Fréttablaðið - 18.04.2020, Síða 16

Fréttablaðið - 18.04.2020, Síða 16
Reglubreytingar sparkspekinga Nú þegar allur fótbolti er stopp er gott að líta yfir regluverkið og athuga hvort breytinga sé þörf á reglunum í þessari fögru íþrótt. Fréttablaðið fór á stúfana og fékk nokkra góða sparkspekinga til að rýna í reglurnar og leggja til nauðsynlegar breytingar á þeim. Hjörvar Hafliðason sparkspekingur Ég myndi afnema markspyrnuna. Þegar andstæðingur setur boltann af tur f y r ir endamörk my ndi mark vörður þá taka boltann upp eins og við þekkjum úr handboltanum til dæmis og þyrfti að losa sig við hann á innan við sex sekúndum. Því margir markmenn eru góðir í, og ég var það sjálfur, að gefa sér um mínútu í markspyrnu. Stilla boltanum upp, græja einhvern hól, græja þetta og gera hitt. Svo er aldrei byrjað að spjalda þá fyrr en seint í síðari hálf leik. Ég held að þetta yrði fótboltanum til heilla. Ásta Eir Árnadóttir landsliðskona í fótbolta Ég væri til í að hætta með upp­ bótartíma. Gera þetta frekar eins og þeir í bandaríska háskólabolt­ anum. Þegar 10 sekúndur eru eftir af leiknum þá hefst niðurtalning í kallkerfinu. Margt getur gerst á þessum 10 sekúndum og mikil dramatík og spenna myndast, sér­ staklega ef leikurinn er jafn. Tala nú ekki um ef liðið þitt skorar á síðustu sekúndunum. Það er veisla. Tómas Þór Þórðarson ritstjóri Enska boltans á Símanum Ég varð svolítinn skotinn í þeirri hugmynd um daginn sem ég las um að það mætti rekja boltann úr hor ni. Það my ndi aðeins breyta dýnamíkinni í kringum hornspyrnu og halda mönnum á tánum. Það þarf ekki alltaf að gera 40 sekúndna hlé á leiknum og bíða eftir að turnarnir mæti. Þetta yrði ekki allt jafn fyrirsjáanlegt. Baldur Sigurðsson leikmaður FH og verkfræðingur Það eru tvær breytingar sem eru mér ofarlega í huga. Annars vegar að fá gullmark í framlengingu aft ur inn. Úrslitaleikurinn á milli Frakka og Ítalíu á EM 2000 situr enn í minn­ ingunni sem einn skemmti legasti úrslitaleikur sem ég hef séð. Það er eitthvað heillandi við það að næsta mark tryggi sigur þegar komið er í fram lengingu. Svo þarf að fara að taka miklu harðar á leikaraskap hins vegar. Komi í ljós að lið hafi hagnast á leik araskap á að setja viðkomandi leikmann í minnst 3 leikja bann. Linda Þórðardóttir í barna- og unglingaráði FH Taka í burtu heimavallarregluna í framlengingu í útsláttarleikjum. Orri Freyr Rúnarsson umsjónarmaður Sportrásarinnar á Rás 2 Þar sem þetta er mitt eina tækifæri til að hafa varanleg áhrif á íþróttina ákvað ég að hugsa stórt. Fæstum finnst skemmtilegt að horfa á leiki sem enda 0­0, það er auðvitað hægt að dást að öguðum varnarleik og öf lugri taktík þjálfara en f lestir kjósa frekar fjöruga markaleiki. Þess vegna hef ég ákveðið að fram­ vegis megi markmenn ekki nota hendur ef staðan er 0­0 og komið fram í uppbótartíma. Þetta myndi leiða til þess að drepleiðinlegir leikir myndu allavegana fá alvöru endasprett. Stefán Árni Pálsson blaðamaður á Vísi Byrjum á því að leyfa mönnum að rífa sig á kassann eftir mark. Það er gjörsamlega óþolandi að menn fái gult spjald fyrir að sýna smá ástríðu. Svo ef ég á að vera mjög drastískur þá væri ég bara til hætta bara með jafntefli. Framlengja og vító, alltaf. Dómarar eru regluverðir hins fagra leiks. Það getur reynt á þá, enda sumar reglur fótboltans flóknar. Fáar reglubreytingar hafa orðið á leiknum undanfarin ár. MYND/GETTY 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.