „Búið til fallegasta blæju-
bíl í heimi“ var dagskipunin og það
var engin smá áskorun. Lexus vildi
um leið halda í stíl fyrirrennarans
sem unnið hafði til fjölda hönn-
unarverðlauna. Ein aðaláskorun
hönnuða LC Coupé var þaklína
bílsins, en yfirhönnuður bílsins,
Tadao Mori, útskýrir hvers vegna.
„Þótt það séu margir blæjubílar
til í dag eru fáir þeirra stílhreinir
hvort sem toppurinn er uppi eða
niðri. Það á sérstaklega við þegar
toppurinn er uppi því að undir-
bygging blæjunnar býr til ójafnar
línur. Þess vegna var markmiðið
að ná sömu fallegu línunum og í bíl
með hörðum toppi,“ sagði Mori.
Grindin falin
Lykillinn að hinni fullkomnu þak-
línu var staðsetning blæjunnar að
aftanverðu sem var höfð eins fram-
arlega og hægt var. Sérstök áhersla
var lögð á strekkingu mjúka hlutans
til að búa til jafnt yfirborð. Til þess
þurfti að fela grind blæjunnar inni
í henni til þess að hún sæist ekki.
Einnig þurfti að setja blæjuna eins
neðarlega og hægt var þegar hún
fellur niður í bílinn til þess að bíll-
inn sé jafn fallegur með blæjuna
uppi og niðri. Þrír litir verða í boði
á blæjunni, svartur, sandbrúnn
eða sjávarblár, auk fjölda lita á bíl
og innréttingu. Við látum svo les-
endum um að dæma hvernig til
tókst. Engar tækniupplýsingar um
bílinn hafa verið gefnar út enn sem
komið er.
Lexus frumsýnir að sögn
fallegasta blæjubíl í heimi
Lexus-merkið frumsýndi í gær nýja gerð blæjubílsins LC Coupé með það fyrir augum að
bjóða upp á fallegasta blæjubíl í heimi, en talsvert var lagt í nýja hönnun blæjunnar. Bíll-
inn var frumsýndur í gær á netinu en engar tækniupplýsingar hafa verið gefnar út enn.
Þótt ekki sé búið að tilkynna formlega um framleiðslu Polestar 3 hefur yfirhönnuður
Polestar látið hafa eftir sér að hann
verði byggður á Precept-tilrauna-
bílnum. Sá bíll er væntanlegur á
markað árið 2021 sagði hann meðal
annars í viðtali við Autocar.
Að sögn Max Missoni, yf ir-
hönnuðar Polestar er útlitið það
sem búast má við í framtíðinni hjá
merkinu. „Næsti bíll okkar verður
rafdrifinn sportjeppi, Polestar 3, og
hann mun nota sumt af þeirri hönn-
un sem þegar hefur sést í Precept,“
sagði Missoni. Polestar 3 kemur í
kjölfar Polestar 1 og 2 sem eru báðir
sportlegir fólksbílar. Missoni segir
enn fremur að innréttingarnar verði
lágstemmdar og meiri áhersla lögð
á hreinleika og einfaldleika. Þar á
hann meðal annars við að stjórn-
takkar víki fyrir snertiskjáum.
Bíllinn verður hærri á fjöðrun en
núverandi Polestar-bílar og mun
Polestar 3 keppa við bíla eins og
Jagua I-Pace og Tesla Model X.
Polestar 3 fær
jepplingslag
Fjárfestirinn Lawrence Stroll er mættur í framvarðasveit Aston Martin og var meðal annars sá
sem afhjúpaði V12 Speedster sport-
bílinn á dögunum. Autocar tók við-
tal við Andy Palmer, forstjóra Aston
Martin, á dögunum um framtíð
merkisins, þar sem margt athyglis-
vert kom fram.
Meðal þess sem Palmer sagði
var að tími væri kominn til að gera
merkið að breskum Ferrari. „Við
viljum sjá kaupendur bíla okkar
með í að útbúa bílana eins og þeir
vilja, og bíða svo eftir að bíllinn
komi í þeirra hendur.“ Lawrence
Stroll þekkir þetta viðskiptamódel
mjög vel enda hefur hann verið
umboðsmaður Ferrari í Kanada
í mörg ár. Palmer talaði líka um
samband merkisins við Formúlu
1. Hann sagði meðal annars að
samband Aston Martin við Red
Bull myndi halda áfram á þessu
ári og Aston Martin myndi áfram
vera styrktaraðili Red Bull út árið.
„Red Bull hefur komið að hönnun
Valkyrie-ofurbílsins og mun gera
það áfram. Þar fyrir utan erum við
að þróa samband okkar við Racing
Point liðið og það er undir okkur
komið hvernig við nýtum það til
fullnustu,“ sagði Palmer enn frem-
ur. Loks sagði Palmer að áherslan á
næstu árum yrði á bílana með vél-
ina fyrir miðju, og að koma þyrfti
tvinnútgáfum með V6-vélinni á
markað sem fyrst, til að merkið
myndi standast mengunarreglu-
gerðir.
Aston Martin
og framtíðin
Lawrence Stroll er hér til vinstri að
afhjúpa Speedster-sportbílinn.
Polestar 3 verður með svipuðu
lagi og Jagúar I-Pace sem er jepp-
lingslag með lágum prófíl.
Dacia-rafbíllinn verður litlu stærri en VW Up en með hærri veghæð og meira
jepplingslagi. Drægið verður 200 kílómetrar samkvæmt WLTP-staðlinum.
Markmiðið með Lexus LC Coupe var að búa til blæjubíl sem væri jafn fallegur með blæjuna uppi eða niðri, og því þurfti að losna við ójafnar línur.
Eins og sjá má eru línurnar í stoðgrind blæjunnar vart sjáanlegar.
BÍLLINN ER BYLTING
AÐ MATI DACIA OG
MUN VERÐA ÓDÝRARI EN VW UP
RAFBÍLLINN, SEM HÉRLENDIS
KOSTAR 2.990.000 KR.
EIN AÐALÁSKORUN
HÖNNUÐA LC COUPE
VAR ÞAKLÍNA BÍLSINS OG NÁ
FRAM SÖMU LÍNUM OG Í BÍL
MEÐ HÖRÐUM TOPPI.
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21F I M M T U D A G U R 1 6 . A P R Í L 2 0 2 0