Fréttablaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 16
Reglubreytingar sparkspekinga Nú þegar allur fótbolti er stopp er gott að líta yfir regluverkið og athuga hvort breytinga sé þörf á reglunum í þessari fögru íþrótt. Fréttablaðið fór á stúfana og fékk nokkra góða sparkspekinga til að rýna í reglurnar og leggja til nauðsynlegar breytingar á þeim. Hjörvar Hafliðason sparkspekingur Ég myndi afnema markspyrnuna. Þegar andstæðingur setur boltann af tur f y r ir endamörk my ndi mark vörður þá taka boltann upp eins og við þekkjum úr handboltanum til dæmis og þyrfti að losa sig við hann á innan við sex sekúndum. Því margir markmenn eru góðir í, og ég var það sjálfur, að gefa sér um mínútu í markspyrnu. Stilla boltanum upp, græja einhvern hól, græja þetta og gera hitt. Svo er aldrei byrjað að spjalda þá fyrr en seint í síðari hálf leik. Ég held að þetta yrði fótboltanum til heilla. Ásta Eir Árnadóttir landsliðskona í fótbolta Ég væri til í að hætta með upp­ bótartíma. Gera þetta frekar eins og þeir í bandaríska háskólabolt­ anum. Þegar 10 sekúndur eru eftir af leiknum þá hefst niðurtalning í kallkerfinu. Margt getur gerst á þessum 10 sekúndum og mikil dramatík og spenna myndast, sér­ staklega ef leikurinn er jafn. Tala nú ekki um ef liðið þitt skorar á síðustu sekúndunum. Það er veisla. Tómas Þór Þórðarson ritstjóri Enska boltans á Símanum Ég varð svolítinn skotinn í þeirri hugmynd um daginn sem ég las um að það mætti rekja boltann úr hor ni. Það my ndi aðeins breyta dýnamíkinni í kringum hornspyrnu og halda mönnum á tánum. Það þarf ekki alltaf að gera 40 sekúndna hlé á leiknum og bíða eftir að turnarnir mæti. Þetta yrði ekki allt jafn fyrirsjáanlegt. Baldur Sigurðsson leikmaður FH og verkfræðingur Það eru tvær breytingar sem eru mér ofarlega í huga. Annars vegar að fá gullmark í framlengingu aft ur inn. Úrslitaleikurinn á milli Frakka og Ítalíu á EM 2000 situr enn í minn­ ingunni sem einn skemmti legasti úrslitaleikur sem ég hef séð. Það er eitthvað heillandi við það að næsta mark tryggi sigur þegar komið er í fram lengingu. Svo þarf að fara að taka miklu harðar á leikaraskap hins vegar. Komi í ljós að lið hafi hagnast á leik araskap á að setja viðkomandi leikmann í minnst 3 leikja bann. Linda Þórðardóttir í barna- og unglingaráði FH Taka í burtu heimavallarregluna í framlengingu í útsláttarleikjum. Orri Freyr Rúnarsson umsjónarmaður Sportrásarinnar á Rás 2 Þar sem þetta er mitt eina tækifæri til að hafa varanleg áhrif á íþróttina ákvað ég að hugsa stórt. Fæstum finnst skemmtilegt að horfa á leiki sem enda 0­0, það er auðvitað hægt að dást að öguðum varnarleik og öf lugri taktík þjálfara en f lestir kjósa frekar fjöruga markaleiki. Þess vegna hef ég ákveðið að fram­ vegis megi markmenn ekki nota hendur ef staðan er 0­0 og komið fram í uppbótartíma. Þetta myndi leiða til þess að drepleiðinlegir leikir myndu allavegana fá alvöru endasprett. Stefán Árni Pálsson blaðamaður á Vísi Byrjum á því að leyfa mönnum að rífa sig á kassann eftir mark. Það er gjörsamlega óþolandi að menn fái gult spjald fyrir að sýna smá ástríðu. Svo ef ég á að vera mjög drastískur þá væri ég bara til hætta bara með jafntefli. Framlengja og vító, alltaf. Dómarar eru regluverðir hins fagra leiks. Það getur reynt á þá, enda sumar reglur fótboltans flóknar. Fáar reglubreytingar hafa orðið á leiknum undanfarin ár. MYND/GETTY 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.