Feykir - 29.11.2017, Qupperneq 16
2 01 716
Málar bæði
á kerti og kort
VIÐTAL
Fríða Eyjólfsdóttir
Handverkskonan Dóra
Í hugum margra eru
kertaljós ómissandi hluti af
jólastemningunni og ekki skemmir
nú fyrir að kertin séu fagurlega skreytt og augnayndi. Falleg
kerti eru líka tilvalin til gjafa og hvað er þá skemmtilegra en
íslensk kerti með íslensku handverki.
Listakot Dóru er rekið á bænum
Vatnsdalshólum í mynni Vatnsdals.
Þar býr listakonan Hólmfríður Dóra
Sigurðardóttir ásamt eiginmanni sínum
og í stofunni á bænum hefur hún
vinnustofu sína þar sem hún
málar á kerti og kort og
ýmislegt fleira ef tími
gefst til.
Blaðamaður leit
við hjá Dóru
í þvi skyni að
kynna sér örlítið
framleiðsluna hjá
henni.
Kertin hennar
Dóru eru öll hand-
máluð fríhendis og
hún fæst að mestu við að
mála jólamunstur. Hún hefur
í mörg ár selt kerti til Jólagarðsins
í Eyjafjarðarsveit en nú orðið fást kertin
hennar líka í Sjafnarblóminu á Selfossi,
Hitt og þetta handverk á Blönduósi og í
Litlu jólabúðinni í Reykjavík. Fyrir jólin
fer Dóra líka á markaði í nágrenninu
og selur vöru sína. Upphafið að kerta-
máluninni var að fyrir 25 árum bað
kertaverksmiðja, sem starfaði á Borðeyri,
hana um að prófa að mála á kerti sem þar
voru framleidd. Sú verksmiðja starfar
ekki lengur en Dóra segist eingöngu
mála á íslensk kerti frá verksmiðjunni
Heimaey í Vestmannaeyjum sem
séu langbestu kertin þar sem þau
brenni jafnt og vel, auk þess sem hún
vilji styrkja íslenska framleiðslu. Hún
segist setja þau skilyrði ef komið
sé með kerti til hennar
að þau séu íslensk,
nema um sé að
ræða ferm-
ingarkerti
eða eitt-
hvað slíkt
sem fólk
óskar eftir
að fá málað á
en þá taki hún
enga ábyrgð á
því hvernig kertin
brenna. Dóra notar
sérstaka liti sem ekki
kviknar í til að mála á kertin
og það tók hana langan tíma og mikla
rannsóknarvinnu að finna út hvaða
málning væri best.
Úrvalið af kertunum er mikið og
mikill fjöldi mynstra. Dóra segist vera
með yfir 40 munstur og mörg þeirra
séu útfærð í ýmsum litum, allt eftir því
hvernig grunnurinn sé. Hún málar m.a.
á aðventukerti, myndir sem tákna hvern
sunnudag aðventunnar og lætur fylgja
með leiðbeiningar um heiti kertanna
og í hvaða röð þau komi. Svo útbýr
Jólamarkaður
í Árgarði 9. desember.
Alls konar dýrindis varningur og
handverk til sölu, kaffi og
vöfflur með rjóma á 1000 kr.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Opið frá kl. 14 - 18.
Höfum gaman saman.
Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps
Guðbjörg Elsa tekur við
pöntunum á söluborðum
í síma 867 7280
eftir kl.16 alla daga,
verð fyrir borð, 1500 kr.
Sendum starfsfólki og
viðskiptavinum nær og fjær
okkar bestu
jóla- og nýárskveðjur
eiginmaðurnn umbúðirnar um kertin.
En það eru ekki bara kertin sem Dóra
framleiðir. Einnig málar hún kort fyrir
ýmis tækifæri og er nýbyrjuð að mála
jólakort eftir að verslun á Blönduósi
óskaði eftir því. Hún er líka lærður
skrautskrifari og tekur að sér að skrifa á
kort fyrir fólk og svo útbýr hún líka kort
sem pakkaskraut fylgir. Þá hefur Dóra
afskaplega gaman af að að mála málverk
og hefur m.a. haldið samsýningu með
dóttur sinni á Hvolsvelli og er með verk
til sýnis á Hótel Selfossi.
Hægt er að skoða verkin hennar
Dóru á Facebook-síðunni Listakot
Dóru.
2 01 7
b
b
b
b
b
b
b
b
b