Feykir


Feykir - 29.11.2017, Qupperneq 13

Feykir - 29.11.2017, Qupperneq 13
132 01 7 Jólin mín Margrét Sigurðardóttir brottfluttur Króksari „Það eru engin jól nema baka nokkrar smákökur“ Jólin eru... skemmtileg. Hvað kemur þér í jólaskap? Að skreyta og hlusta á jólalög í útvarpinu. Hvert er besta jólalagið? Jólin koma. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Borða góðan mat og vera með fjölskyldunni. Hvað langar þig í jólagjöf? Ekkert sérstakt. Synir mínir sega að það sé erfitt að vita hvað eigi að gefa mér. Ég segi alltaf; ég veit það ekki, ég á allt sem mig langar í. Bakar þú fyrir jólin? Já, það geri ég. Það eru engin jól nema baka nokkrar smákökur eða þannig. Hver er uppáhaldsköku- sortin þín? Piparkökurnar hennar Báru frænku. Þær eru ómissandi um jólin. Jólin mín Hreiðar Örn Steinþórsson Sauðárkróki Langar í eitthvað gott úr kaupfélaginu Jólin eru... góður tími með fjölskyldunni. Hvað kemur þér í jóla- skap? Jólaskapið kemur þegar rjúpurnar eru steiktar og ilmurinn berst um húsið. Hvert er besta jólalagið? Gott jólarokk með Bagga- lút. Hvað finnst þér ómiss- andi að gera yfir hátíði- rnar? Kíló af Nóakonfekti og ískaldur jólabjór með og góð jólamynd í sjónvarpinu. Hvað langar þig í jólagjöf? Vonandi eitthvað gott úr kaupfélaginu okkar. Bakar þú fyrir jólin? Að sjálfsögðu verða nokkrar sortir teknar fyrir jólin Hver er uppáhaldsköku- sortin þín? Sörurnar eru alltaf bestar Ljós verða tendruð Það verður jólastemning á Sauðárkróki laugardaginn 2. deseember Ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi kl. 15:30. Jólatréð er að þessu sinni ræktað í heimabyggð. Mætum hress og kát í aðventustemninguna á Króknum! Áramótabrennur í Skagafirði á gamlárskvöld HOFSÓS Kveikt verður í brennu á Móhól kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis kl. 21:00. HÓLAR Kveikt verður í brennu sunnan við Víðines kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis kl. 21:00. SAUÐÁRKRÓKUR Kveikt verður í brennu kl. 20:30. Flugeldasýning Skagfirðingasveitar kl. 21:00. VARMAHLÍÐ Kveikt verður í brennu við afleggjarann upp í Efri-Byggð kl. 20:30. Flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar kl. 21:00. Sveitarfélagið Skagafjörður óskar íbúum Skagafjarðar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Jóladagatal Skagafjarðar er á www.skagafjordur.is www.hsn.is

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.