Feykir


Feykir - 29.11.2017, Qupperneq 31

Feykir - 29.11.2017, Qupperneq 31
312 01 7 Hnúta bastu meinin mest mjög til lasta hraður. Þetta gastu gert mér verst, guðlausasti maður. Áttræð að aldri lýsir Agnes Birni manni sínum þannig: „Björn Ólafsson var meðalmaður á hæð, með þykkt hrokkið hár, stórt enni og kollvik mikil og lítið nef. Hann var fríður maður, fjörmikill og gríðar duglegur.” Blekfullur En böndin við Norðurlandið eru sterk, þar hríslast ræturnar um heiðar og dali öld fram af öld. Ljóðabréfin berast milli landshlutanna. Vestrið lokkar. Ólafur, faðir Björns, er þreyttur á baslinu og þráir betra líf í ellinni. Ingibjörg kona hans er oft veik á sálinni og heilsulítil. Víst er erfitt að segja skilið við Bæjarhreppinn þar sem hann hefur svo oft riðið blekfullur á sprettinum kveðandi vísur og kyrjandi ljóð. En nú er svo komið að hann efast um að hann hafi hey fyrir folann hans sonar síns og reiðhestinn sinn, hana Gránu, og þá er fátt til bjargar. Í ljóðabréfi til Björns sonar síns yrkir Ólafur: Af því heyjaaflinn minn ekki er til dugandi, fjarri er að folinn þinn fullvel sé í standi. Þótt magur sé og meir en það, mergur er í kalli. Hann mun standa hin þó að hrossin niður falli. Tel ég standi trippið sig ef tíðin færi að skána. Heldur kæmi hart við mig úr hor ef dræpist Grána. Grána hún er svifasein Satans til að fara. Holdalaus þó hennar bein heita megi bara. Það eina sem gleður er sopinn og Ólafur yrkir: Hér þó gerist hart um smekk handa gömlu trýni, þriggja pela flösku fékk fulla af brennivíni. Með hana sest hann og yrkir ljóðabréf þar sem segir: Fyrir skímu flöskunnar fékk ég rímið mettað. Þriggja tíma verk mitt var við að glíma þettað. Árið er 1876 og þau Ólafur og Ingibjörg taka líka stefnuna vestur. Lífið er betra þar. Og Ólafur yrkir: Stingur korði muna minn, mitt er borð á sandi. Mér svo forði forlögin að fúna á Norðurlandi. 312 01 7 Á brattann Lítill fjögurra ára snáði situr á hnakknefinu framan við föður sinn. Það eru fardagar og árið er 1874. Þau stefna á heiðina. Að baki liggur ísinn enn sem mara á firðinum. Vorið kemur sjaldnast samkvæmt almanakinu við Hrútafjörðinn. Það andar köldu. Þau stefna á brattann - lífið er alltaf á brattann á þessum árum. Litli snáðinn á hnakknefinu heitir Guðfinnur Jón og verður í fyllingu tímans afi minn. Hann er elsta lifandi barn foreldra sinna, þeirra Björns Ólafssonar og Agnesar Guðfinnsdóttur. Leiðin liggur yfir að Breiðafirði. Með sér hafa þau, auk Guðfinns, Ólaf þriggja ára og Guðmund eins árs sem er reyrður niður hjá móður sinni. Ólafur afi á Hlaðhamri aðstoðar þau við flutninginn og lætur sér annt um nafna sinn. Hann á eftir að sakna litlu anganna sinna, en veit að það er frá litlu að hverfa. Handan heiðarinnar er von. Tvö börn verða eftir í kirkjugarðinum á Prestbakka við litlu kirkjuna þar sem þau hjónin giftu sig á fögrum júnídegi árið 1868. Fjölskyldufaðirinn Björn lítur um öxl. Hrútafjörðurinn geymir svo margt sem honum er kært. Þar hvílir bróðir hans Jón og systirin Hólmfríður sem í blóma lífsins hlutu saman hina votu gröf. Þá orti harmi sleginn faðir þeirra, Ólafur, 63 erinda erfiljóð þar sem hann segir m.a.: Nokkur strá mig stinga finn, stríði háu svarinn. Sveif það á, nær systkinin sukku í bláan marinn. Satt skal greina, blikna brár bana kvein í spjóti. Tvö í einu svöðusár sjást á fleinanjóti. Mig til dreymir meina stór margra beima staður. Lík mín geymir svalur sjór sorta keim litaður. Einnig Hannes, elsti bróðirinn, varð Hrútafirðinum að bráð. En Björn tekur systkini sín með sér á sinn hátt og skírir börnin sín eftir þeim. Já, sjórinn bæði gefur og tekur, það á Björn oft eftir að reyna á lífsins leið. Að lokum mun líka Breiðafjörðurinn, sem nú opnar faðm sinn fyrir þessari litlu fjölskyldu, umvefja hann í orðsins fyllstu merkingu. Einnig þá, þegar Ólafur faðir hans, á gamals aldri, horfir á eftir fjórða barninu sínu í vota gröf, yrkir hann æðrulaus við líkbörur sonar síns: Um of ei trega tjáir hér, tímanleg sú reynsla finnst. Þetta vegur okkar er allra, þegar varir minnst. Eins dauði er annars brauð, það hefur Björn svo sannarlega reynt. Unga, fallega og glaðlynda konan hans, Agnes, sem hafði verið heitbundin Hannesi bróður hans, er nú hans og móðir blessaðra barnanna hans, lifandi og látinna. Segir sagan að eftir dauða Hannesar hafi þeir báðir borið víurnar í hana, bræðurnir Björn og Matthías, og Björn hafði betur. Það tók á tengslin milli þeirra bræðra og varð að sumra sögn örlagavaldur í lífi Húnvetningar í leit að betra lífi við Breiðafjörð SAMANTEKT Páll Friðriksson Kíkt í bókina Sagnaþætti Guðfinnu Sagnaþættir Guðfinnu heitir ný bók sem kemur út hjá Bókaútgáfunni Sæmundi. Höfundurinn, Guðfinna Ragnarsdóttir, er ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins og fyrrverandi kennari. Í Sagnaþáttum Guðfinnu kynnumst við lífi alþýðufólks víðsvegar um landið. Hér er frásögn af góðmenninu Skapta lækni í Reykjavík og sagt frá harmþrungnum örlögum Guðnýjar skáldkonu á Klömbrum í Aðaldal. Skeiðamenn af Bernhöftsætt birtast okkur ljóslifandi og Óli Skans er dreginn fram í dagsljósið. En blaðið grípur hér ofan í þar sem segir frá Húnvetningum sem tóku sig upp í leit að betra lífi. Þeir fóru ekki vestur um haf eins og seinna varð vinsælt heldur fluttu þeir sig úr Húnaþingi yfir heiðarnar að Breiðafirði ... margra nafna og afkomenda Björns. En þeir bræðurnir áttu engu að síður eftir að búa hlið við hlið, að segja má, í tæpa tvo áratugi, eða allt þar til Björn drukknaði 1890, því leiðir Matthíasar áttu einnig eftir að liggja yfir heiðina löngu. Forboðið hrossakjöt Ungu hjónin stefna í vestur. Handan við heiðina liggur Breiðafjörðurinn. Þar úar æðarfuglinn í hverjum hólma, þar er sjófang og selur, egg og eyjabeit, og það sem skiptir sköpum; þar er enginn hafís. Þau eru ung og djörf og hafa frá engu að hverfa. Þau horfa fram á veginn yfir fjörðinn sem teygir sig óendanlega út í himinblámann. Lengst í vestri gnæfir hvítur skjöldur Snæfellsjökuls. Hér eins og heima hverfur sólin í hafið. Leiðin liggur að Orrahóli á Fellsströnd og þaðan að Stóru- Tungu í sömu sveit. Árið 1888 flytja þau að Ytrafelli þaðan sem sér yfir alla fegurð fjarðarins. Börnin fæðast eitt af öðru, sum lifa, önnur deyja. Og baráttan er hörð, einnig hér. Munnarnir verða margir sem þarf að metta. Oft læðast börnin í hrossakjötstunnuna sem ekki geymir mannamat, en forboðna kjötið er svo skelfing gott og allir eru alltaf svangir. Og Fellsstrendingar taka þessum aðfluttu Norðlending- um vel. Agnes kemur með líknandi ljósmóðurhendur og bjargar margri konunni í barnsnauð. Fáir leggja meira inn. En það gengur á ýmsu þá sem nú. Björn bóndi hrasar á velsæmisstígnum og barnar vinnukonuna. Slíkt skilur eftir sig sár. „Því gastu ekki hundskast til að láta það þar sem þú ert vanur?“ segir Agnes við bónda sinn sem hún á eftir að ala alls fimmtán börn og finnst hann því ekki þurfa að róa á önnur mið. Og hún dembir á hann vísunni sem á eftir að lifa meðal niðja hans um ókomna tíð og halda framhjáhaldi hans á lofti: EFRI MYND: Hans Matthíasson (1901-1987) bóndi á Orrahóli á Fellsströnd ásamt konu sinni Sigríði Halldórsdóttur og börnum þeirra Láru, Matthíasi og Ingu. NEÐRI MYND: Guðfinnur og Sigurbjörg ásamt börnum sínum, talið frá vinstri: Matthías Hildigeir, Gestur, Ólafur, Ósk og Björg. Pálína stendur fyrir framan systur sínar.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.