Feykir


Feykir - 29.11.2017, Side 11

Feykir - 29.11.2017, Side 11
112 01 7 Þórólfur á Hjaltastöðum við Fossána. 12 01 7 Nönnu kannast örugglega allir við sem einhvern tímann hafa heyrt talað um matreiðslubók enda hefur hún gefið út tuttugu slíkar síðustu nítján árin auk þess að hafa skrifað ótal þætti um mat í hin og þessi blöð og tímarit. Fyrsta bók Nönnu, Matarást, var endurútgefin í haust en hún er sannkallað afræðirit um mat og matargerð og er hún til á fjölmörgum heimilum. Feykir falaðist eftir nokkrum upp- skriftum hjá Nönnu og lagði fyrir hana nokkrar spurningar í leiðinni. Nanna segir matreiðsluáhugann ætíð hafa verið til staðar og þegar hún var átta ára hafi hún óskað sér matreiðslubókar í jólagjöf. Ýmsar bernskuminningar á hún um mat- reiðslutilraunir, flestar misheppnaðar. Við spurðum Nönnu um steypu- járnspottana, hvort þeir væru dýrir og vandmeðfarnir? „Steypujárnspottar skiptast í emi- leraða potta og óhúðaða járnpotta og þeir þurfa misjafna meðferð. Með þá emileruðu skiptir mestu að hita þá ekki of hratt eða mikið og kæla þá ekki snöggt. Og skrúbba þá ekki með stálull. Þeir óhúðuðu þola háan hita mjög vel en geta ryðgað ef maður sápuþvær þá eða lætur standa vatn í þeim lengi. Og það þarf að olíubera þá af og til. Svona pottar geta verið mjög dýrir en eru það alls ekki alltaf og það er lítill sem enginn munur á notkun dýrra og ódýrra potta, þeir skila jafngóðum mat. Þeir dýru endast stundum betur. En gamlir, slitnir og jafnvel svolítið ryðgaðir pottar eru vel nothæfir, til dæmis til að baka brauð og elda grænmeti, þótt maður beri þá kannski ekki á borð í matarboði. Besta steypujárnspannan mín er 50-60 ára gömul Husqvarna-panna.“ Er hægt að elda hvað sem er í pottunum? „Já, eiginlega, en það er svo sem engin ástæða til að sjóða grænmeti eða grjón í þeim. Hins vegar henta þeir mjög vel til að ofnsteikja kartöflur og annað Litið í pottana hjá meistara matreiðslubókanna UMSJÓN Fríða Eyjólfsdóttir Jólauppskriftir Nönnu Rögnvaldar Nýlega kom út bókin Pottur, panna og Nanna en hún er eftir Skagfirðinginn Nönnu Rögnvaldardóttur, ritstjóra hjá Forlaginu, sem ólst upp í Djúpadal í Blönduhlíð til tíu ára aldurs er fjölskyldan flutti út á Sauðárkrók. Í bókinni er fjallað um steypujárnspotta, meðferð og umhirðu þeirra ásamt fjölda uppskrifta sem elda má í steypujárnspottum. grænmeti eða ofnbaka grjónagraut eða rísottó. Svo geta ólíkir pottar hentað misvel – emaleraðir pottar eru til dæmis betri til að sjóða tómatsósur og rauðvínspottrétti vegna sýrunnar í hráefninu, óhúðaðir pottar henta aftur á móti betur til djúpsteikingar en emileraðir. Hvað hafa pottarnir fram yfir venjulega potta? Þeir halda mjög vel í sér hita og eru með þéttu og þungu loki svo að þeir eru mjög hentugir t.d. til ofnsteikingar og hægt að setja þá beint af hellu í ofn og öfugt. Þeir endast yfirleitt ótrúlega vel. Steypujárnspönnur eru sérlega góðar þegar steikja á við háan hita eða stinga pönnunni í ofninn – nema þær séu með tréskafti.“ En hvað skyldi Nönnu þykja skemmtilegast að elda og hvernig ætli uppskriftirnar verði til? „Mér finnst skemmtilegast að elda algjörlega af fingrum fram. Koma að eldavélinni með hugann tóman, opna skápana, athuga hvað er til og setja svo eitthvað saman. Ég er alltaf að lesa um mat og læra eitthvað nýtt og þá kvikna hugmyndir sem ég prófa mig svo áfram með. Stundum er ég með ákveðið aðalhráefni eða eitthvert þema, skoða tíu eða tuttugu uppskriftir og blanda svo ýmsu úr þeim saman og prjóna við. Mér finnst líka gaman að skoða myndir af mat án þess að lesa uppskriftina og elda það sem ég held að sé á myndinni. Svo les ég kannski uppskriftina og kemst að því að þarna er eitthvað allt annað á Nanna Rögnvaldardóttir. Steiktar andabringur. Myndirnar eru úr safni Nönnu.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.