Feykir - 29.11.2017, Blaðsíða 22
2 01 722
4 eggjahvítur
3 dl (250 gr) sykur
7 dl (250 gr) kókosmjöl
Rúsínur
Auk þess hjúpsúkkulaði.
Aðferð: Pískið eggjahvíturnar
í potti með gaffli. Blandið
sykri, kókosmjöli og rúsín-
um saman við. Hrærið í
pottinum með trésleif við
vægan hita þar til deigið er
mjúkt og hangir vel saman.
Mótið litla, eða stóra,
toppa, og setjið á smurða
plötu. Bakið við 175°C í 15-
20 mínútur.
Látið kólna vel áður en
súkkulaðinu er smurt á.
Ragnheiður Ósk Jónsdóttir
Ísatvenna Ragnheiðar
Toblerone ís
6 eggjarauður
1 bolli púðursykur
2 msk. flórsykur
Þeytt vel saman.
1 tsk. vanilludropar
5 dl rjómi, þeyta
100 gr. Toblerone
Blandað vel saman með sleif.
Bismark ís
6 eggjarauður
6 msk. flórsykur
2 tsk. vanillusykur
Þeytt vel saman.
6 dl rjómi, þeyta
4 dl Bismark brjóstsykur,
mulinn í matvinnsluvél
Blandað vel saman með sleif.
Aðferð: Ísinn settur í form
eða box og frystur. Uppá-
haldsíssósan mín er Mars
súkkulaði, brætt með smá
rjóma. Hún er best volg.
Það eru stelpurnar í
Kiwanisklúbbnum Freyju
í Skagafirði sem sjá um
uppskriftir Jólafeykis að
þessu sinni. Klassískar
UMSJÓN
Páll Friðriksson
MYNDIR
Óli Arnar Brynjarsson
kökur í bland við grafna rjúpu og fram-
andi jólaglögg er á boðstólum og að
sjálfsögðu ís í eftirrétt.
Anna Karítas Ingvarsdóttir Sighvatz
Rommkúluterta
Marengs:
3 eggjahvítur (ca 120 gr)
100 gr sykur
100 gr púðursykur
1 tsk lyftiduft
50 gr Rice Krispies
Aðferð: Þessi uppskrift er fyrir
1 botn sem er ca 24x35 sm.
Stífþeytið eggjahvíturnar við
sykurinn. Myljið Rice Krispies
og blandið því og lyftiduftinu
varlega saman við. Þessu er
síðan dreift í form (á álpappír)
sem er u.þ.b. 24x35 sm eða á
plötu (á smjörpappír).
Bakist við 140° í 60 mín
á blæstri eða við 150° með
engum blæstri.
Rjómafylling:
750 ml rjómi
2 msk flórsykur
1 msk vanilludropar
1 msk Stroh (valkvætt)
Rommkúlukrem:
75 ml rjómi
17 rommkúlur
75 gr rjómasúkkulaði
2 eggjarauður
Aðferð: Hitið rjómann, bræðið
súkkulaðið og rommkúlurnar
út í. Þegar súkkulaðið er alveg
bráðnað, takið þá pottinn
af og leyfið aðeins að kólna.
Bætið síðan eggjarauðunum
út í og hrærið vel.
Samsetningin: Skerið u.þ.b. sjö
rommkúlur og látið vökvann
leka á annan marengsbotninn,
saxið þær síðan og dreifið yfir.
Raðið síðan bananasneiðum
(ca 3-4 bananar) á botninn.
Dreifið hluta af romm-
kúlukreminu yfir og smyrjið
síðan rjómanum á. Setjið
hinn botninn ofan á og dreifið
kreminu yfir.
Best er að borða þessa
tertu mjög kalda.
Birgitte Bærendtsen
Lúxus makrontoppar
Kiwanisklúbburinn Freyja samanstendur af
konum í Skagafirði sem vilja vinna saman
að góðum málefnum sem snúa að börnum
í nærsamfélaginu og öllum heiminum
– í góðum félagsskap með jákvæðni að
leiðarljósi. Kjörorð Kiwanis er – Hjálpum
börnum heims.
Sigríður Káradóttir
Möndlugrautur
¾ l mjólk
1 dl hrísgrjón
salt
vanillusykur
4 dl þeyttur rjómi
½ dl möndluspænir
1 stór mandla
Aðferð: Sjóðið saman mjólk og
grjón þar til grjónin eru mjúk,
hræra mikið í, bæta við salti
og vanillusykri í lok suðu og
kæla svo grautinn vel.
Hræra rjóma og möndlu-
spæni saman við grautinn
þegar hann er orðin kaldur,
setja möndluna ofan í og setja
grautinn í fallega skál. Gaman
að skreyta grautinn með
litríkum ávöxtum.
Karamellusósa:
125 gr sykur
2 1/2 dl sjóðandi vatn
1 ltr rjómi
Aðferð: Bræða sykur á pönnu
við vægan hita og hella svo
sjóðandi vatninu rólega
samanvið, þegar lögurinn
er alveg komin saman og
orðin fallega brúnn þarf að
kæla hann vel. Hræra svo
þeyttum rjómanum saman
við sykurlögin og bera fram
með möndlugrautnum.
Njótið vel! „Þessi grautur er
alltaf á borðum hjá mér á
aðfangadag og er uppskriftin
frá henni Fjólu föðurömmu
minni komin. Ég beið allt árið
eftir þessum dásemdar graut
þegar við stórfjölskyldan
komum saman á aðfangadag
hjá ömmu og afa (Fjólu og
Steindóri) og borðuðum
rjúpur og möndlugraut.“
Freyjur standandi frá vinstri: Oddný Ragna Pálmadóttir, Ólöf Sólveig
Júlíusdóttir, Steinunn Gunnsteinsdóttir, Margrét Viðarsdóttir, Sigríður
Regína Valdimarsdóttir, Anna Karítas Ingvarsdóttir Sighvatz, Birgitte
Bærendtsen, Ragnheiður Ósk Jónsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Aldís
Hilmarsdóttir, Herdís Káradóttir. Sitjandi frá vinstri: Sigríður Káradóttir og
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Margrét Viðarsdóttir
Mömmukossar
125 gr sykur
250 gr sýróp
125 gr smjör
1 egg
500 gr hveiti
2 tsk. matarsódi
½ tsk. engifer
1 tsk. negull
1 tsk. kanill
Aðferð: Hitið sykur, sýróp og
smjör í potti. Kælið vel og
hrærið egginu saman við.
Blandið þurrefnum út í.
Hnoðið og setjið í kæli yfir
nótt. Fletjið deigið frekar
þunnt út og stingið út. Bakið
við 190°C þar til kökurnar
verða millibrúnar eða í um
5-7 mínútur.
Krem:
2 bollar flórsykur
1 eggjarauða
3 msk. smjör (mjúkt)
2 msk. rjómi
½ tsk. vanillusykur.
Aðferð: Þeytið flórsykri og
eggjarauðu saman. Blandið
smjöri, rjóma og vanillusykri
saman við. Þeytið vel og
smyrjið svo á kökurnar og
búið til samloku.
Kökur að hætti Kiwaniskvenna
Bakað, blandað og grafið
2 01 7