Feykir - 29.11.2017, Síða 21
212 01 7
N
Ý
PR
EN
T
eh
f.
Hátíð um áramót
Tónleikar okkar verða í Menningarhúsinu Miðgarði
föstudaginn 29. desember næstkomandi kl. 20:30
Miðaverð kr.4.000
Forsala aðgöngumiða í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki og í KS Varmahlíð
Karlakórinn Heimir
Karlakórinn Heimir óskar Skagfirðingum og öðrum velunnurum
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir stuðning liðinna ára
Fjölbreyt
t
og skemm
tileg
efnisskrá
að vanda
!
www.heimir.is
Óskar
Valmar Stebbi
Tom
Biggi
SÓKNARÁÆTLUN
NORÐURLANDS VESTRA
RÚNA – ÖRLAGASAGA
eftir Sigmund Erni Rúnarsson
Bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Rúna örlagasaga,
segir frá sigrum Rúnu Einarsdóttur sem ólst upp í
fásinni og náttúrufegurð í Svínadal í Húnavatnssýslu,
eins og segir í kynningu.
Rúna náði hæstu hæðum glæsilífs en líka dýpstu
dölum tilverunnar. Hér segir ekki einungis frá sigrum
Rúnu heldur líka konunni á bak við glansmyndina,
einsemd hennar og sorgum, konunni sem á tímabili
fannst eins og öll sund væru lokuð.
Íslenskar ævisögur eru
sígildar í jólapakkann
Bókaútgáfur tengdar Norðurlandi vetra
LEIÐIN FRÁ LANGANESI
SUÐUR Í HÖF OG HEIM AFTUR
eftir Sölva Sveinsson
Eins og sagt er frá annars staðar í Jólablaðinu þá
gefur Króksarinn, Sölvi Sveinsson, út tvær bækur
fyrir þessi jól og er sagt frá bókinni Gleymdur og
geymdur orðaforði á bls. 9.
Síðari bókina, Leiðin frá Langanesi suður
í höf og heim aftur, skráði Sölvi. Hún fjallar um
viðburðaríka ævi Jóns Eggertssonar sem fæddist og
ólst upp á Þórshöfn en starfaði víða, m.a. á norsku
tankskipi. Heim kominn settist Jón að í Borgarnesi
og rak þar efnalaug og verslun um árabil.
SVAR SOFFÍU
eftir Soffíu Tolstaju og Leó Tolstoj
Lafleur útgáfan á Sauðárkróki stendur fyrir
útgáfa tveggja bóka fyrir þessi jól. Annars vegar
er um smásögur að ræða og hins vegar þýðingar.
Smásögurnar fjalla að nokkrum hluta um eða
gerast í handanheimum, sem fólk hefur mikinn
áhuga á. Benedikt Lafleur segir að sú sem skrifi
smásögurnar, Ingibjörg Elsa Elsa Björnsdóttir, eigi
einnig stóran hluta í bókinni Svar Soffíu.
Benedikt segir að þar sé um bókmenntavið-
burð að ræða þar sem bókin innihaldi þrjár
nóvellur; tvær eftir Soffíu Tolstaju, eiginkonu
Leó Tolstoj, sem lágu í þagnargildi í 100 ár, og
síðan Kreutzer sónötu Leós. „Ekki var ætlast til þess að konur skrifuðu mikið á
þessum tíma og ekki mátti skyggja á Leó Tolstoj, sem er einn mesti skáldajöfur allra
tíma,“ segir Benedikt.
„Mér finnst þessar sögur Soffíu alveg vera í sama klassa og hjá eiginmanninum,
og jafnvel betri. Það eru þvílík gæði á þessum sögum. Tildrög þessara sagna er
Kreutzer sónata Leos Tolstoj. Hún var mjög umdeild og bönnuð í Rússlandi í
upphafi en konan hans, Soffía, fór á fund ráðamanna til að freista þess að fá bann-
inu aflétt,“ segir Benedikt. Það tókst og banninu var svo aflétt með þeim skilmálum
að hún yrði gefin út í stórri heildarútgáfu sem enginn hefði efni á að kaupa. „Þeim
skjátlaðist hrapalega því bókin seldist vel og varð vinsæl en um leið umdeild,“ segir
Benedikt. „Ég vil endilega reyna að vekja athygli á þessu með tilliti til allra þeirra
mála sem eru að koma upp núna, kynferðislega áreitni. Þetta er akkúrat það sem
Leó tekur á í bók sinni og svo Soffía sem skrifar sögur sem svar við Kreutzer sónötu
eiginmannsins. Þess vegna heitir bókin Svar Soffíu.“
Sögur Soffíu í sama klassa
og hjá eiginmanninum
Lafleur-útgáfan