Feykir


Feykir - 29.11.2017, Side 12

Feykir - 29.11.2017, Side 12
2 01 712 2 01 712 ferðinni. Þannig hafa ýmsir góðir réttir orðið til.“ En víkjum að jólamatseldinni, er eitthvað sérstakt sem fólk ætti að hafa í huga varðandi hana? Ég ráðlegg fólki alltaf að skipuleggja tímann fyrirfram, setjast niður og skrifa hjá sér hvað þarf að gera og í hvaða röð, svo að maður standi ekki til dæmis á síðustu stundu með eitthvað þrennt sem þarf að fara í ofninn, allt á mismunandi hita. Hver er hinn hefðbundni jólamatur Nönnu? Ég er lítið fyrir hefðir í jólamat og nú er ég hætt að elda hann því ég fer alltaf til útlanda um jólin. Í fyrra fékk ég þrennu af villisvíni, kengúru og zebrahesti í Trieste á Ítalíu, árið áður kanínupottrétt á Möltu og þar áður reyktan saltfisk og rauðvínssoðnar grísakinnar á Madeira. Hef ekki hugmynd um hvað ég fæ í ár. En síðustu árin sem ég eldaði sjálf um jólin voru reyndar oftast andabringur, barnabörnin tóku ekki annað í mál. Þríréttuð jólamáltíð sem ekki krefst þess að maður eyði öllum aðfangadegi í eldhúsinu. Uppskriftirnar eru ætlaðar fyrir fjóra, þótt ísinn myndi nú sennilega endast handa fleirum. FORRÉTTUR Hörpuskel með kryddjurtasmjöri Galdurinn er að hörpuskelin sé sem þurrust þegar hún fer á pönnuna, sem þarf að vera rjúkandi heit. Uppskriftin er úr bókinni Pottur, panna og Nanna. 400 g risahörpuskel pipar og salt lófafylli af söxuðum, ferskum kryddjurtum eftir smekk, t.d. steinselja og óreganó 3 msk olía 50 g smjör Taktu þiðnaða hörpuskelfiskana úr umbúðunum og raðaðu þeim á eldhúspappír. Láttu þá standa nokkra stund og þerraðu þá vel. Kryddaðu þá svo með pipar og salti. Saxaðu kryddjurtirnar smátt. Hitaðu pönnu þar til rýkur af henni. Helltu olíunni á hana. Raðaðu hörpuskelfiskunum á hana og steiktu þá við háan hita í 2 mínútur. Snúðu þeim þá við og steiktu í um 1 mínútu á hinni hliðinni. Taktu skelfiskana af pönnunni og settu þá á disk. Slökktu undir pönnunni, settu smjörið á hana og svo kryddjurtirnar og hrærðu þar til smjörið er bráðið og aðeins farið að brúnast. Raðaðu hörpuskelfiskunum á fat eða diska og austu kryddjurtasmjörinu yfir. Berðu fram gott brauð með. AÐALRÉTTUR Steiktar andabringur Andabringur eru fljótlegur, ein- faldur og þægilegur jólamatur og barnabörnin taka ekki í mál að fá annað á aðfangadagskvöld. 3-4 andabringur pipar og salt 4 perur safi úr ½ sítrónu 80 g apríkósur eða gráfíkjur 60 g pekanhnetur klettasalat eða önnur salatblöð bláber, rifsber eða önnur ber Sósa: 400 ml gott andasoð (eða vatn og andakraftur) 3 msk dökkt portvín (má sleppa) sósujafnari 100 ml rjómi pipar og salt ef þarf Þerraðu bringurnar með eldhús- pappír og skerðu tígulmynstur í fitulagið án þess að skera í kjötið. Kryddaðu bringurnar með pipar og salti og láttu þær standa í nokkrar mínútur. Flysjaðu á meðan perurnar, settu þær í pott með sítrónusafa og svo miklu vatni að fljóti yfir og sjóddu þær í 8-10 mínútur. Taktu þær þá upp úr. Hitaðu ofninn í 200°C og hitaðu eldfast mót í honum. Hitaðu pönnu nokkuð vel, settu bringurnar á hana Jólauppskriftir Nönnu með fituhliðina niður og steiktu þær við góðan hita í 6-8 mínútur, eða þar til þær eru fallega brúnar og meirihlutinn af fitunni hefur bráðnað af þeim. Snúðu þeim þá við og steiktu þær í 1-2 mínútur en færðu þær þá í eldfasta mótið og settu þær í ofninn í um 12 mínútur, eða eftir þykkt. Helltu mestallri fitunni af pönn- unni (geymdu hana, hún er mjög góð til steikingar). Skerðu perurnar í tvennt og steiktu þær við meðalhita, ásamt apríkósum eða gráfíkjum og hnetum, þar til perurnar hafa tekið lit. Settu andasoð og portvín í pott og láttu sjóða smástund. Þykktu með sósujafnara, hrærðu rjóma saman við og kryddaðu eftir þörfum. Taktu bringurnar út, settu þær á bretti og láttu standa í nokkrar mínútur. Hrærðu soðinu úr mótinu saman við sósuna. Skerðu svo bringurnar í sneiðar á ská og raðaðu þeim á fat, ásamt perum, apríkósum og hnetum. Dreifðu e.t.v. berjum yfir og berðu fram með sósunni, steiktum eða brúnuðum kartöflum og rauðkáli. EFTIRRÉTTUR Jarðarberjaís með sósu 300 g jarðarber, fersk eða frosin (og meira til að bera fram með ísnum) 1-2 msk sítrónusafi 6 eggjarauður 100 ml þunnt hunang 250 ml rjómi Maukaðu berin með sítrónusafanum. Þeyttu eggjarauður og hunang mjög vel saman og blandaðu svo jarðarberjamaukinu saman við með sleikju. Stífþeyttu rjómann og blandaðu honum gætilega saman við. Settu í form og frystu í nokkrar klukkustundir. Láttu ísinn mýkjast smástund áður en hann er borinn fram með meiri jarðarberjum og e.t.v. með jarðarberjasósu: Jarðarberjasósa: 250 g jarðarber, fersk eða frosin 2 tsk sítrónusafi 1-2 msk hunang eða sykur Skerðu berin e.t.v. í grófa bita. Settu þau í pott ásamt sítrónusafanum og hunanginu eða sykrinum og láttu malla rólega í nokkrar mínútur, þar til berin eru mjúk eða komin í mauk. Taktu þau af hitanum og láttu kólna. Hörpuskel með kryddjurtasmjöri. Jarðaberjaís með sósu.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.