Feykir - 29.11.2017, Qupperneq 25
252 01 7
Rannveig Aðalbjörg Hjartar-
dóttir er fædd og uppalin á
Sauðárkróki, dóttir Helgu
Hauksdóttur og Hjartar
Sævars Hjartarsonar. Hvað
skólagöngu varðar þá lauk
Rannveig grunnskólanum á
Sauðárkróki og útskrifaðist
sem stúdent frá Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra. „Ég byrjaði
svo kennaranám við Kennara-
háskóla Íslands en lauk því
ekki á sínum tíma en það er eitt
af verkefnunum á framtíðar-
listanum,“ segir Rannveig og
brosir. „En annars er ég hvað
stoltust af að vera elst í stórum
systkinahópi og að eiga sjálf
fjögur frábær börn, þau Arnar
Finnboga 12 ára, Erlu Rán 9
ára, Sigríði Emmu 4 og hálfs og
Helgu Mist tæplega 8 mánaða.“
Magnús er sonur Sigríðar
Magnúsdóttur og Elíasar
Guðmundssonar, fæddur og
uppalinn á Stóru-Ásgeirsá, þar
sem þau Rannveig búa ásamt
börnum og búpeningi. „Ég
fæddist að vísu á Heilbrigðis-
stofnuninni á Hvammstanga
en annars hef ég að mestu
verið hér á Stóru-Ásgeirsá. Bjó
reyndar í tvö ár í Hafnafirði og
lauk þar samningi í húsasmíði
en var fljótur að pakka niður og
selja íbúðina sem ég hafði keypt
og bruna aftur í sveitina, sama
dag og samningnum lauk,“
segir Magnús.
Eftirminnilegur Magnús
Rannveig rifjar það upp
þegar hún sá Magnús fyrst
Finnst notalegast
að vera heima á aðfangadag
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Bændurnir Magnús og Rannveig
á Stóru-Ásgeirsá teknir tali
Brátt gengur í hönd einn mikilvægasti
tími sauðfjárbænda þar sem hrútum
er hleypt í ærnar og mikilvægt er,
upp á afkomu búsins að gera, að vel takist til. Feykir hafði
samband við unga bændur, þau Rannveigu Aðalbjörgu
Hjartardóttur og Magnús Ásgeir Magnússon á Stóru-
Ásgeirsá í Húnaþingi og ræddi um lífið og tilveruna í
aðdraganda jóla.
í sumarbúðum á Hólum í
Hjaltadal. „Við vorum örugglega
10 eða 11 ára og hann var þar
mættur með gítarinn sinn og
söng einsöng af mikilli innlifun
fyrir okkur á hverri kvöldvöku,“
segir Rannveig og glottir. „Svo
æfði ég og spilaði körfubolta
með strákunum einn vetur, í
kringum 12-13 ára. Þá kepptum
við iðulega við Kormák, sem
er liðið sem Magnús æfði og
spilaði með á sama tíma. Við
vorum jafnvel samferða þeim
í sömu rútu á törneringar. Í
fámenni sem fjölmenni er erfitt
að verða ekki var við Magnús
svo ég man einnig vel eftir
honum úr þessum ferðum.“
Eitthvað hefur minna far-
ið fyrir Rannveigu þar sem
Magnús man bara alls ekki
eftir henni frá þessum tíma.
„Við stunduðum bæði nám við
Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra og þar man ég fyrst eftir
að hafa séð hana,“ rifjar Magnús
upp. „En það var ekki fyrr en á
Fákaflugi á Vindheimamelum
árið 2010 sem við hittumst fyrir
alvöru og fórum að tala saman.“
Það var svo ári síðar að
Rannveig flytur frá Sauðárkróki
að Stóru-Ásgeirsá með Arnar
Finnboga og Erlu Rán eða í júlí
2011 en Magnús hafði frá árinu
2008 verið bóndi er hann tók
við búinu af foreldrum sínum
eftir að hafa lokið búfræðinámi
á Hvanneyri.
Þau Magnús og Rannveig
eru að mestu með sauðfé og
hross en mjólkurkýr voru á
bænum áður en Magnús tók
við. Höfðu foreldrar hans breytt
fjósinu í glæsilegt hesthús.
„Árið 2006 keypti ég mínar
fyrstu kindur, tvo hrúta og
þrjátíu gimbrar. Og þegar ég
tók við árið 2008 keypti ég fjóra
hrúta og 80 gimbrar til viðbótar.
En þegar ég tók þau inn kom
í ljós að gimbrarnar voru
einungis 79 þar sem ein þeirra
var tvítóla og gat því hvorki
kallast gimbur né hrútur,“ segir
Magnús og bætir við brosandi
að hún, eða það, hefði örugglega
kosið að kalla sig „gimtur“ eða
eitthvað álíka.
„Sauðfénu fór svo fjölgandi
en nú höfum við fækkað
því aðeins, eins og staðan er
í sauðfjárræktinni í dag þá
er eina vitið, í okkar stöðu
allavega, að hafa bara gaman af
þessu. Við erum til dæmis að
fjölga litadýrðinni í húsunum
og höfum gaman af,“ segir
Magnús sem vinnur núna að
mestu heima við enda nóg
að gera. Annars vinnur hann
öðru hvoru utan búsins við
smíðastörf og rúning.
Rannveig er sem stendur í
fæðingarorlofi frá Grunnskóla
Húnaþings vestra en áður vann
hún hjá Farskólanum þar til hún
fór í fæðingarorlof í byrjun árs
2013. Þá um sumarið opnuðu
þau Magnús hestaleigu. „Um
haustið kaupum við nokkrar
geitur og sumarið 2014
opnum við „petting farm“, þ.e.
opnuðum bæinn okkar fyrir
þeim sem vilja heimsækja
húsdýrin í sveitinni sinni og
komast í snertingu við þau.
Á íslensku höfum við kallað
það húsdýragarð,“ útskýrir
Rannveig. „Á bænum erum
við með sauðfé, hesta, geitur,
hænur, endur, kanínu, hunda og